Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1983, Page 52

Læknablaðið - 15.11.1983, Page 52
308 LÆKNABLADID eru alls staðar pau sömu og hafa ekki hækkað 2 undanfarin ár. Formaður leitaði eftir, hvort nauðsyn- legt væri að hækka árgjöld svæðafélaga, en engar óskir komu fram um það á fundinum, og hafa ekki komið, þegar þessi skýrsla er skrifuð. Ýmis önnur mál voru rædd, svo sem greiðslur sjúkratrygginga til lækna, sem starfa að heimilis- lækningum utan heilsugæzlustöðva (sjá síðar), um skilyrði sérfræðiviðurkenningar í heimilislækningum til að fá fasta stöðu við heilsugæzlustöð og um hugsanlegan atvinnuleysistryggingasjóð lækna. Kjaramálafundur Á aðalfundi 1982 var samþykkt breyting á 13. gr. laga félagsins, þar sem ákveðið var að fella niður kjararáð, sem í reynd hafði nánast ekkert starfað, en í þess stað var lögð sú skylda á stjórn L.Í. að halda kjaramálafund eigi sjaldnar en tvisvar á ári og: »Til fundarins skal boða formenn samninganefnda L.i. og svæðafélaga þess, fulltrúa Sérfræðingafélags ís lenzkra lækna, Félags yfirlækna, Félags íslenzkra heimilislækna, Félags ungra lækna, svo og aðra þá, sem stjórnin telur ástæðu til.« Fyrsti kjaramálafundurinn var haldinn föstudag- inn 17. nóv. 1982. Fundinn sátu þeir, sem rétt áttu til þess skv. ofannefndri lagagrein, svo og aðalstjórn L.R. Formenn samninganefnda gáfu yfirlit yfir stöðu samningamála, en síðan urðu töluverðar umræður um göngudeildir, m.a. hvort reyna ætti að fá inn í samninga að launa göngudeildarvinnu á sérstakan hátt. Framkvæmdastjóri kynnti lauslegan samanburð á dagvinnulaunum hinna ýmsu hóþa lækna. Hann hafði þó allan fyrirvara á þessum samanburði og gerði grein fyrir því, að mjög erfitt er að gera slíkan samanburð, t.d. mætti fá ýmsar tölur launa heilsu- gæzlulækna og númeralækna, eftir því hvað væri talinn eðlilegur fjöldi viðtala og eðlilegur fjöldi einstaklinga í samlagi. Heildarniðurstaða var í stuttu máli, að laun fyrir dagvinnu lækna væru nokkuð sviþuð, nema að númeralæknar skáru sig úr og voru með mun lægri laun fyrir »eðlilegan fjölda einstak- linga í samlagi«. Afgreiðsla ályktana aðalfundar 1982 Ályktun um athugun á lánamálum lækna. Til þessar- ar athugunar voru skiþaðir Stefán Bogason, Víg- lundur Þ. Þorsteinsson og Matthías Kjeld. f nefnd- inni lagði Stefán fram hugmyndir um ýmsa þætti, sem gæti komið til greina að breyta við úthlutun lána. Hugmyndir þessar voru sendar stjórnum L.Í. og L.R. og ræddar á stjórnarfundi L.Í., þar sem mættir voru Stefán Bogason og Kristján Baldvins- son, formaður L.R. Nefndin hefur ekki lokið störfum, en frá breytingum á úthlutunarreglum sjóða lækna er greint aftast í ársskýrslunni. Ályktun um, ad landlæknisembættid gefi út stadl- aðar leidbeiningar um framkvæmd barnaeftirlits. Landlæknir svaraði áskorun þessa efnis með bréfi í ágúst 1982, þar sem hann benti á, að árið 1980 var á ráðstefnu um heilsuvernd fjallað um svokallaðar 4 ára forskoðanir ungbarna. Segir þar, að væntanlegar séu tillögur um framkvæmd ungbarnaeftirlits, sem sendar verði L.í. til umsagnar. Ályktun um frædslu um fíkniefni og fíkniefnanotkun. Stjórnin skiþaði Hannes Pétursson, Tómas Zoega, Sigurbjörn Sveinsson og síðar Jóhannes Bergsveins- son til að skiþuleggja fræðslu um þessi efni. Nefndin vinnur nú að gagna- og upþlýsingasöfnun, en hefur í bréfi til stjórnar L.í. lýst því yfir, að hún muni ekki ljúka störfum á þessu ári. Ályktun um naudsyn skipulags framhaldsnáms hér- lendis. Formaður félagsins boðaði til fundar með yfirlæknum lyfjadeilda spítalanna í Reykjavík og fulltrúa frá F.U.L. Á þeim fundi tóku yfirlæknarnir að sér að undirbúa fræðslunámskeið fyrir þá, sem hyggja á framhaldnám í lyflæknisfræði. Unglæknar tilnefndu síðan 2 aðstoðarlækna í þessa undirbún- ingsnefnd (sjá um framhaldsmenntun síðar í skýrsl- unni). Ályktun um forgöngu L.Í. um stofnun nefndar, sem fjalli um sidfrædi rannsókna og tilrauna á mönnum. Ályktunin var send heilbrigðismálaráðherra, mennta- málaráðherra, landlækni og Háskóla íslands. í bréfi frá landlækni kemur fram, að í tíð núverandi landlæknis hafi allir læknar, sem lagt hafi stund á »hóprannsóknir« utan sjúkrahúsa, leitað eftir áliti embættisins, áður en rannsókn var hafin. Land- læknir telur eðlilegt, að rannsóknir eða tilraunir á sjúklingum séu háðar eftirliti, t.d. siðanefndar við- komandi sjúkrahúss. Stjórnin fékk 2 lækna til að fylgja málinu eftir, og hafa þeir haft undirbúnings- fundi með formanni félagsins. Alyktun um stöduauglýsingar var send heilbrigðis- málaráðuneyti, ríkisspítölunum, Borgarspítala og öllum stærri sjúkrahúsum í landinu. Síðan Fréttabréf lækna fór að koma út hafa ýmsar stöður verið auglýstar þar. Afrit auglýsinga bárust skrifstofu félagsins nokkuð vel um tíma, en lakar nú í seinni tíð. í allmörgum stöðuauglýsingum hefur umsóknarfrest- ur verið meiri en 4 vikur, og er það nýlunda. Enn vantar þó nokkuð á, að mál þessi geti talizt í góðu lagi. Alyktun um könnun á, hvad verdi um greidslur íslenzkra lækna í lífeyrissjódi erlendis, var komið á framfæri við Friðrik E. Yngvason, lækni, sem dvelur í Svíþjóð og hafði kynnt sér þessi mál þar. Upplýs- ingar hans ásamt fleiru birtast í Fréttabréfi Iækna í september og vísast til þess. Ályktun um fjarvistarvottord vegna skammtímaveik- inda skólanemenda var komið á framfæri við menntamálaráðuneyti, og hefur formaður félagsins átt viðræður við deildarstjóra ráðuneytisins um það mál.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.