Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 249-53. 249 Auðun Svavar Sigurðsson, Garðar Guðmundsson, Bjarni Hannesson, Kristinn Guðmundsson SMÁSJÁRAÐGERÐIR VEGNA BRJÓSKLOSS í MJOBAKI. Árangur af aðgerðum á heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans 1981-1984. INNGANGUR Rúmur áratugur er nú liðinn frá því fyrstu niðurstöður birtust um árangur smásjáraðgerða við brjósklosi í mjóbaki, (1-3). Hérlendis voru fyrstu sjúklingamir skomir upp á þennan hátt á heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans sumarið 1981. Eftir það var skurðsmásjáin notuð í æ ríkari mæli og þykir nú ómissandi við þessar aðgerðir. I mörg undanfarin ár má segja, að við allar aðgerðir vegna brjóskloss í baki hafi skurðsmásjáin verið notuð. Hér á eftir fara nokkrar helstu niðurstöður könnunar, sem gerð var á hópi sjúklinga er gengust undir umrædda aðgerð á árunum 1981-1984. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Öllum sjúklingum, sem gengust undir smásjáraðgerð vegna brjóskloss í mjóbaki frá júní 1981 til loka desember 1984 á heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans, var sendur spumingalisti. Ennfremur voru sjúkraskrár þeirra kannaðar. Spumingalistinn var í 10 liðum og fer hér á eftir. 1. Núverandi starf. 2. Hefur þú þurft að skipta um starf eftir aðgerðina? Nánari skýring. 3. Ert þú í vinnu núna? Ef ekki, er það tengt bakvandamálum? 4. Hefur þú orðið fyrir áverka á baki síðan aðgerðin var gerð? Nánari skýring. 5. Hefur þú fengið einhverja meðferð vegna bakvandamála eftir aðgerðina? Skurðaðgerð (hvar/hvenær), lyfjameðferð, sjúkraþjálfun, kirópraktor, annað. Frá heila- og taugaskurödeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Auðun Svavar Sigurðsson. 6. Getur þú gefið okkur hugmynd um hvaða bót varð á verkjum þínum eftir aðgerðina? Mjög góð (verkir minnkuðu um 85% eða meira). Góð (50-85% bót). Þokkaleg (25-50% bót). Engin. Versnun. 7. Ert þú nú með verki? Ef svo var, var viðkomandi beðinn að teikna verkjastaðsetninguna/verkjadreifinguna á meðfylgjandi mynd. 8. Hversu lengi hefur þú haft núverandi verki? 9. Hvað veldur verkjunum? Beygja fram á við, seta, að lyfta hlutum, að sveigja bakið aftur, ganga (hve löng), ertið áreynsla? 10. Værir þú fáanleg/fáanlegur til að koma í nánari rannsóknir? Sjúklingamir gátu bætt við athugasemdum eða nánari upplýsingum í þar til gerðan reit. Sjúkraskrár voru síðan lesnar og leitað þar að fylgikvillum við aðgerðina og ennfremur skráðar niðurstöður mænumyndatöku (myelografia). NIÐURSTÖÐUR Af 170 sjúklingum, sem sendur var spumingalistinn svöruðu 146 (86%). Svör bárust ekki frá 24, þrátt fyrir ítrekanir. Þrír voru látnir. Áttatíu og sex karlar (59%) svömðu. Sá yngsti 17 ára gamall, en sá elsti 66 ára. Miðtala aldurs var 36.5 ár. Konur voru 60 (41%), sú yngsta 20 ára en sú elsta 63 ára. Miðtala aldurs var 38.5 ár (mynd 1). Fylgitími var frá 17 til 57 mánuðir, miðtala 31.5 mánuðir (mynd 2). Sextíu af hundraði sjúklinga töldu sig fá mjög góða bót verkja sinna og 26% góða bót, samtals 126 sjúklingar (86%). Þokkalega bót fengu 16 sjúklingar (11%), en fjórir (3%) töldu sig óbreytta. Enginn taldi sig verri eftir aðgerðina (mynd 3).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.