Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 52
356 LÆKNABLAÐIÐ pharmacological actions of prostaglandins (PGs) on the gastrointestinal tract. The combined gastric antisecretory and cytoprotective properities of PG’s are most promising for clinical applications. The mechanism underlying the gastric antisecretory effects of PGs is apparently consequence of direct interaction with parietal cell functions. On the other hand, the mechanisms underlying the cytoprotective property og PGs are numerous. Studies conducted with exogenously administered prostaglandins indicate that mucosal cytoprotection is consequence of the strengthening of the gastric mucosal barrier, maintenance or increased blood flow, increased mucus and bicarbonate secretion, the enhancement of cellular restitution and direct effect on number of cellular transport processes. Prostaglandins appear to be physiologically and pharmacologically suited for the compromised gastroduodenal mucosa due to their gastric antisecretory and cytoprotective properties. These two physiological properities of PGs adress the two fundamental causes of peptic ulcer. Furthermore, recent clinical evidence indicates that peptic ulcer disease may represent prostaglandin deficiency syndrome. As drugs, naturally occuring PGs are not metabolically stable and hence are not clinically useful. The synthesis and the pharmacological characterization of E-prostaglandin analogs have vigorously been pursued in order to overcome deficiencies inherent in natural and some synthetic prostanoids. Misoprostol, synthetic prostaglandin E1 analog, has been found to be safe and effective in the treatment of peptic ulcer disease and represents an important new addition to the physicians armamentarium. BRÁTT HJARTADREP Á ÍSLANDI ÁRIN 1980-1985 í EINSTAKLINGUM 40 ÁRA OG YNGRI Nýgengi, áhættuþættir og afdrif. Axel F. Sigurösson, Gestur Þorgeirsson, Guðmundur Þorgeirsson. Lyflækningadeildir Borgarspitalans og Landspítalans. Tilgangur rannsóknarinnar var: 1. Að kanna nýgengi bráðs hjartadreps meðal íslendinga 40 ára og yngri. 2. Að kanna hjá sömu sjúklingum: a. tíðni áhættuþátta, b. tíðni bráðra fylgikvilla, c. staðsetningu hjartadreps, d. ástand kransæða samkvæmt niðurstöðum kransæðamyndatöku eða krufningar. Athugaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga, 40 ára og yngri, sem fengið höfðu greininguna brátt hjartadrep og legið á sjúkrahúsi í Reykjavík eða einhverju af fimm stærstu sjúkrahúsunum úti á landsbyggðinni. Einnig voru sjúkraskrár þeirra sem farið höfðu í kransæðamyndatöku kannaðar og krufningaskýrslur sjúklinga sem dáið höfðu skyndidauða 40 ára eða yngri. Loks var hringt í suma sjúklinga eða heimilislækni þeirra. Stuðst var við MONICA greiningarskilyrði WHO fyrir brátt hjartadrep. Alls uppfylltu 42 sjúklingar ofangreind skilyrði á árunum 1980-1985. Þar af voru þrír útlendingar. Meðal hinna 39 voru tveir sem fengu brátt hjartadrep 17 ára. Hvorugur hafði kransæðaþrengsli samkvæmt kransæðakvikmyndatöku. Annar hafði hypertrophiska cardiomyopathiu en í hinum var áverki talinn orsök hjartadrepsins. Alls voru 37 íslendingar 25-41 árs, 36 karlar og ein kona. Af þeim létust niu (24,3%) áður en þeir komust á sjúkrahús, en tveir af 28 (7,1%) léturst á sjúkrahúsinu. Nýgengi meðal íslenskra karla 25-41 árs árin 1980-1985 var 25,8 tilfelli/100.000 karla/ár. fslenskir karlmenn sem fengu brátt hjartadrep árin 1980-1985. Aldur Fjöldi sjúkl- inga Nýgengi Fjöldi látinna Aldurs- stöðluð dánar- tiðni Hlutfall af heildardauða 25-29 4 7,9 3 5,9 3/65 4,6% 30-34 9 20,0 4 8,9 4/45 8,9% 35-39 18 48,2 2 5,4 2/57 3,5% 40 ára 5 78,7 - - - - Áhættuþættir voru athugaðir hjá þeim sjúklingum sem lögðust inn á sjúkrahús. Af 28 sjúklingum reyktu 27 (96,4%) daglega. Til samanburðar voru kannanir Hagvangs (1985) og Hjartaverndar (1983) á reykingarvenjum íslendinga. Hlutfall reykingamanna í sjúklingahópnum var mun hærra (p < 0,01). Meðalgildi s-kólesteróls hjá 20 sjúklingum, sem gengust undir kransæðakvikmyndatöku á Landspítala var 6,32 SD 1,16 mmól/1. Munurinn er ómarktækur. S-þríglýseríðar voru mældir hjá sömu 20 sjúklingum og var meðalgildi 1,67 SD 0,81 mmól/1. í áðurnefndu úrtaki Hjartaverndar var meðalgildi 0,94 mmól/1 (p<0,01). Hjá 19 sjúklingum af 20, sem fóru í kransæðamyndatöku, lágu fyrir upplýsingar um hæð og þyngd. Meðaltal fyrir Body mass index (Quetelet) var 26,1 qSD 3,6 kg/m* 1 2. Body mass index var 24,64 kg/m2 hjá karlmönnum í tilviljanaúrtaki Hjartaverndar 1967-1968. Munurinn er ómarktækur. Af 28 sjúklingum hafði einn sykursýki. Enginn annar hafði hækkaðan blóðsykur. Af 28 sjúklingum áttu 14 1° ættingja með þekktan kransæð? sjúkdóm. Af 28 sjúklingum töldu átta áfengisnotkun vera eða hafa verið vandamál hjá sér. Af 20 sjúklingum sem gengust undir kransæðakvikmyndatöku höfðu 13 einnar æðar sjúkdóm, fimm tveggja æða sjúkdóm, einn hafði þriggja æða sjúkdóm og einn eðlilegar kransæðar. Miðað var við 50% þrengingu á innanmáli æðarinnar. Algengust voru þrengsli í fremri sleglakvísl (65%). Alls létust 10 sjúklingar og höfðu fimm þeirra einnar æðar sjúkdóm, þrír tveggja æða og tveir þriggja æða sjúkdóm. Vinstri aðalstofn var þrengdur í tveimur tilvikum af 10. Brátt hjartadrep í aldurshópnum 25-41 árs er fyrst og fremst sjúkdómur karla. Undir tvítugsaldri er sjaldan hægt að rekja sjúkdóminn til æðakölkunar. Uppúr 25 ára aldri má oftast greina kransæðaþrengsli af völdum æðakölkunar hjá sjúklingum með brátt hjartadrep. Reykingar eru sterkasti áhættuþátturinn. Algengast er að um þrengsli í einni kransæð sé að ræða, oftast fremri sleglakvísl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.