Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.12.1986, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ 369 en staðbundnar skemmdir. Á lyfjadeild eru 50% sjúklinga 60 ára og eldri með glöp skv. prófinu og rúmur helmingur þeirra með alvarleg glöp. Álit reyndra aðstoðarlækna fylgdi niðurstöðum prófsins hvað best. Stöðugleiki prófsins við endurtekningu með stuttu millibili reyndist góður. Hjá fullorðnum vinnandi mönnum greindust ekki nein glöp með prófinu en á meðal háaldraðra utan sjúkrahúss greindust væg glöp í um 40% tilvika. ÓSKURÐTÆK LUNGNAKRABBAMEIN AF »NON-SMALL CELL« GERÐ Sigurður Árnason, Bergný Marvinsdóttir, Grétar Ólafsson, Sigurður Björnsson. Krabbameinsiækninga- og handlækningadeildir Landspítalans. Á árunum 1983-1985 var 117 sjúklingum með lungnakrabbamein vísað til krabbameinslækningadeildar Landspítalans, en það er um það bil 60% allra sjúklinga sem greindust með lungnakrabbamein á fslandi á tímabilinu. 77 reyndust með »non-small cell« krabbamein, 28 konur og 49 karlar. 25 (90%) konur og 48 (98%) karlar voru reykingamenn eða fyrrverandi reykingamenn, einn sjúklingur hafði aldrei reykt en upplýsingar vantaði um þrjá. Meðalaldur var 64 ár (48-78). Sjö reyndust með sjúkdóm á fyrsta stigi, fjórir á Öðru en 66 með þriðjastigssjúkdóm. 25 (30%) höfðu farið í »thoracotomiu«. Á krabbameinslækningadeildinni fengu 22 (28%) einungis stoðmeðferð, 38 (49%) geislameðferð eingöngu, 13 (18%) geisla- og lyfjameðferð og (5%) lyfjameðferð eingöngu. Miðlifun (»median survival«) var fimm mánuðir hjá sjúklingum með stórfrumukrabbamein (n 7), sex mánuðir hjá sjúklingum með slímyndandi krabbamein (n 36) en sjö mánuðir hjá sjúklingum með flöguþekjukrabbamein (n 30). Þetta er svipuð miðlifun og meðal sjúklinga sem fá einungis stoðmeðferð (skv. erlendum rannsóknum). 15 (20%) sjúklingar eru enn á lífi 4-22 mánuðum eftir greiningu, þar af hafa fjórir engin merki virks sjúkdóms 4-22 mánuðum eftir greiningu. Aukaverkanir af meðferðinni voru »þolanlegar«. SMÁFRUMUKRABBAMEIN í LUNGUM 1983-1985: ÁRANGUR MEÐFERÐAR Sigurður Árnason, Sigurður Björnsson, Tryggvi Ásmundsson, Magni Jónsson. Krabbameinslækninga- og lyflækningadeildir Landspítalans, lyflækningadeild Borgarspítalans. Af 117 sjúklingum með lungnakrabbamein, sem komu til meðferðar á krabbameinslækningadeild Landspítalans á tímabilinu 1983-1985, reyndust 40 (34%) með smáfrumukrabbamein. Fimmtán konur og 25 karlar. Meðalaldur kvennanna var 66 ár (51-74) en karlanna 62 ár (42-75). Helmingur sjúklinganna reyndust við meinvarpaleit hafa dreifðan sjúkdóm (þ.e. vöxt eða meinvörp utan whemithorax ipsilateralis«). Meðferðin sem gefin var: adriamycin 25 mg/m2 i.v. dag og og vincristin mg/m2 dag og etoposide 200 mg p.o. dag 2-5. Dag 22 cyclofosfamide 1000 mg/m2 i.v. og vincristin mg/m2 i.v. og etoposide 200 mg p.o. dag 23-26. Þessir tveir kúrar voru svo gefnir til skiptis út meðferðartímabilið á 3-4 vikna fresti í 36-45 vikur. Geislameðferð Gy/F var gefin á móðuræxlið og aðliggjandi eitlastöðvar dag 8, 15, 29, 36, 50 og 57 10-20 mg cisplatinum var gefið i.v. hálftíma fyrir geislun. Miðlifun reyndist vera sex mánuðir hjá sjúklingum með dreifðan sjúkdóm en níu mánuðir ef um staðbundinn sjúkdóm var að ræða. Tólf (30%) eru á lífi 4-34 mánuðum eftir upphaf meðferðar. Þar af hafa fjórir lokið meðferð og hafa engin merki um sjúkdóm 10-34 mánuðum eftir upphaf meðferðar. Aukaverkanir: nær allir sjúklingar fá einhverja geislafibrósu í lungun. Fjórtán sjúklingar hafa fengið sepsiseinkenni. Leukopenia (hvít blk < 1500) og anaemia (Hb < 100) eru algengar. Enginn sjúklinganna lést beinlínis af völdum meðferðar. Árangur þessarar meðferðar er heldur lakari hvað varðar meðallifun miðað við rannsóknir erlendis frá, en þess ber að gæta, að hér er um nær óvalinn hóp að ræða. Aukaverkanir hjá okkar sjúklingum virðast vægari (engin dauðsföll af völdum meðferðar) TÓBAKSVARNANÁMSKEIÐ Þorsteinn Blöndal, Bjarni Valtýsson, Bjöm Magnússon, Garðar P. Jónsson, Júlíus Björnsson, Nikulás Sigfússon, Sigurður Árnason. Lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðinni, lyflækningadeild Landspítalans, Reykjalundur, geðdeild Landspítalans, Rannsóknastöð Hjartaverndar, krabbameinslækningadeild Landspítalans. Á árunum 1984-1986 var 802 reykjandi konum og 892 körlum boðin þátttaka í tóbaksvarnanámskeiði á lungna- og berklavarnadeild. í MONIKU hluta rannsóknarinnar voru 86 einstaklingar, meðalaldur 45,5 ár. í ULRIKU hlutanum voru 96 einstaklingar, meðalaldur 38,3 ár. Um 13% þeirra kvenna og 9% þeirra karla, sem skrifað var, féllust á þátttöku og komu á námskeið. Námskeiðin byggðust upp á fimm fundum á 4-5 vikum. Fyrirlesið var um sögu og faraldsfræði tóbaks, um níkótín sækni, um léttar/sterkar sígarettur og óbeinar reykingar, um sjúkdómsfræði tóbaks og loks um áhrif þess að hætta að reykja. Síðan umræður. Hver þátttakandi fékk í upphafi möppu með öllu fræðsluefninu. Samanlagt tóku 182 einstaklingar þátt í námskeiðunum og var þeim skipt í 12 hópa með 9-20 þátttakendum í hverjum. Hver hópur fékk annað tveggja, Nicorett 4 mg eða placebo og var mælt með 1-3 mánaða notkun allt eftir þörfum. Skilyrði fyrir inngöngu í rannsóknina var að tilheyra úrtakinu, koma á a.m.k. einn fund og reykja. Engir voru útilokaðir, sem á annað borð komu á einn fund. Á þriggja mánaða fresti í eitt ár var haft símasamband við þátttakendur, hvort heldur þeir reyktu eða ekki. Hjá þeim, sem kváðust vera í reykbindindi eftir eitt á var til staðfestingar gerð mæling á kolsýringi í útöndunarlofti. Ef gildin mældust hærri en 10 (ppm) milljónustu hlutar eða þátttakendurnir mættu ekki í mælinguna voru þeir taldir reykja. Hættir að Reykja í maí 1986 - Áfangauppgjör Nicorette A Nicorette B Fylgitimi N °7o N °7o 3 mánuðir........... 38/77 49,4 61/92 66,3 6 mánuðir........... 23/48 47,8 35/75 46,7 9 mánuðir........... 12/29 41,4 27/57 47,4 12 mánuðir.......... 13/29 44,8 26/57 45,6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.