Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 277-84. 277 Páll Torfi Önundarson BLÓÐFLÖGUFÆÐ OG SEGAMYNDUN VEGNA HEPARÍNS. Yfirlitsgrein ÚTDRÁTTUR Tvær gerðir eru af blóðflögufæð vegna heparíns (BVH). Væg og einkennalaus lækkun á blóðflögum verður í nálega 5% sjúklinga á heparínblóðþynningu, og verður hún af völdum afturkræfrar samloðunar blóðflaga vegna beinnar verkunar heparíns (1. gerð BVH). Hálft-1% sjúklinga fá hinsvegar svæsnari BVH og getur hún valdið blóðsegamyndun, drepi og dauða (2. gerð). Rannsóknir benda til þess að 2. gerð BVH verði vegna myndunar heparín-IgG ónæmisflækja á frumuhimnum blóðflaga og æðaþelsfrumna. Afleiðing þess er óafturkræf samloðun blóðflaga og ef til vill myndun og virkjun vefjaþáttar á yfirborði æðaþelsfrumna. Af því leiðir blóðflögufæð og segamyndun í sumum tilfellum. Blóðflögufæðin lagast sjálfkrafa við stöðvun heparíngjafar, en læknum er vandi á höndum hvað varðar áframhaldandi blóðþynningu, síðari endurgjöf hraðvirkrar blóðþynningar og meðferð nýrra sega af völdum mótefna gegn heparíni. Faraldsfræði, einkenni, meingerð, greining og helstu meðferðarmöguleikar 2. gerðar BVH eru rakin í þessari yfirlitsgrein. INNGANGUR Blóðflögufæð vegna heparíns (BVH) var fyrst lýst fyrir nær 50 árum (1,2), en mikilvægi þessarar orsakar blóðflögufæðar hefur einkum orðið ljóst á síðasta áratug vegna segamyndunar, sem henni fylgir. Þar eð segamyndun er ólík aukaverkunum, sem læknar eiga að venjast við heparíngjöf og ólík einkennum blóðflögufæðar af flestum öðrum orsökum, er hætt við að greiningin sé ekki gerð tímanlega og heparíngjöf sé haldið Frá: Strong Memorial Hospital, University of Rochester Medical Center, Hematology Unit, Department of Medicine, áfram með alvarlegum afleiðingum. í verstu tilfellum getur ástandið orðið banvænt og stundum þarf að aflima sjúklinga vegna dreps (3-7). Allmargar yfirlitsgreinar hafa nýlega verið birtar um þetta efni (5,7,8-11), en hér er ætlunin að vekja athygli íslenskra lækna á meginatriðum þessarar alvarlegu aukaverkunar heparíns. FARALDSFRÆÐI OG EINKENNI Tvær gerðir eru almennt taldar vera af BVH og er önnur saklaus, en hin alvarleg (5,9,10). Um 5% sjúklinga á heparínblóðþynningu hafa mælanlega væga fækkun á blóðflögum (100- 150x 109/lítra) á fyrstu dögum lyfjagjafar (1. gerð BVH) (5,9,12,13). Slík fækkun verður vegna beinnar hvatningar heparíns á blóðflögum, sem veldur afturkræfri samloðun án grjónalosunar (primary wave aggregation, sjá síðar) (14) og hefur hún enga klíníska þýðingu, enda er talið hugsanlegt, að í mörgum tilvikum verði fækkunin einkum í sýninu utan líkamans (fölsk blóðflögufæð, pseudothrombocytopenia) (15). Hinsvegar fá 0.5-1.0% sjúklinga á heparíni alvarlegri fækkun, oftast færri en 80x 109/lítra, og þeim sjúklingum hættir við nýrri blóðsegamyndun í um 20% tilfella (10,13,16-21). Sú gerð er kölluð 2. gerð eða »ídíósýnkratísk« (9,10), en þessi grein mun fjalla eingöngu um 2. gerð BVH. í nokkrum tilfellum hefur því verið haldið fram að segamyndun af völdum heparíns hafi orðið án blóðflögufæðar (6,22), en blóðflögur eru nánast alltaf færri en 50x 109/1, þegar segamyndun kemur fram (9,20-23). Sumir hafa talið að BVH sé tíðari ef notað er heparín úr lungum nautgripa heldur en við notkun heparíns úr gömum svína (24- 28), en allar gerðir heparíns hafa verið bendlaðar við BVH (15,25,29), þar nteð talið smáheparín (low molecular weight heparin)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.