Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 19

Læknablaðið - 15.12.1986, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 333 og Kjósarhreppi. Sjúklingar í úrtakinu á þessu svæði voru alls 2.272 eða 92.9% af heildarfjöldanum. Sjúklingar sem komu frá fjarlægari slóðum, voru væntanlega þeir, sem hlotið höfðu meiri háttar áverka, en hinir er minna voru slasaðir, hafa af eðlilegum orsökum fengið meðferð í heimahéraði. Því þótti ekki rétt að taka þá, sem búsettir voru utan höfuðborgarsvæðisins með í uppgjör þetta, nema í nokkrum tilvikum, sem getið er sérstaklega. Auðvitað hafa ekki allir þeir, sem meiddust við vinnu á höfuðborgarsvæðinu, leitað til Slysadeildarinnar, heldur hafa sumir fengið læknishjálp á heilsugæslustöðvum, hjá heimilislæknum, í öðrum sjúkrastofnunum á svæðinu og aðrir hreinlega ekki leitað læknis. Þar eð slysaathugun þessi er þannig bundin við höfuðborgarsvæðið er hætt við að hún gefi ekki rétta faraldsfræðilega mynd af vinnuslysum í landinu öllu, því að atvinnuhættir eru talsvert ólíkir í hinum ýmsu landshlutum. T.d. er meira um ýmis konar iðnað en minna af landbúnaðarstörfum á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Eðli fiskveiða og mönnun þeirra gæti einnig verið frábrugðin á landsbyggðinni því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Afdrif slasaðra. Erfitt reyndist að rekja feril margra sjúklinga eftir útskrift frá deildinni, einkum þeirra er lítil meiðsl höfðu hlotið. Raunar voru mjög margir sem aldrei útskrifuðust formlega, heldur hurfu úr meðferð án lokaskoðunar. Ótrúlega margir leituðu aldrei eftir vottorði hvorki fyrir vinnuveitanda eða Tryggingastofnun ríkisins. Má því gera ráð fyrir að vinnutap þeirra hafi verið hverfandi. Oftast var auðvelt að fylgjast með afdrifum þeirra, er mikið voru slasaðir, enda saga þeirra frá upphafi rakin í sjúkraskrám og í afritum af vottorðum. Dvöl á legudeild, endurkomufjöldi á göngudeild og hversu alvarleg slysin reyndust gefa auðvitað nokkra hugmynd um hve lengi sjúklingar voru að ná sér. Flokkun eftir því hversu alvarleg slysin eru. Til þess að meta hve alvarleg slysin voru, er stuðst við The Abbreviated Injury Scale 1980 (AIS) (7). Hefir kerfi þetta aðallega verið notað af the American Association for Automotive Medicine í sambandi við mat umferðaslysa, en virðist einnig henta vel við önnur slys. I grófum dráttum byggist AIS flokkunin á eftirfarandi atriðum: AIS-1. Grunn sár, mar, vægar tognanir, fyrsta stigs bruni, óverulegur heilahristingur, sprungur í fingur- eða tákjúkum og fleira þess háttar. Vinnutap er lítið eða ekkert, helst í sambandi við sár sem ekki mega blotna eða óhreinkast. Gera má ráð fyrir fullum bata á skömmum tíma. AIS-2. Meiri háttar sár, annars stigs brunablettir, tímabundin sköddun á æðum og taugum útlima, einföld brot í leggbeinum eða höfuðkúpu og vægur heilahristingur. Batahorfur eru góðar, venjulega án eftirstöðva, en talsvert vinnutap getur orðið t.d. í sambandi við beinbrot. AIS-3. Djúp tætt sár, annars til þriðja stigs bruni á 15-25% yfirborðs húðar, höfuðkúpubrot með verulegum einkennum frá heila, los á augasteini, blæðing eða loftleki í brjósthol, mar í lunga, mar á innýflum í kviðarholi eða á þvagfærum, tímabundin mænusköddun, meiri háttar brot t.d. á lærlegg og fleira. Þetta eru alvarlegir áverkar, sem oft leiða til langrar dvalar á sjúkrahúsi og ósjaldan til varanlegrar örorku og jafnvel dauða. AIS-4. Brunasár annars til þriðja stigs er ná yfir 26-35% yfirborðs húðar, höfuðáverkar með varanlegum minni háttar heilaskemmdum, miklir andlitsáverkar, sköddun á stórum æðum t.d. á hálsi, í brjóstholi eða kviðarholi, rifin innýfli, varanleg skemmd mænu, þó án algjörrar lömunar, aflimun ganglims og fleira. Þessir áverkar eru oft lífshættulegir og batahorfur vafasamar. Hætt er við meiri eða minni örorku. AIS-5. Miklar skemmdir í heila með djúpu meðvitundarleysi, annars til þriðja stigs bruni á 36-90% yfirborðs húðar, varanleg þverskemmd á mænu, stórar æðar í hálsi, kviðarholi eða brjóstholi mikið rifnar, sköddun á hjarta, útbreiddar skemmdir á innýflum kviðarhols og fleira þess háttar. Hér er mjög tvísýnt um líf sjúklinga og líkur á meiri háttar örkumlum þó svo að þeir lifi, t.d. andlegri skerðingu*, varanlegri lömun eða annarri bæklun. AIS-6. Stóráverkar oft fjölþættir, sem leiða til dauða. Fjöldi slysa á hverja 10.000 í atvinnugreininni, nýgengi. Eins og áður sagði fengust upplýsingar

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.