Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
281
af völdum BVH. Segaleysandi meðferð
hefur verið beitt með árangri (84-86) og
er sjálfsagt að reyna til að hindra drep
samkvæmt viðeigandi ábendingum (87,88).
Skurðaðgerðum hefur einnig verið beitt í
þessu augnamiði (8-10).
3. Endurtekin blóþynning síðar: Þegar ekki
er þörf á hraðvirkri blóðþynningu, er sem
betur fer oft unnt að blóðþynna sjúklinga með
kúmaríni eingöngu (89). Þurfi hinsvegar að
beita hraðvirkri blóðþynningu síðar ber að
reyna að fyrirbyggja BVH með einhverjum
ráðum sé heparín gefið aftur, eða nota óskyld
lyf þegar kostur er. Líklegt er að hirúdín eða
ancrod muni í náinni framtíð verða kjörlyf
þegar heparfn gagnast ekki einsog t.d. við
BVH (68,77-79). í þremur sjúklingum var
skammtímaendurgjöf heparíns án aspiríns
reynd við hjarta-og æðaskurðlækningar eftir
að samloðunarpróf urðu neikvæð og olli
það ekki endurteknum einkennum (90). í
umdeilanlegri afturvirkri rannsókn, sem ekki
getur um samloðunarpróf fyrir endurgjöf
heparíns, telja höfundar aspirín og dipyridamól
hafa komið í veg fyrir segamyndun en ekki
blóðfiögufæð (72), en í öðrum rannsóknum er
verkun aspiríns breytileg (61,73,91). Nýr og
mjög áhugaverður möguleiki er gjöf iloprost
með heparíni. Iloprost er prostasyklínskylt lyf,
sem hefur sýnt sig að hindra alla samloðun
og grjónalosun við BVH í tilraunaglösum og
virðist virkara en aspirín (47,61,92). Iloprost
hefur verið beitt að því er virðist með betri
árangri en aspinni við endurgjöf heparíns
í sjúklingum, þótt það virtist ekki hindra
blóðflögufæð eða flöguhvatningu algerlega
(93,94).
Meðferð BVH er á margan hátt ófullnægjandi,
ekki síst þegar þörf er á endurgjöf hraðvirkrar
blóðþynningar. Er því mikilvægt að reyna
að fyrirbyggja ástandið eða greina það áður
en segamyndun kemur fram. Við núverandi
aðstæður er það best gert með styttingu
heparíngjafar, hugsanlega með notkun
svínaheparíns frekar en nautaheparíns og með
því að hefja kúmaríngjöf samtímis heparíni.
Blóðflögur skyldi einnig mæla a.m.k. á þriggja
til fjögurra daga fresti og stöðva heparíngjöf
ef blóðflögufæð af völdum heparín-háðrar
flöguhvatningar greinist.
SUMMARY
There are two types of heparin-induced
thrombocytopenia (HIT). The mild type I HIT is of
no clinical consequence and is caused by a direct
heparin induced primary wave platelet aggregation.
On the other hand type II HIT can be severe
and associated with thrombotic complications as
well as significant mortality. Current evidence
suggests that type II HIT is caused by the
formation of heparin-IgG immunecomplexes on
the surface of platelets and endothelial cells. The
immunecomplexes cause platelet granule release
reaction, irreversible platelet aggregation and
possibly tissue factor expression on endothelial
cells. Consequently thrombocytopenia and
sometimes thrombosis occurs. The uncomplicated
type II thrombocytopenia is self-limited and
resolves on discontinuation of heparin, but primary
and secondary prevention as well as treatment of
new thrombosis remains a challenge for clinicians.
Therapeutic options include antiplatelet agents, old
and new antithrombotic agents and thrombolytic
therapy.
HEIMILDIR
1. Copley AL, Robb TP. The effect of heparin in vivo
on the platelet count in mice and dogs. Am J Clin
Pathol 1942; 12; 563-70.
2. Fidlar E, Jacques LB. The effect of commercial
heparin on the platelet count. J Lab Clin Med 1948;
33: 1410-23.
3. Ansell J, Deykin D. Heparin-induced
thrombocytopenia and recurrent thromboembolism.
Am J Hematol 1980; 8: 325-32.
4. Chong BH. Grace CS, Rozenberg MC. Heparin-
induced thrombocytopenia; effect of heparin platelet
antibody on platelets. Br J Haematol 1981; 49: 531-
40.
5. King DJ, Kelton JG. Heparin associated
thrombocytopenia. Ann Int Med 1984; 100: 536-40.
6. Atkinson JLD, Sundt TM, Kazmier FJ, Bowie EJW,
Whisnant JP. Heparin-induced thrombocytopenia and
thrombosis in ischemic stroke. Mayo Clin Proc 1988;
63: 353-61.
7. Becker PS, Miller VT. Heparin-induced
thrombocytopenia. Stroke 1989; 20: 1449-59.
8. Bell WR. Diagnosing and managing heparin-
associaled thrombocytopenia. J Crit Illness 1987; 2:
11-4.
9. Chong BH. Heparin-induccd thrombocytopenia.
Blood Reviews 1988; 2: 108-14.
10. Warkentin TE, Kelton JG. Heparin and platelets.
Hematol Oncol Clin N Am 1990; 4: 243-64.
11. Cola C, Ansell J. Heparin-induced thrombocytopenia
and arterial thrombosis: Altemative therapies. Am
Hean J 1990; 119: 367-74.
12. Nelson JD, Lemer RG, Goldstein R, Cagin NA.
Hcparin- induced thrombocytopenia. Arch Intem Med
1978: 138: 548-52.
13. Ansell JE, Price JM, Beckner RR. Heparin-induced
thrombocytopenia. What is its real frequency? Chest
1985; 88: 878-82.