Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 51

Læknablaðið - 15.11.1983, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 307 fulltrúa frá Læknafélagi Islands eigi heilbrigðis- yfirvöld, Háskóli íslands og leikmenn sæti í nefndinni. 6. Aðalfundur L.Í. beinir þeim tilmælum til stjórnar Læknafélags íslands, að hún hlutist til um við viðkomandi yfirvöld, að allar auglýsingar um læknastöður, sem veita á til eins árs eða lengri tíma, verði auglýstar með minnst tveggja mánaða fyrirvara. Jafnframt verði gerðar ráðstafanir, til að tilkynningum um lausar læknisstöður verði dreift til íslenzkra Iækna erlendis nægilega fljótt, til að þeir hafi möguleika á að sækja um stöður þessar. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til stjórnar Læknafélags íslands, að hún beiti sér fyrir því, að samræmdar reglur náist um stöðu- auglýsingar á norrænum vinnumarkaði lækna. 7. Aðalfundur L.í. felur stjórn. og framkvæmda- stjóra Læknafélags íslands að kanna, hvað verði um greiðslur íslenzkra lækna í lifeyrissjóði erlend- is, og þá einkanlega í Svíþjóð. Niðurstöður könn- unar verði kynntar félagsmönnum Læknafélags íslands. 8. Aðalfundur L.í. ályktar að ítreka það við stjórn Læknafélags íslands, að hún vinni að því að losa lækna undan þeirri kvöð að skrifa fjarvistarvott- orð fyrir skólanemendur vegna skammtímaveik- inda, þriggja daga eða skemur. 9. Aðalfundur L.í. felur stjórn Læknafélags íslands að athuga möguleika þess, að læknar reki á eigin vegum læknastöðvar, sem veiti sömu/svipaða þjónustu og heilsugæzlustöðvar. Verði fengnir rekstrarráðgjafar, er kanni, hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir handi, til þess að læknar geti sjálfir rekið slíka stöð á þéttbýlissvæðum. Niðurstaða verði tilbúin fyrir 1. nóv. 1982. Gjaldkeri kynnti ársreikninga félagsins fyrir árið 1981 og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Hvort tveggja var samþykkt samhljóða. Árgjald ársins 1983 var ákveðið kr. 6.800.00. Stjórn L.í. gerði tillögur um menn í stjórn til 2ja ára, og voru þeir sjálfkjörnir: Varaformaður Halldór Steinsen, ritari Kristján Eyjólfsson og meðstjórn- andi Kristófer Porleifsson (endurkjörinn). Varamenn kosnir til eins árs: Helgi Sigurðsson, Katrín Davíðs- dóttir og Ólafur Z. Ólafsson. Fyrir í stjórn voru Porvaldur Veigar Guðmundsson, formaður, og Jón Bjarni Þorsteinsson, gjaldkeri. Endurskoðandi var endurkjörinn Einar Jón- mundsson og Þorkell Bjarnason til vara. í Gerðardóm skv. Codex Ethicus voru endurkjörn- ir Gunnlaugur Snædal og Guðmundur Sigurðsson og einnig varamenn Sigursteinn Guðmundsson og Víkingur H. Arnórsson. Undir dagskrárliðnum önnur mál skýrði formaður frá stofnun Félags íslenzkra lækna í þýzkalandi með 8 félagsmönnum. Borin var upp beiðni frá félaginu um að verða svæðafélag innan L.Í. Var það samþykkt samhljóða. Katrín Fjeldsted vakti athygli á hættu þeirri, sem stafaði af kjarnorkustríði og flutti ásamt öðrum tillögu til ályktunar þar um. Að loknum umræðum var ályktunartillögunni vísað til stjórnar. Formaður félagsins lýsti því yfir, að hann mundi beita sér fyrir því, að haldin yrði ráðstefna á vegum L.í. um viðbrögð við kjarnorkustríði. Fundargerð aðalfundar 1982 birtist I 1. tbl. Lækna- blaðsins 1983 og vísast að öðru leyti til hennar og viðbótar í 5. tbl. s.á. Að loknum fundinum laugardaginn 26. júní var sameiginlegt borðhald fundarmanna og gesta þeirra undir frábærri veizlustjórn Pálma Frímannssonar, heilsugæzlulæknis í Stykkishólmi. Næsta dag var siglt með flóabátnum Baldri um Breiðafjörð og út í Flatey í ládauðum sjó og blíðuveðri, og voru þátttakendur mjög ánægðir með ferðina. Stjómarfundir Stjórn Læknafélags íslands kemur saman að jafnaði á þriðjudögum kl. 17.00. Á því tímabili, sem skýrslan nær yfir, hafa verið haldnir 40 fundir, og að meðaltali hafa verið tekin fyrir 10 mál á hverjum fundi. Auk þessa eru sameiginlegir fundir stjórna L.Í. og L.R., og hafa 5 slíkir fundir verið haldnir á starfsárinu. Formannaráðstefna Fundur stjórnar L.í. með formönnum svæðafélag- anna var haldinn laugardaginn 16. apríl 1983 í Domus Medica. Þá var fulltrúum frá Félagi íslenzkra heimilislækna, Félagi ungra lækna, Sérfræðingafé- lagi íslenzkra lækna og Félagi yfirlækna boðið að sitja fundinn, og komu fulltrúar frá þrem þeim fyrstnefndu. Stjórn og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir afgreiðslu ályktana síðasta aðalfundar, og fram- kvæmdastjóri og formaður samninganefndar heilsu- gæzlulækna gerðu grein fyrir stöðunni í samninga- málum. í framhaldi af því urðu umræður um fyrirkomulag undirritunar samninga fyrir heilsu- gæzlulækna. Hingað til hefur tíðkast, að samninga- nefndirnar skrifuðu undir þessa samninga án fyrir- vara og án þess að samningurinn væri borinn undir þá, sem fá greitt samkvæmt honum. Fundarmenn voru sammála um, að slíkt gæti ekki gengið lengur, en á hinn bóginn eru ýmis vandkvæði við atkvæða- greiðslu, þar sem stór hluti atkvæðisbærra manna er dreifður um landið. Talið var eðlilegt, að atkvæða- greiðsla færi fram bréflega, en bent var á, að upp gætu komið aðstæður, þar sem sllkt fyrirkomulag væri of seinlegt, og þá þyrfti að fara aðrar leiðir. Þetta er mál, sem heilsugæzlulæknar þurfa að ræða meira I sínum hópi. Læknafélag Akureyrar hefur lagt til, að L.í. gerist aðili að og skipi fulltrúa í samninganefnd þá, sem semur um sérfræðivinnu utan sjúkrahúsa. Þetta mál var rætt og fékk einróma undirteknir. Sjá nánar undir: önnur mál. L.Í. innheimtir árgjöld svæðafélaganna, en þau

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.