Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 22
264 LÆKNABLAÐIÐ athugavert við nafn deildarinnar?«, »Hvað á svona deild að nefnast?«. Þar svöruðu 890 af 957 fyrri spurningunni og 798 af 957 þeirri seinni. Spurningin um hvort erfitt væri að fá frí úr vinnu, féll niður um tíma en einungis 17 svöruðu að svo væri og töldust því niðurstöður þar ómarktækar. UMRÆÐA Húð- og kynsjúkdómadeild á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur hefur lengi verið útundan í fjárveitingum og hefur verið erfitt að fá tæki til deildarinnar, svo sem tölvu. Þetta gerir úrvinnslu gagna erfiða, bæði í daglegum rekstri og í rannsóknum sem þessari. Tilveruréttur sérhæfðrar deildar sem þessarar hefur jafnvel verið dreginn í efa og þá talið að starfseminni væri betur komið annarstaðar svo sem á smitsjúkdómadeildum eða jafnvel heilsugæslustöðvum. Hugsanlegt er að slfk sjónarmið eigi þátt í hve erfið starfsaðstaðan hefur verið. Með þetta í huga var könnunin framkvæmd. Vegna eðlis sjúkdómanna var ekki hægt að fá nákvæmar persónulegar upplýsingar um sjúklingana svo sem aldur og þá meðalaldur, því það hefði í sumum tilfellum gert okkur kleift að vita hvaða einstaklingur svaraði listanum. í heild má segja að niðurstöðurnar hafi verið ánægjulegar, þar eð meirihluta aðspurðra fannst móttökumar góðar, (644 af 785 sem svöruðu). En margs ber að gæta í slíkum svörum. Margir sem koma á deildina eru áhyggjufullir, en fá e.t.v. strax svör sem hafa veruleg róandi áhrif sem síðan kemur fram í svörum á spumingalista. A hinn bóginn fá aðrir niðurstöður, sem valda áhyggjum, t.d. ef maki þarf að koma til rannsókna! Það sem flestum þótti bagalegt var löng bið. Þar sem deildin er opin og engra tímapantana er þörf, koma stundum upp þær aðstæður, að margir koma í einu, og leiðir það til langrar biðar. Einnig koma upp erfið tilvik sem taka langan tíma, eins og annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Ef teknar eru upp tímapantanir, verður nýting mótttökunnar mun minni, og búast má við að einhverjir þyrftu að bíða, jafnvel nokkra daga. Þetta hefur ætíð þótt afleitur kostur því angistin sem fylgir grun um kynsjúkdóm er mikil. Oftast er biðin 5-20 mínútur, en getur orðið alltað 60 mínútum. Þar sem biðin var stundum löng voru margir í tfmaþröng og er það að hluta til orsök þess að listum var fleygt ósvöruðum, sem lýsir ennfremur óánægju með biðina. Svo virðist sem fremur hljótt hafi farið um þessa deild því flestir aðspurðra höfðu ekkert heyrt um viðmót eða móttökur áður en komið var. Þeir sem eitthvað höfðu heyrt, heyrðu oftast eitthvað jákvætt enda ekki við að búast að þeir sem heyrðu eitthvað neikvætt kæmu! Oft hefur heyrst að sjúklingur með grun um kynsjúkdóm vilji helst ekki gefa upp nafn, en þetta er ekki reyndin hér, því einungis 3.1% svöruðu þar um játandi. Einnig mætti segja hér að þeir sem ekki vilja gefa upp nafn komi ekki. Margir kvarta yfir því að erfitt sé að fá frí úr skóla og virðist sem sumir skólar hleypi ekki nemendum til læknis nema með því að þeir gangi á það frí sem þeir hafa til heildarumráða, og er þetta afleitt. Eitt helsta verkefni kynsjúkdómadeildar er að rekja smit. Mikill tími og vinna fer í þetta og skilar það oft ánægjulegum árangri. I þessari könnun má sjá, að a.m.k. 252, eða 19.9% komu að beiðni okkar (súlurit I, liðir 2,3 og 4). Svo virðist sem margir komi á deildina vegna ráðlegginga kunningja eða vegna þess að starfsfólk deildar hafi beðið þá að koma (súlurit I, liðir 5 og 6). Athyglisvert er að einungis 4% eða 51 af 1266 kom frá heimilislækni en heldur fleiri eða 6.9% frá öðrum læknum. Af þessu má sjá, að vísanir lækna eru ekki miklar en við skoðun sjúklinganna sjáum við að þær mættu vera fleiri! Svör við spurningu um nafn deildarinnar eru áhugaverð. Miklum meirihluta aðspurðra fannst ekkert athugavert við nafnið. Spurningunni svöruðu 890 af þeim 957 sem hana fengu. Af þessum 890 svöruðu 88% því að ekkert athugavert væri við nafnið, en 81.8 ef reiknað er af öllum sem fengu spuminguna eins og gert er í töflunni. I spurningunni um hverjar mótttökumar hefðu verið svöruðu 79.9% að þær hefðu verið góðar, en í næstu spumingu á eftir kemur fram að 41.1% fannst biðin löng, auk annarra athugasemda. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt en svo er þó ekki þegar betur er að gáð. Móttökur geta verið góðar þótt sjúklingur hafi athugasemdir, svo sem að biðin hafi verið löng!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.