Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 8
252 LÆKNABLAÐIÐ í baki. Hægt er að taka sneiðmyndir af því liðbili þar sem brjósklosið er talið liggja. Sneiðmyndatækið sýnir einnig allvel hvort beingerð þrengsli klemma að taugarótum. Sá er þó munurinn, að við mænumyndatöku sjást allar mjóbaksrætumar og betri yfirsýn fæst yfir aðra sjúkdóma sem geta gefið svipuð einkenni, eins og til dæmis æxli í mænugangi. Síðan komu skurðsmásjámar til sögunnar og voru notaðar fyrst við brottnám á brjósklosi á árunum 1977-1978 (2). Æ síðan hefur þessari aðferð vaxið fiskur um hrygg og sífellt bætast fleiri taugaskurðlæknar í hópinn, sem nota skurðsmásjá við þessar aðgerðir. Aðgerðinni, eins og hún er framkvæmd á Borgarspítalanum, skal nú lýst nánar. Fyrir allar okkar aðgerðir á baki eru gerðar mænumyndatökur, eða teknar tölvusneiðmyndir. í aðgerðinni er gerður stuttur skurður, hálfönnur til tvær fingurbreiddir á lengd í mjóbakið á móts við viðkomandi hryggtinda, annaðhvort í miðlínu eða rétt utan við miðlínu. Aðeins hluti af viðkomandi liðbogaþynnu er frílagður og síðan kringtf*) úr þeim dálítið, til að komast að bogabandinu (lig. flavum). Þegar komið er inn úr bogabandinu, ber mænusekkinn og viðkomandi rót fyrir augu. Leitað er að brjósklosinu, það fjarlægt og allur laus vefur fjarlægður úr liðbilinu. Notkun skurðsmásjárinnar gerir það að verkum, að húðskurðurinn getur verið mjög stuttur. í djúpinu sjást svo allir vefir mjög vel og því er auðveldara að hlífa þeim við hnjaski, þannig er minni hætta á örvefsmyndun síðar. Hinsvegar er enn lítið hægt að gera til að fyrirbyggja að nýtt brjósklos geti orðið til, en slíkt gerist í stöku tilfellum. Ljóst er að þær breytingar sem verða í mjóbaki manna með aldrinum, verða ekki allar læknaðar með aðgerð. Það kemur því ekki á óvart, þótt hluti sjúklinganna hafi bakverki og jafnvel verki sem leiða ofan í fót, eftir aðgerð sem er tæknilega vel heppnuð. Verkimir í fætinum geta verið vegna örvefsmyndunar við taugina, en engin leið er að segja til um hvort sjúklingur hefði verið betri án aðgerðar, því vitað er að brjósklosið sjálft getur aflagað taugina og valdið þar verulegri örvefsmyndun (7). Einnig er vitað, að þegar frá líður er lítill munur á sjúklingum hvort sem þeir hafa verið skomir upp eða ekki við brjósklosi í mjóbaki (8). En hver er þá tilgangurinn með aðgerð? Hann er sá, að með því að fjarlægja brjóskið og aflétta þannig þrýstingi og togi á taugina snarbatnar líðan sjúklingsins í flestum tilfellum. Hér er því verið að meðhöndla fólk sem er þungt haldið af verkjum og það fær strax sýnilegan bata af aðgerðinni. Hins vegar er mjög mikilvægt að aðgerðin sé sem nákvæmust og ekkert sé gert sem geti skaðað eða veikt þá vefi sem eru hlutar af stoðkerfi hryggjarins. Þessu markmiði teljum við okkur ná með því að nota skurðsmásjána. Erlendir höfundar telja að skurðsmásjáraðgerð á brjósklosi í baki nái tilgangi sínum á sambærilegan hátt og venjulegt þynnunám (laminectomy), þ.e.a.s. fjarlæging á brjósklosinu og þeim lausa bandvef sem næst úr liðbilinu, en að auki tala menn um styttri legutíma, þar sem aðgerðin feli í sér minna inngrip en venjulegt þynnunám og að minni skerðing verði á beini, vöðvafestum og bandvef og því hugsanlega minni hætta á bakvandamálum síðar meir (9,10). SUMMARY A self-evaluation request form was sent to 170 patients operated on for lumbar disc hemiation by microsurgical technique, from June 1, 1981 to December 31, 1984. One hundred forty six patients replied. Of those 86% rated themselves good to excellent and none rated him-/herself worse. 81.5% retumed to former job, but 18.5% had to change jobs because of back symptoms. There was no significant difference between heavy labourers and those who held light jobs. Women fared significantly worse than men. Of those who had residual pain 78% had leg pain but 22% had back pain only, 6 patients had to be reoperated for recurrent disc. (*): að kringja: að klippa bogadregna ræmu úr hálsmáli o.fi., hér notað um það hvemig tekið er úr brúnum liðbogaþynna til að komast inn í mænugöngin. íslensk orðabók Menningarsjóðs, 1963.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.