Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 30
270 LÆKNABLAÐIÐ Q 12 Esa Disagree Percentage czi No opinion ■ Agree Fig. 11. Percenlage of answers to the foltowing statement (Q12): »Regarding the cooperation between general practice and other specialities it is important that local healtli care programs clarify the division of tasks for certain important groups of diseases and situations.« sem tóku afstöðu voru 73% jákvæðir á þessa lausn. Háls- nef- og eyrnalæknar voru þessu hlynntastir, en lyflæknar síst. Enginn marktækur munur var á milli sérgreina. UMRÆÐA Enda þótt læknasamtökin hafi á sínum tíma verið samþykk uppbyggingu heimilislækninga (6), telja margir læknar greinilega að aukin umsvif heimilislækninga séu á kostnað annarra sérgreina. Svipaðar niðurstöður fengust einnig í sænskri rannsókn (5). Háls- nef- og eymalæknar eru einkum á þessari skoðun. Aður hefur komið fram (3) að þeir eru einnig í mestri andstöðu við þær hugmyndir að heimilislæknar stýri »sjúklingaflæðinu« með tilvísunum. Starfandi heimilislæknum hefur ekki fjölgað í hlutfalli við aðra sérfræðinga. Sem dæmi má nefna að sérfræðingum á samningi við Tryggingastofnun ríkisins fjölgaði úr 120 á árinu 1976 í 355 árið 1988 (195%), en starfandi heimilislæknum í Reykjavík fjölgaði hins vegar um 34% á síðustu fimm árum (9). Þessi þróun hlýtur að leiða til samkeppni innan læknastéttarinnar og tilhneigingar til vallhöslunar eins og komið hefur fram í fyrri rannsóknum (1-5). Heimilislækningar eru elsta grein læknislistarinnar, en með þeim yngri sem fræðigrein. Fagið er því byggt á gömlum grunni. Háls- nef- og eymalækningar er fremur ung sérgrein og til komin vegna tækniþróunar síðari tíma (12). Fjölgun háls- nef- og eymalækna á síðustu tíu árum var yfir 100 % (Læknaskrár 1976 og 1989) og kann það að skýra að hluta ágreining milli þessara sérgreina, sem kemur fram í þessum niðurstöðum og fyrri rannsókn (3). Flestir eru á þeirri skoðun að sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum bæti stöðu og auki virðingu greinarinnar. Þetta er í samræmi við fyrri ályktanir (6) og erlenda rannsókn (5). Athyglisvert er að heimilislæknamir sjálfir telja að þeirra fag njóti minni virðingar en aðrar sérgreinar. Sérfræðingar eru ekki sama sinnis. Svipaðar niðurstöður fengust einnig erlendis (5). Ekki er hægt að sjá af þessari rannsókn hvort hér er um raunsætt mat eða minnimáttarkennd heimilislækna að ræða, en því hefur verið haldið fram (13), að heimilislækningar njóti minni virðingar en aðrar sérgreinar þar sem greinin er ekki talin búa yfir vísindalegri þekkingu, sem grundvallast á eigin rannsóknum. Eins og fram kemur í þessum niðurstöðum telja læknar að það sé yfirleitt erfiðara og ekki síður mikilvægt að sía út ákveðna sjúkdóma úr óskilgreindum sjúklingahópi, en að veita meðferðina. Þar eð sjúkdómseinkenni sjúklinga heimilislækna eru oft óljósari en hjá öðmm sérfræðingum mætti draga þá ályktun, að starf heimilislækna væri erfiðara en önnur störf og óbein sönnun á því að þeir ættu að njóta sömu virðingar og aðrar sérgreinar. Aðrir sérfræðingar en heimilislæknar telja, að styrkur heilsugæslustöðvar aukist ef þar starfa bæði heimilislæknar og aðrir sérfræðingar. Heimilislæknar virðast því frekar ófúsir að hleypa þangað inn öðrum sérfræðingum (3). Þó eru þeir á því, að virðing heimilislækninga minnki að minnsta kosti ekki, þótt þar starfi einnig aðrir sérfræðingar. Oljóst er, hvað heimilislæknar álíta um meðalveginn, sem væri að sérfræðingar kæmu inn á stöðvamar sem ráðgjafar, eins og sumstaðar er þegar fengin reynsla af. Svo virðist sem rökstuddar ákvarðanir um verkaskiptingu á milli sérgreina geti verið fýsilegur kostur fyrir íslenska lækna eins og reynslan hefur sýnt víða erlendis (5).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.