Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.12.1986, Blaðsíða 50
354 LÆKNABLAÐIÐ doctor who can then work together on improved therapeutic regimen designed on an individual basis. SAMANBURÐUR Á NOTKUN STERA OG THEOFYLLINS í INFUSION OG UM MUNN í MEÐFERÐ Á BRÁÐRI LUNGNATEPPU Steinn Jónsson, Guðbrandur Kjartansson, Davíð Gíslason, Andrés Sigvaldason, Benedikt Guðbrandsson, Tryggvi Ásmundsson, Hrafnkell Helgason. Vífilsstaðaspítali. Víða hefur tíðkast að gefa stera og theofyllin í stöðugri infusion við bráðri lungnateppu, þótt ekki liggi fyrir vísindalegar upplýsingar um, að slíkt hafi kosti umfram sömu gjöf lyfja um munn. í þessari rannsókn var borinn saman árangur af meðferð sjúklinga með nýlega versnun lungnateppu eftir íkomustað þessara lyfja. Sjúklingum sem lagðir voru inn bráðri innlögn, vegna teppueinkenna af völdum asthma eða langvinnrar lungnateppu, var skipað í tvo hópa af handahófi og fengu annað hvort methylprednisolone 80 mg á sólarhring og theofyllamin eftir þyngd í stöðugri infusion (hópur A), eða sambærilegan skammt af anhydrous theofyllin sambandi í forðatöflum og methylprednisolone 40 mg á 12 klst. fresti um munn (hópur B). Andþyngsli og önghljóð voru metin daglega samkvæmt viðteknum stuðlum. Spírometría var gerð við komu og síðan daglega, en slagæðablóðgös og serum theofyllin voru mæld við komu og í lok rannsóknar. Könnunin tók til fyrstu fjögurra daga sjúkrahúsvistar. Eftirtaldar niðurstöður ná til 21 sjúklings, 11 úr hópi A og 10 úr hópi B. Hóparnir voru sambærilegir hvað snertir aldur, kyndreifingu, reykingasögu og spírometrísk merki um teppu við komu. Taflan sýnir meðalgildi FEVl við komu (0) og í lok rannsóknar (4), sem prósentu af normalgildi, ásamt breytingu (A) á FEVl, FVC og FEF 25-75 í prósentum af normalgildi yfír sama tímabil. I síðasta dálki eru sýndar breytingar á andþyngslastuðli (AS), sem metinn var í einingum 1-6. FEVl-0 FEVi-4 AFEVl AFEVC AFEF 25-75 AAS A . . 51,4 75,2 23,7 22,0 16,8 1,7 B.. . 49,3 80,6 31,3 24,9 24,2 2,9 FEVl í byrjun könnunar gaf til kynna miðlungsnæma teppu, sem var jöfn í báðum hópum. í lok rannsóknar höfðu spírometrísk og klínísk einkenni batnað verulega hjá báðum hópum og meðalgildi FEVl hafði náð neðri normal mörkum fyrir hóp B. Breytingarnar til batnaðar voru meiri hjá hópi B, en munurinn var ekki staðtölulega marktækur. Við ályktum að enginn munur sé á árangri við notkun stera og theofyllins í infusion og um munn hjá sjúklingum með miðlungs versnun teppueinkenna frá lungum. ÍSLENSKIR BÆNDUR FÁ LUNGNAÞEMBU ÁN ÞESS AÐ REYKJA Siguróur Heiódal, Tryggvi Ásmundsson, Hrafnkell Helgason. Lyflækningadeild Landspítala, Vífilsstaðaspítali. Við höfum lengi veitt því athygli að á Vífilsstaðaspítala hafa komið bændur með lungnaþembu á háu stigi á þess að hafa nokkurn tíma reykt. Til að kanna þetta nánar skoðuðum við röntgenmyndir af lungum hjá öllum sjúklingum sem lögðust inn á Vífilsstaðaspítala á árunum 1975-1984 og útskrifaðir voru með sjúkdómsgreininguna emphysema pulm., bronchitis chronica, asthma bronchiale, farmer’s lung eða fibrosis pulm. Tveir okkar (TÁ og HH), dæmdu myndirnar óháð hvor öðrum og notuðu aðferð Sutinen et al. (Am Rev Respir Dis 1965,91:69-76) til að greina hvort um lungnaþembu væri að ræða. Athugaðar voru 852 röntgenmyndir og 197 reyndust sýna lungnaþembu. Einnig var total lung capacity (TLC) mælt eftir röntgenmyndum með planimetriu eftir aðferð Harris et al. (Am Med 1971; 50: 756-63). Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám um atvinnusögu, reykingasögu og öndunarpróf þessara 197 lungnaþembusjúklinga. Hringt var í þá sjúklinga sem upplýsingar vantaði um, eða í nánustu aðstandendur þeirra sem dánir voru. Þannig tókst að afla upplýsinga um reykingasögu hjá öllum. Eftirfarandi tafla sýnir niðurstöður: Meðalaldur Fjöldi reykinga- Fjöldi ár manna p Hafa stundað búskap .... 56 73,6±9,3 29 (51,8%) stundað búskap .... 141 68,9±8,5 133 (94,3%) Vífilsstaðaspítali tekur við sjúklingum hvaðanæva af landinu. Miðað við að á íslandi starfi um 8500 manns beint við kvikfjárrækt, er ljóst að tíðni starfsfólks við landbúnað meðal inniliggjandi sjúklinga með lungnaþembu er óeðlilega há. Ekki hefur áður verið lýst aukinni tíðni lungnaþembu hjá þessum starfshópi né lægri reykingatíðni hjá þeim miðað við aðra lungnaþembusjúklinga. Niðurstöður þessar benda til að eitthvað sé í umhverfi bænda á íslandi annað en tóbaksreykur sem veldur lungnaþembu. ÞÁTTUR »INTERNAL IMAGE« í MEINGERÐ SJÁLFSOFNÆMISSJÚKDÓMA: Hybrid frumur, sem framleióa mónóklónal anti-idiotypisk mótefni framkalla Myasthenia gravis í músum Kristján Erlendsson, AR Pachner, E. Brooks, FS Kantor. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, lyflækningadeild Lanspítalans, Yale university, Conneticut, U.S.A. Við höfum notað Experimental Autoimmune Myasthenia Gravis (EAMG) í músum til að rannsaka þátt anti-idiotypiskra mótefna í ónæmissvörun og sérstaklega í sjálfsofnæmissjúkdómum (autoimmune disaeses). Mýsnar eru immuniseraðar með acetylcholinereseptor frá rafáli (AchR-T). Ónæmissvar músarinnar gegn þessu framandi antigeni veldur niðurbroti á acetylcholinereseptor músarinnar (AchR-T), sem þannig fær klínísk merki myasthenia gravis. Með því að hybridisera miltisfrumur úr músum, sem þannig voru meðhöndlaðar, fengust um 40 idiotypumyndandi hybrid (anti-AchR, Abl). Einn hybrid myndaði hins vegar mótefni, sem bundust við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.