Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 38
276
LÆKNABLAÐIÐ
leiðbeiningar um ungbamaeftirlit (10) og
staðal fyrir heimilislækningar (11).
Staðall fyrir heimilislækningar var saminn af
rekstramefnd Félags íslenskra heimilislækna
1986. Markmiðið var að setja félaginu
og félagsmönnum lágmarksstaðal um
hvað teldust góðar heimilislækningar. í
staðlinum er meðal annars fjallað um: 1.
Starfshætti heimilislækna. 2. Starfsfólk
á heilsugæslustöð/heimilislæknastöð. 3.
Húsnæði fyrir heilsugæslu. 4. Búnað á
heilsugæslustöð/heimilislæknastöð.
í staðlinum er lögð áhersla á að:
Heimilislæknir sinni vandamálum afmarkaðs
hóps.
Heimilislæknir veiti þessum hópi alhliða
þjónustu.
Heimilislæknir leggi stund á heilsuvemd.
Ákvæði um aðgengileika sjúklinga að
þjónustunni séu skýr.
Sjúkraskrár skuli vélritaðar,
notaðar vandaliðaðar sjúkraskrár,
fjölskyldusjúkrarskrár og tölvuúrvinnslu verði
beitt sé þess kostur.
Teymisvinna sé æskileg.
Heimilislæknir stundi viðhaldsmenntun /
símenntun.
Hér á íslandi hafa því miður ekki verið
stundaðar miklar rannsóknir á þessu sviði
í heilsugæslunni og úr því þyrfti að bæta.
Nauðsynlegt er að kanna hver sé árangur
af vinnu lækna og þeirri þjónustu, sem
sjúklingum er veitt. Gallinn við flestar
rannsóknir varðandi gæðaeftirlit er að þær
geta lítt metið, hvemig læknirinn reynist
sjúklingum sínum, þ.e. læknislistina sjálfa.
Erfitt er að meta þann metnað, sem sérhver
læknir leggur í að sinna sjúklingum sínum
og þann áhuga, sem hann sýnir vandamálum
einstakra sjúklinga á erfiðum tímum í lífi
þeirra. Hér reynir þó mest á í læknislistinni og
ef til vill ættu menn að beina sjónum sínum
að þessu sviði, þegar gæði læknisþjónustu
eru metin. Rétt er að hafa í huga að markmið
okkar er ekki einungis að lækna sjúkdóma
heldur að hugga og styrkja sjúklinginn í
raunum hans og veikindum. Slíkt verður þó
ætíð erfitt að mæla.
HEIMILDIR
1. Lohr KN, Brook RH. Summary. In: Lohr KN, ed.
Quality Assurance in Medicine. Experience in the
Public Sector. Santa Monica, Califomia: The Rand
Corporation, 1984.
2. Donabedian A. The Quality of Medical Care. A
concept in Search of a Dcliniton. J Fam Pract 1979;
9: 277-84.
3. Schroeder SA. Medical Technology and Academic
Medicine: The Doctor-Producers’ Dilemma. J Med
Educ 1981; 56: 634-9.
4. Haffner AN, Jonas S, Pollack B. Regulating the
Quality of Patient Care. In: Jesus J, Pena JJ, et al, eds.
Hospital Quality Assurance, risk management and
program evaluation. Rockville, Maryland: Aspen
publications, 1983.
5. Royal College of General Practitioners. What Sort
of Doctor? Assessing Quality of Care in General
Practice. Report from General Practice 23. London:
The Royal College of General Practioners, 1985.
6. Royal College of General Practitioners. Quality in
General Practice. Policy Statement 3. London: The
Royal College of General Practitioners, 1985.
7. The College of Family Physicians of Canada.
Maintainance of Certification. Willowdale, Canada:
The College of Family Physicians of Canada, 1987-
1988.
8. Protocol for FPS Quality Assurance. Ljósritaðar
leiðbeiningar frá Jackson Memorial Hospital.
University of Miami, Department of Family
Medicine, 1984.
9. Guðmundur Sigurðsson, Guðjón Magnússon, Helgi
Sigvaldason, Hrafn Tulinius, Ingimar Einarsson,
Olafur Olafsson. Egilsstaðarannsóknin. Sjúkraskrár
fyrir heilsugæslustöðvar og tölvufærsla upplýsinga.
Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1980, nr. 1. Reykjavík:
Landlæknisembættið, 1980.
10. Handbók fyrir heilsugæslustöðvar. Reykjavík:
Landlæknisembættið. 1983.
11. Bjami Jónasson, Gunnar Baarregaard, Katrín
Fjeldsted, Leifur N. Dungal. Starfsemi og
starfsaðstaða. Staðall. Reykjavík: Félag íslenskra
heimilislækna, 1986.