Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 26
266
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 266-72.
Jóhann Ag. Sigurösson", Hjalti Kristjánssonl), Guöjón Magnússon", Leif Berggren21
SKOÐANIR LÆKNA Á STARFSSVIÐUM
SÉRGREINA V.
Aukið starfssvið, virðing heimilislækninga og
áætlanir um verkaskiptingu
ÁGRIP
í þessari rannsókn eru athugaðar skoðanir
lækna á útþenslu og stöðu (status)
heimilislækninga og áætlanagerða um
verkaskiptingu sérgreina. Fram kemur
að aðrir en heimilislæknar telja að aukin
umsvif heimilislækninga séu á kostnað
annarra sérgreina. Heimilislækningar virðast
njóta sömu virðingar og aðrar sérgreinar
innan stéttarinnar eða þjóðfélagsins, en
heimilislæknamir sjálfir eru efins um að svo
sé. Ágreiningur er á milli heimilislækna
og sérfræðinga um nánari samvinnu á
heilsugæslustöðvum. Flestir eru sammála um
gagnsemi áætlanagerða um verkaskiptingu.
Þessi grein er sú síðasta af fimm í ritröðinni
um skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina
(1-4). í fyrri greinum kom fram að faghópar
hafa almennt tilhneigingu til þess að hasla
sér eins stóran völl á sínu sviði og mögulegt
er (conceptual eða non-physical territorial
behaviour). Þessi hneigð skiptir miklu máli
varðandi ágreining sem skapast getur þegar
nýjar sérgreinar fara yfir á svið þeirra sem
fyrir eru.
INNGANGUR
Staða fagfélags og virðing sú er það nýtur í
þjóðfélaginu skiptir miklu máli varðandi vald
og verksvið þess (5). Á næstu áratugunum
eftir heimsstyrjöldina síðari varð mikil
sérhæfing í læknisfræðinni og uppbygging
sjúkrahúsa hröð. Á sama tíma fækkaði
heimilislæknum. Nefnd sem skipuð var
á vegum Reykjavíkurborgar árið 1963,
taldi að skýringin á þessari fækkun væri
sú að heimilislæknisstarfið nyti ekki þeirrar
Frá '^læknadeild Háskóla íslands/heimilis- og
félagslæknisfræöi, 2)Nordiska Hálsovárdshögskolan,
Gautaborg. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jóhann Ág.
Sigurðsson.
virðingar meðal lækna og almennings sem því
bæri (6). I áliti nefndarinnar segir ennfremur
að til þess að tryggja stöðu heimilislækninga
verði að gera fagið að sérgrein og koma á fót
kennarastólum við læknadeild Háskóla Islands.
Heilbrigðisyfirvöld, Læknafélag Islands og
læknadeild studdu síðan tillögur um að efla
greinina aftur. Heimilislækningar voru gerðar
að sérgrein árið 1970 (7) og fyrsti sérmenntaði
heimilislæknirinn lauk því námi 1972.
Ný lög um uppbyggingu heilsugæslunnar
voru sett árið 1973 og skipaðir voru tveir
lektorar í heimilislækningum við læknadeild
á árunum 1976 og 1977 (8). Þróunin síðustu
tvo áratugina hefur því frá upphafi verið
samkvæmt ákveðinni áætlun, enda þótt hún
hafi verið hægari en ætlað var í fyrstu. Á
síðustu 10 árum hefur læknum einnig fjölgað
umtalsvert (um 200%) í öðrum sérgreinum
hér á landi (9), enda þótt ekki hafi verið til
sambærilegar áætlanir um þá fjölgun. Engu
að síður benda fyrri rannsóknir til þess að
mörgum hafi fundist efling heimilislækninga
vera of hröð og oft á kostnað annarra
sérgreina (2-5). Tilgangurinn með þessari
grein var því að athuga skoðanir lækna á
umsvifum heimilislækna og þá virðingu eða
stöðu sem þeir njóta innan stéttarinnar eða
þjóðfélagsins.
Víða eru gerðar faglegar ráðleggingar um
það, hvernig staðið skuli að ákveðnum
verkum t.d. ungbama- og mæðravemd (10)
eða eftirliti með háum blóðþrýstingi (11). I
sumum tilvikum er einnig tekið fram, hvaða
sérgreinar eigi að sinna ákveðnum verkþáttum
og hvenær ástæða sé til að vísa til annarra
sérfræðinga (11). Tilgangurinn er fyrst og
fremst að bæta þjónustuna og einnig að
skilgreina verksvið vissra sérgreina. Lítið
hefur verið um slíkar tillögur hér á landi og
því hefur ekki verið athugað hvort læknar telji
ákveðnari verkaskiptingu geta komið í veg