Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 265 Skýringin á því að einungis 798 (82.1%) svöruðu síðustu spumingunni um nafn er líklega sú, að þeim sem ekkert fannst athugavert við nafnið, samanber spuminguna fyrir ofan, svöruðu engu í neðstu spumingunni um hvert nafnið ætti að vera, og því mætti telja að enn fleiri, en fram kemur í niðurstöðunum, teldu nafnið húð- og kynsjúkdómadeild góðan valkost. Önnur nöfn svo sem smitsjúkdómadeild og kynsjúkdómadeild guldu mikið afhroð. Við drögum þá ályktun af þessu, að ungt fólk í dag vilji kalla hlutina sínum réttu nöfnum en ekki fela þá undir nýjum nöfnum, sem ekki gefa beint til kynna, um hvað er að ræða. Svipaðar niðurstöður komu fram í könnun framkvæmdri í Svíþjóð 1989-90 (4). Feimni er vissulega til staðar, því margir vilja ekki koma á »kynsjúkdómadeild« (2), en samt sem áður er mikill fjöldi sem sækir þjónustu á húð- og kynsjúkdómadeild, eða um 2500 einstaklingar á ári síðustu þrjú ár (3). Þetta er mikill fjöldi fyrir litla deild og ræður hún vart við meira eins og ástandið er nú. Könnun þessi gaf okkur upplýsingar um það sem við þurfum helst að lagfæra, en einnig um það sem virðist ganga vel. Óhætt er að ráðleggja starfsfólki annarra móttökudeilda að reyna að komast að því hvað notendur þjónustunnar hafa um hana að segja, og lagfæra síðan það sem hægt er. SUMMARY A survey was conducted on attitudes towards »The Dermatology and Sexually Transmitted Disease polyclinic« in Reykjavík. This clinic is mainly for STD. 1500 questionnaires were distributed and 1266 answers retumed. 20% of respondents came as a direct result of our contact tracing and 29% came on recommendation by friends, but 11% were referred by physicians. Approximately 50% had no prior knowledge of the department. Approximately 80% were pleased with the receptions at the department, but 1.2% were not. The main complaint was long waiting time (41%) but 3% were somewhat displeased with the staff. 81.8% found the present name of the department appropriate. When given a choice of a few names, 59.0% voted for the present name, 11.9% voted for »lnfectious disease outpatient clinic« and 6% for »Department of sexually transmitted diseases«. HEIMILDIR 1. Holmes KK, MSkdh. PA, Sparling PF, Wiesner PJ. Sexually Transmitted Diseases. New York: Mc Graw- Hill Book Company, 1984. 2. Hammond D, Maw RD, Mulholland M. Personality types of women attending an STD clinic: correlation with keeping first review appointments. Genitourin Med 1989; 65: 163-5. 3. Arsskýrslur Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur 1985-89. 4. Löwhagen GB, Hákanson C. Obirtar niðurstöður úr könnun á viðhorfum til kynsjúkdómadeildar við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. VIÐBÆTIR: SPURNINGALISTI Könnun á viðhorfum til deildarinnar - Kona - Karl - Komið hingað áður Af hverju komstu á þessa deild? - Enginn sagði mér frá deildinni - Fékk bréf/símtal frá deildinni - Vinkonu minni var sagt að láta mig koma - Vini mínum var sagt að láta mig koma - Vinur minn ráðlagði mér að koma - Vinkona mín ráðlagði mér að koma - Vísað af heimilislækni - Vísað af öðrum lækni - Önnur ástæða - hver? Hvað hafðir þú lieyrt um deildina áður en þú komst? - Slæmar móttökur - Góðar móttökur - Ekkert heyrt um viðmót eða móttöku Hverjar voru móttökurnar? - Góðar - Ekkert athugavert/sæmilegar móttökur - Slæmar Hvað var athugavert? - Löng bið - Ónærgætni lækna - Ónærgætni hjúkrunarfræðings/ritara - Umgangur um skoðunarherbergi - Erfitt að gefa upp nafn, fæðingardag og heimilisfang - Erfitt að fá frí úr skóla - Erfitt að fá frí úr vinnu Er eitthvað athugavert við nafn deildarinnar? - Já - Nei Hvað á svona deild að nefnast? - Húð- og kynsjúkdómadeild - Kynsjúkdómadeild - Smitsjúkdómadeild - Annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.