Læknablaðið - 15.11.1983, Side 50
306
LÆKNABLADID 69,306-320,1983
ÁRSSKÝRSLA
LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS
starfsárið 1982-1983
Inngangur
Skýrsla pessi nær yfir tímabilið frá 16. maí 1982 til
31. júlí 1983.
Alls greiddu 558 læknar árgjald árið 1982. Þar af
greiddi 461 fullt árgjald, en 97 hluta árgjalds.
Læknar á skrá, komnir yfir sjötugt og/eða hættir
störfum, voru 58 í árslok 1982.
Af árgjaldinu, sem var kr. 4.500.00, var hluti
svæðafélags óbreyttur frá fyrra ári kr. 600.00.
Innheimt árgjöld samsvöruðu 523 heilum árgjöldum,
og skiptust pau pannig milli svæðafélaga:
Læknafélag Reykjavíkur 401, Læknafélag Vestur-
lands 24, Læknafélag Vestfjarða 11, Læknafélag
Norðvesturlands 13, Læknafélag Aukureyrar 38,
Læknafélag Norðausturlands 8, Læknafélag Austur-
lands 12 og Læknafélag Suðurlands 16.
Vorið 1982 útskrifuðust 39 kandídatar frá Lækna-
deild Háskóla íslands.
Eftirtaldir læknar hafa látizt frá síðustu árs-
skýrslu:
Eggert Briem.............. f. 15.06.37 d. 03.02.83
Guðmundur Eyjólfsson...... f. 08.09.16 d. 23.06.83
Halldór Arinbjarnar....... f. 04.09.26 d. 04.06.82
Lárus Jónsson ............ f. 23.03.96 d. 03.07.83
Valtýr Bjarnason ......... f. 06.03.20 d. 10.03.83
Aðalfundur L.í.
Aðalfundur L.Í. árið 1982 var haldinn á hótelinu í
Stykkishólmi dagana 25. og 26. júní.
Fundinn sátu auk stjórnar og framkvæmdastjóra
félagsins fulltrúar eftirtalinna svæðafélaga: Lækna-
félags Reykjavíkur 12 (af 13), Læknafélags Vestur-
lands 2, Læknafélags Vestfjarða, Læknafélags
Norðvesturlands, Læknafélags Akureyrar 3, Lækna-
félags Norðausturlands, Læknafélags Austurlands,
Læknafélags Suðurlands, F.Í.L.B. og F.Í.L.Í.S. Félag
íslenzkra lækna I Norður-Ameríku sendi ekki full-
trúa á fundinn.
Gestir fundarins voru: Páll Sigurðsson, ráðuneyt-
isstjóri, Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Sérfræð-
ingafélags íslenzkra lækna, Guðjón Magnússon,
aðstoðarlandlæknir og Póroddur Jónasson, læknir á
Akureyri. Áheyrnarfulltrúi Félags ungra lækna sat
einnig fundinn.
Formaður flutti skýrslu stjórnar og urðu nokkrar
umræður um hana.
Arinbjörn Kolbeinsson flutti skýrslu stjórnar
Domus Medica og svaraði ásamt formanni félagsins
fyrirspurnum, sem fram komu.
Páll Sigurðsson og Þovaldur Veigar Guðmunds-
son fluttu framsöguerindi um »Læknafjölda og
læknapörf«. Ólafur örn Arnarson hafði framsögu
um »Starfsemi göngudeilda«, Þóroddur Jónasson og
Jón Bjarni Þorsteinsson fluttu framsöguerindi um
»HeilsugæzIustöðvar, starfsemi peirra og rekstrar-
form almennra lækninga«. Allmiklar umræður fóru
fram að loknum framsöguerindum hvers páttar.
Á fundinum var sampykkt eftirfarandi breyting á
13. gr. laga félagsins (kemur í stað ákvæðis um
Kjararáð):
»Til að samræma kaup og kjör lækna skal stjórn
Læknafélags íslands halda kjaramálafund eigi sjaldn-
ar en tvisvar á ári. Til fundarins skal boða formenn
samninganefnda L.í. og svæðafélaga pess, fulltrúa
Sérfræðingafélags ísl. lækna, Félags yfirlækna, Fé-
lags ísl heimilislækna, Félags ungra lækna, svo og
aðra pá, sem stjórnin telur ástæðu til.«
Eftirtaldar ályktanir voru sampykktar á aðalfund-
inum:
1. Aðalfundur L.Í. felur stjórn Læknafélags íslands
að skipa nefnd til að endurskoða lána- og
sjóðamál lækna frá grunni og athuga möguleika
á aukinni fyrirgreiðslu við pá. M.a. skulu kannaðir
möguleikar á lánveitingu til lækna vegna tækja-
kaupa, atvinnuhúsnæðis og rannsóknastarfa.
2. Aðalfundur L.Í. skorar á landlæknisembættið að
gangast fyrir pví, að gefnar verði út staðlaðar
leiðbeiningar um framkvæmd barnaeftirlits. Átt
er við eftirlit forskólabarna jafnt sem skólabarna.
3. Aðalfundur L.í. ályktar, að Iæknasamtökin skuli
hafa frumkvæði að fræðslu almennings um afleið-
ingar fíkniefnanotkunar. Stjórn Læknafélags ís-
lands skipi nefnd til að skipuleggja markvissa
fræðslu, afla upplýsinga um fíkniefni og fíkniefna-
notkun og gera tillögu til lækna um notkun peirra
upplýsinga við pessa fræðslu.
4. Aðalfundur L.í. telur brýnt, að koma á sem allra
fyrst skipulögðu framhaldsnámi lækna á íslandi.
Aðalfundur heimilar stjórn félagsins að greiða
Iaun, allt að prem eyktum sérfræðings, lækni, sem
ráðinn yrði til að vinna að framgangi málsins.
Þessi ákvörðun skal koma til endurskoðunar á
næsta aðalfundi félagsins.
5. Aðalfundur L.Í. felur stjórn félagsins að hafa for-
göngu um stofnun nefndar, sem fjalla á um
siðfræði rannsókna og tilrauna á mönnum (hu-
man experimentation). Unnið skal að pví að auk