Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 16
258 LÆKNABLAÐIÐ 2. Einkirningasóttarlíki: Svo virðist sem HHV-6 geti valdið einkimingasóttarlíki (10,11), sem svipar mjög til sýkinga af völdum tveggja annarra skyldra herpesveira, þ.e. Epstein Barr veiru (EBV) og cytomegaloveiru (CMV). Er sjúklingurinn venjulega kominn af bamsaldri og um hitapest er að ræða með afbrigðilegum eitilfrumum og eitlastækkunum einkum á hálsi. Stundum reynast lifrarpróf óeðlileg. Sýnt hefur verið fram á IgM og hækkandi IgG mótefni gegn HHV-6. 3. Lifrarbólga: Greint hefur verið frá nokkrum tilfellum af lifrarbólgu, sem talið er að HHV-6 hafi valdið, þar sem sýnt var fram á hækkandi mótefni gegn HHV-6 (10- 12). Sum voru í fullorðnum og gengu yfir án vandkvæða, en þriggja mánaða barn lést að því er virðist vegna lifrarbólgu af völdum HHV-6 (13). Margar fleiri tilgátur um tengsl HHV-6 við sjúkdóma hafa verið settar fram, svo sem í: T-eitilfrumuæxli í húð (cutaneous T-cell lymphoma) (1), ónæmiskímfrumuæxli (immunoblastic lymphoma) (1), bráðu eitilfrumuhvítblæði (acute lymphocytic leukemia) (1), afbrigðilegum fjölræktar eitilfrumuvexti (atypical polyclonal lymphoproliferation) (14) og B-eitilfrumuæxli (B-cell lymphoma) (14,15). Frá þessum sjúkdómum hefur verið hægt að rækta veiruna eða sýna fram á kjamsýru hennar í meinum. I nokkrum sjúkdómum hafa fundist mótefnahækkanir miðað við samanburðarhópa. Má þar nefna: sjúkdóm Hodgkins (16), eitlaæxli Burkitts (16), brátt eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukemia), (16) brátt sarklíki (acute sarcoidosis) (16), heilkenni Sjögrens (16). Sennilega á HHV-6 engan þátt í orsök þessara sjúkdóma, en frekari rannsóknir verða að skera úr um það. Líklegt er að veiran endurvakni frekar eins og aðrar herpesveirur í ýmsum sjúkdómum einkum í ónæmiskerfinu og er þá auðveldari í einangrun og gæti valdið hækkun á sértækum mótefnum. Einnig hefur verið nefnt að HHV-6 gæti átt hlut að máli í þráþreytu (chronic fatigue syndrome) (17). Bent hefur verið á heldur hærri mótefni gegn HHV-6 í sjúklingum með þráþreytu miðað við samanburðarhópa. Slíkar niðurstöður er einnig erfitt að túlka og því samband þráþreytu og HHV-6 afar óljóst. SAMSPIL HHV-6 VIÐ AÐRAR VEIRUR Svo virðist sem samspil geti verið milli eyðniveirunnar (HIV) og HHV-6 (18-20). HHV-6 virðist geta hvatt HIV vöxt í frumum, sem eru sýktar með báðum veirunum, enda þótt þetta hafi einnig verið dregið í efa (21). Gæti samspil veira flýtt fyrir tilkomu einkenna í HIV sýkingu. Hægt er að ímynda sér samspil ýmissa veira, til dæmis HHV-6 og annarra í krabbameinsmyndun, en engar tilraunaniðurstöður hafa bent til að svo sé. NÁTTÚRULEG SÝKING Hvemig hagar HHV-6 sér í þjóðfélaginu? Mótefnamælingar hafa leitt í ljós að 85- 95% fólks á Vesturlöndum og enn fleiri í þriðja heiminum hafa mótefni gegn HHV-6 og þannig merki um fyrri sýkingu (22,23). Flestir virðast sýkjast á fyrstu tveimur árum ævinnar og einkum því fyrsta, þegar mótefni frá móður hverfa. Kemur þetta vel heim og saman við þær niðurstöður, að mjög oft er hægt að rækta HHV-6 úr munnvatni frá heilbrigðum einkennalausum einstaklingum (23,24). Virðist því veiran oft vera skilin út í munnvatni, gagnstætt hinum herpesveirunum, sem eru þekktar að því að skiljast sjaldnar út í endurvakningarástandi. Líklega er þá oftast um að ræða smit með munnvatni frá móður eða foreldrum til barna. Sennilega berst veiran ekki með brjóstamjólk (25). Að líkindum fá flest böm aðeins væga hitapest eða jafnvel engin einkenni af HHV-6 sýkingu, en nokkur fá roseola infantum og einungis fáein önnur einkenni og þá einkum ef sýking dregst til tánings- eða fullorðinsára. GREINING OG MEÐFERÐ Veirugreining felst einkum í mótefnamælingum, þ.e. IgM svar og hækkandi IgG. Eru þessar mælingar gerðar á sumum stöðum erlendis og stefnt verður að því að taka þær upp hérlendis. Einnig er hægt að rækta veiruna í eitilfrumum, en fara verður með gát við túlkun niðurstaðna. Meðferð sjúklinga með veirulyfjum hefur ekki verið lýst, en þess ber að geta að HHV-6 er næm fyrir acyclovir og gancyclovir, þ.e. þekktum herpeslyfjum (26).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.