Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1983, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.11.1983, Qupperneq 63
LÆK.NABLAÐIÐ 315 íslands, heilbrigðismálaráðuneytis, landlæknis- embættisins, læknadeildar og utanríkisráðuneytis.« Þjóðréttarfræðingi utanríkisráðuneytis var sent afrit bréfsins. í svari heilbrigðismáiaráðuneytisins kom fram, að ráðuneytið var sömu skoðunar og L.í. að pessu leyti. 10. A fundi stjórnar L.í. 16. nóv. sl. var m.a. rætt um slysatíðni í umferðinni hér á landi. Að loknum umræðum var eftirfarandi bókun sampykkt: »Stjórn Læknafélags fslands beinir þeim tilmælum til Útvarpsráðs, að sjónvarpinu verði falið að gera stutta, hnitmiðaða og fjölbreytta áróðurspætti til varnar umferðarslysum. Yrðu peir sýndir á þeim tímum, er flestir horfa á sjónvarpið og gætu sætt sig við slíka pætti, t.d. strax eftir auglýsingatíma um kl. 20.30 og á öðrum tímum, eftir ástæðum.« Bókunin var ásamt greinargerð send útvarpsráði. Dagskrárstjóri sjónvarps hafði samband við fram- kvæmdastjóra félagsins og pakkaði áhuga félagsins á málinu. Taldi hann, að tillaga félagsins hefði flýtt fyrir því, að sjónvarpið hóf nokkru síðar útsendingu slíkra pátta. Bandalag háskólamanna Læknafélag fslands hefur verið aðili að B.H.M. frá stofnun pess 1958. B.H.M. má raunverulega skipta í 2 hluta, p.e. hin almennu samtök félaganna og launa- málaráð, sem starfar nánast óháð stjórninni. Ráðið fer með rétt B.H.M. skv. lögum til að gera aðalkjara- samning við fjármálaráðuneytið, en einstök félög annast sérkjarasamninga. Oftast er höfð náin sam- vinna milli félaganna við pá samningsgerð. Læknar eiga litla samleið í samningagerð með öðrum félögum og hafa viljað losa pessi tengsl. Á sl. vetri fékkst sampykki B.H.M. fyrir, að læknar færu með allan samningsrétt sinn, en til pess að aðskilnaður frá launamálaráði verði löglegur, parf fjármálaráð- herra að viðurkenna Læknafélag íslands sem heild- arsamtök til að semja við. Slík viðurkenning hefur enn ekki fengizt. Á síðasta ári urðu breytingar á stjórnskipun B.H.M. Fulltrúaráð B.H.M., sem kom saman annað hvert ár, var lagt niður, en í stað pess var mynduð svokölluð aðalstjórn, sem skipuð er formönnum aðildarfélaga B.H.M., fulltrúum frá launamálaráði og ráði sjálfstætt starfandi háskólamanna, svo og 5 manna framkvæmdastjórn, sem kosin er á þingi B.H.M. Aðalstjórnin kemur saman á 4-6 vikna fresti yfir vetrarmánuðina. Orlofsnefnd Læknafélögin eiga nú eina íbúð á Akureyri og tvö orlofshús í Brekkuskógi í Biskupstungum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um kaup á fleiri húsum eða íbúðum, en líklegt er, að innan fárra ára verði keypt íbúð í Reykjavík. Mikill áhugi hefur verið á orlofsdvöl í Brekku- skógi nú í sumar, og varð Orlofsnefnd að hafna fjölda umsókna. Nokkrar kvartanir komu fram vegna úthlutunarinnar, og gerði pví Orlofsnefnd grein fyrir úthlutunarreglum í Fréttabréfi Iækna nr. 6 1983. Orlofshúsin hafa verið illa nýtt að vetrinum, og er pví fyrirhugað að lækka leigugjaldið til að hvetja menn til að fara þangað um helgar í vetur. Ekki hefur verið eins mikil ásókn í íbúðina á Akureyri og búist var við, en í vor og sumar hefur þó verið góð nýting á henni. Það hefur valdið Orlofsnefnd og skrifstofu lækna- félaganna verulegum vandræðum, hvað peir, sem úthlutun hljóta, draga lengi að staðfesta úthlutunina. Komið hefur fyrir, að orlofshús hefur staðið autt á sama tíma og margir voru á biðlista. Á næsta ári verður tekið mjög hart á þessum málum. Fræðslunefnd 1. Aðalverkefni Námskeiðs- og fræðslunefndar læknafélaganna á árinu 1982 var skipulagning haustnámskeiðs, sem haldið var í Domus Medica dagana 16.-18. sept. 1982. Á pessu námskeiði var fjall- að um faraldsfræði undir stjórn peirra Christer Hog- stedt, prófessors við Arbetarskyddstyrelsen í Sví- pjóð og Olav Axelsson, yfirlæknis við Yrkesmedic- inska kliniken í Linköping, Svípjóð. Aðrir hlutar nám- skeiðsins fjölluðu um bráða slysameðferð, gigtsjúk- dóma og öldrunarpjónustu. Fjöldi íslenzkra lækna flutti par erindi. 2. f október gekkst fræðslunefndin fyrir málþingi um sjúkdóma í heilaæðum. Málþing petta haldið 1 Domus Medica. Auk fjölda íslenzkra fyrirlesara fluttu tveir erlendir gestir erindi, dr. Charles War- low, Clinical Reader & Consultant Neurologist, Radcliffe Infirmary, Oxford, og dr. Salvador Monca- da, Head Department of Prostaglandin Research, The Wellcome Research Laboratories, England. Þingið var vel sótt. 3. Nefndin gekkst fyrir kvöldverðarfundum á fimmtu- dögum eins og undanfarin ár. Hafa fundir verið haldnir á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum og verið misvel sóttir, en í ráði er að halda þessu fundaformi áfram með svipuðu sniði. 4. Þá hélt fræðslunefndin jólafund i desember í Domus Medica. Guðmundur Pétursson, forstöðu- maður rannsóknastöðvar Háskóla íslands að Keld- um, hélt erindi um móðuharðindin og eituráhrif eldgosa. 5. I apríl var haldinn í Domus Medica fundur um niðurgang af völdum sýkinga. Auk íslenzkra fyrir- lesara fluttu par erindi tveir bandarískir sýklafræð- ingar, Richard C. Tilton, prófessor í sýklafræði við University of Connecticut, og Raymond R. Ryan, lektor í sýklafræði við sama háskóla. Var fundurinn allvel sóttur. 6. f júlí sl. flutti dr. Leon Chameides, prófessor í barnalækningum við University of Connecticut, fyrirlestur í Domus Medica um 20 ára uppgjör á meðferð hjartasjúkdóma í Connecticut.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.