Læknablaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 57
LÆKNABLADID
311
1. 4.0 % hækkun frá 1. ágúst 1982.
2. 3.1 % hækkun frá l.des. 1982.
3. 2.1 % hækkun, sem kom til framkvæmda 1.
janúar 1983.
Lágmarksorlof varð 10.17 %, en hækkar í 11.59 %
við 40 ára aldur eða 10 ára starfsaldur og 13.04 %
við 50 ára aldur eða 18 ára starfsaldur. Þá varð
lenging á námsferðum eldri aðstoðarlækna.
Gjaldskrá heilsugæzlulækna. Síðustu gjaldskrársamn-
ingar heilsugæzlulækna voru gerðir 1979. Frá peim
tíma hafa komið á gjaldskrána sjálfvirkar hækk-
anir með skertum vísitöluuppbótum og hækkanir í
samræmi við óverulegar kjarabætur til handa öðr-
um BHM mönnum. Eftir langar og oft erfiðar
samningaviðræður tókst að gera nýjan gjaldskrár-
samning við Tryggingastofnum ríkisins og var hann
undirritaður 11. apríl sl. Hefur verið litið á þennan
samning sem bráðabirgðasamning, enda gildir hann
aðeins til og með 29. febrúar 1984. Helstu breytingar
á gamla samningnum fyrir utan orðalagsbreytingar í
einstökum liðum urðu sem hér segir:
1. Öll læknisverk gjaldskrárinnar skulu hækka um
3.8 %, vegna breytingar á grunnröðun heilsu-
gæslulækna úr launaflokki 110 í 111, sbr. sér-
kjarasamning L.Í. og fjármálaráðherra frá 07.12.-
1982. Að auki skulu öll læknisverk gjaldskrárinn-
ar hækka um 1.7 %, til samræmis við hækkað or-
lof frá 01.12.1982.
2. Gjaldskrárliðir 101 og 103 (þéttbýlisviðtöl) skulu
hækka um 7 %.
3. Stofuviðtalsgjöld sérfræðinga í heimilislækning-
um skulu hækka um 10%. Sama gildir um
viðtalsgjöld lækna, sem við undirritun samnings
þessa hafa fullnað 8 ára starfstíma sem heilsu-
gæslulæknar/heimilislæknar, eða ná þeim starfs-
tíma á samningstímanum.
4. Fyrir læknisstörf unnin á laugardögum er heimilt
að taka sama gjald og fyrir læknisstörf unnin á
tímabilinu kl. 18.00-23.00.
5. Þegar læknir hefur verið frá störfum vegna
veikinda eða barnsburðar samfleytt lengur en
hálfan mánuð, skal hann mánaðarlega frá þeim
tíma fá greitt sem svarar mánaðarmeðaltali
síðustu 3ja mánaða gjaldskrárgreiðslna til hans.
Þessar greiðslur skerðast eða falla niður á sama
hátt og föst laun skv. reglugerð um orlof og
veikindaforföll starfsmanna ríkisins.
6. Vidbót við ákvædi um framkvæmd samningsins:
Verði ágreiningur ekki leystur með þessum hætti,
skal Gerðardómur skera úr um framkvæmd
samningsins. Undir hann má hvor aðili um sig eða
einstakir læknar, sem eru aðilar að ágreiningnum,
bera ágreiningsmál. Gerðardómur skal svo skip-
aður: Læknafélag íslands skipar einn mann,
Tryggingastofnun ríkisins einn og yfirborgar-
dómarinn í Reykjavík einn mann, og er hann
formaður dómsins. Gerðadómur hefur vald til að
fella fullnaðarúrskurð í öllum deilumálum milli
L.í. og T.R. út af samningi þessum. Slík mál sem
aðilar eiga óskoraða aðild að, skulu ekki borin
undir dómstóla, nema þegar um fullnægingu
dóms er að ræða. í Gerðardómi ræður afl
atkvæða úrslitum. Komi fram 3 mismunandi at-
kvæði, ræður atkvæði formanns.
Akvædi til brádabirgda. Vegna dráttar sem orðið
hefur á samningsgerð, kemur tímabundið álag á
gjaldskrárliði vegna viðtala og læknisverka, sem
nemur 2 %. Álag þetta fellur út úr grunngjaldi 1.
mars 1984.
Störf almennra lækna utan heilsugæzlustöðva. í
sept. sl. barst L.Í. afrit af bréfi T.R. til formanns
sjúkrasamlags Árnessýslu, þar sem því var beint til
samlagsins að endurgreiða sjúkiingum ekki almenna
læknishjálp heimilislæknis, sem starfar utan heilsu-
gæzlustöðvar. Var bréf T.R. sent skv. tilmælum
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.
Fulltrúar L.í. gengu á fund T.R. og mótmæltu
þessari fyrirætlan.
Þann 28. okt. óskaði heilbrigðismálaráðherra eftir
því, að L.í. tilnefndi 3 fulltrúa til viðræðna við
ráðuneytið, T.R. og landlækni um mörkun stefnu um
þátttöku ríkissjóðs vegna almennra læknisstarfa
utan heilsugæzlustöðva. L.í. tilnefndi formann, vara-
formann og framkvæmdastjóra félagsins til þessara
viðræðna. Nokkrir fundir voru haldnir, og tók
heilbrigðismálaráðherra þátt 1 einum þeirra.
Aðilar urðu sammála um, að setja þyrfti almennar
reglur um greiðslur sjúkratrygginga vegna almennr-
ar læknishjálpar utan heilsugæzlustöðva, en ekki
binda slíkar reglur við einn ákveðinn stað. Urðu
aðilar einnig sammála um, að um gjald fyrir slíka
þjónustu yrði samið af L.í. og T.R. Hins vegar náðist
ekki samkomulag um, í hvaða tilvikum sjúkratrygg-
ingum bæri slík þátttaka. Ráðherra vildi, að heimild
yrði bundin leyfi úr ráðuneyti hverju sinni, en L.í.
taldi rétt, að landlæknir eða héraðslæknir og þá
jafnvel með þátttöku heimamanna veitti slíka heim-
ild.
Könnun á atvinnuástandi
í 3. tbl. Fréttabréfs lækna var rætt nokkuð um
atvinnuhorfur lækna á íslandi og sendur út spurn-
ingalisti til að kanna stöðuna í þessum málum.
Þetta Fréttabréf var sent öllum læknum, sem skrif-
stofan hafði upplýsingar um, og minnt var á könnun-
ina í næsta Fréttabréfi. Svör bárust frá 16 sérfræð-
ingum, sem höfðu hlotið sérfræðiviðurkenningu 1980
eða síðar (’80:3, '81:2, '82:10, ’83:2) og frá 34
yngri læknum.
Af sérfræðingunum eru 8 búsettir á íslandi, einn
hafði hálft starf í sérgrein sinni, en annars atvinnu-
laus, annar hafði fullt starf, en ekki í sérgreininni,
en hinir 6 voru í starfi í sinni sérgrein og 4 töldu, að
sér hefði gengið vel að fá starf (3 á stofnunum, 1 á
stofu og 2 bæði á stofu og stofnun).