Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 12
256 LÆKNABLAÐIÐ og gáfu sér góðan tíma. Þeir vissu eins og Jón fomi að »flangrirðu með lausung þangað, yfirborðs glepsi, handa hrifsi, hismi náir, en eingum tisma.« Það ræður af því, sem fyrr var sagt, að röntgenskoðun ein getur aldrei verið örugg bending til aðgerðar eða frá. Mænumynd (myelografia) eða tölvusneiðmynd af hrygg geta verið jákvæðar og engir verkir verið eða neikvæðar og sjúklingur berst lítt af. Til þess að ráðast í að fjarlægja hryggþófahlaup þarf að vera vissa um þrýsting á taugarót og það finnst við skoðun, finnist engin þrýstingsmerki, er þarflaust að taka þófakjama. Nú er meira en tugur ára síðan ég gerði síðast aðgerð á baki. Þá var ekki um að ræða hér aðrar röntgenskoðanir á mænugöngum en mænumyndatökur. Ég lét því aðeins gera þær, að grunur gæti verið um æxli og það var sjaldan. Mænumyndatökur em ekki hættulausar og hafa aldrei verið. Nú geta tölvusneiðmyndir komið í þeirra stað. Alltaf eru fræðin að mjakast áfram. Nú eru þófakjamar teknir í gegnum gat, sem er lítið stærra en nálarauga. í upphafi var fjarlægð öll liðbogaþynnan og kannski tvær þeirra og farið í gegnum mænusekk. Það er mikil breyting. Hinsvegar trúi ég að lítil breyting hafi í raun orðið á ábendingum til þessara aðgerða, þó oftar sé kjaminn tekinn nú en áður og þá stundum fyrir sakleysi. Er þá árangur eftir því. Hryggþófahlaup sem þrýstir á taugarót verður langoftast í tveimur neðstu bilunum í lendahrygg, stöku sinnum í því þriðja talið neðan frá og örsjaldan úr því. Þó ætíð sé hægt að finna þrýsting á taugarót með skoðun, þá getur vafist fyrir mönnum að segja, frá hvorum af tveimur samliggjandi hryggþófum hlaupið er komið. Þegar nú farið er að nota smásjárskurðtækni við þessar aðgerðir, þarf staðsetningin að vera nákvæm og getur þurft röntgenmynd til þess. Þessar aðgerðir eru gerðar vegna verkja. Kvarðinn á árangur er sá einn, að verkjum linni. Séu verkir eins eftir aðgerð er orsökin annað tveggja, að ábending til aðgerðar hefir ekki verið rétt eða að læknirinn hefir ekki ráðið við aðgerðina. Það er raunalegt hve margir sjúklingar hafa verið skomir vegna »brjóskloss« og hafa enga bót fengið. Hitt er gleðilegt, að árangur taugaskurðlæknanna, sem lýst er í þessu blaði, er góður. Þar sýnist hvort tveggja vel í lagi, sjúkdómsgreining og aðgerðatækni. Ég hygg að árangur þeirra - fullur bati hjá 86% sjúklinga - sé svo góður, að ekki sé hann annars staðar betri. Bjarni Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.