Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 261-5.
261
Jón Hjaltalín Ólafsson, Rannveig Pálsdóttir, Guörún Guömundsdóttir
VIÐHORF SJÚKLINGA TIL HÚÐ- OG
KYNSJÚKDÓMADEILDAR
ÚTDRÁTTUR
Viðhorf sjúklinga sem sækja húð- og
kynsjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur voru könnuð. Spurningalistar
voru afhentir 1500 sjúklingum, en 1266 svör
bárust.
Um 20% sjúklinga komu að beiðni
deildarinnar og önnur 29% komu vegna
ráðlegginga vina. Um 11% var vísað á
deildina af læknum.
Um helmingur þeirra sem komu höfðu ekkert
heyrt um deildina áður en þeir komu, en um
35% höfðu heyrt að móttökur á deildinni
væru góðar. Um 80% voru ánægðir með
móttökumar en 1.7% voru óánægðir eftir
heimsóknina. Langri bið þótti hvað mest
ábótavant.
Um 81% aðspurðra fannst ekkert athugavert
við nafn deildarinnar og þegar spurt var um
nafn völdu 59.0% húð-og kynsjúkdómadeild,
15.8% smitsjúkdómadeild, en 7.8%
kynsjúkdómadeild.
INNGANGUR
Löngum hefur þótt fremur niðrandi að fá
kynsjúkdóm. Að sjálfsögðu eru margar
skýringar á þessu, en sumar þeirra má rekja
langt aftur í aldir þegar frjálsræði var minna
og umgengnisreglur milli kynja strangari
en nú (1). Ekki síst er skýringa að leita í
alvöru þess að fá kynsjúkdóm áður fyrr þegar
meðferðarmöguleikar voru litlir sem engir.
Viðhorf lækna hafa breyst verulega síðastliðin
40 ár með uppgötvun sýklalyfja og bættri
greiningu. Með tilkomu eyðni virtumst við
engu að síður færast mörg ár aftur í tímann
sökum þess hve alvarlegur sjúkdómurinn er og
enga lækningu að finna.
Frá húö og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöövar
Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jón Hjaltalín Ólafsson.
Að sumra áliti hefur nafnið kynsjúkdómur
það slæman orðstír að ástæða sé til að breyta
um nafn og fela þessa sjúkdóma á meðal
annarra sjúkdóma sem enginn þarf að fara í
felur með. Sumir sjúkdómar eru þess eðlis að
sjúklingar mynda samtök og ganga í hús með
ýmsan vaming til sölu, og rennur þá ágóðinn
til styrktar vísindarannsóknum á viðkomandi
»sjúkdómsgrein«. Tæpast er hægt að búast
við að sjúklingar með kynsjúkdóma opinberi
sig á slíkan hátt. En myndu almenn viðhorf
til kynsjúkdóma breytast ef þeir hétu t.d.
smitsjúkdómar eða samræðissjúkdómar?
Húð- og kynsjúkdómadeild
Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur er eina
sérhæfða kynsjúkdómadeildin á landinu.
Á deildina koma einnig sjúklingar með
húðsjúkdóma en oftast grunar þá að um
kynsjúkdóm sé að ræða. í slíkum tilvikum
er húðsjúkdómurinn oft staðsettur á eða við
kynfærin.
Okkur lék forvitni á að vita hver viðhorf
sjúklinganna væru til deildarinnar, þjónustu
hennar og nafngiftar. Með þetta f huga var
þessi könnun framkvæmd.
EFNIVIÐUR
Rannsóknin var framkvæmd frá 15.nóvember
1989 til 15. júní 1990. Var hún gerð með
spumingalista (sjá viðbæti) sem afhentur
var 1500 einstaklingum sem leituðu til
deildarinnar á umræddu tímabili.
Spurningalistinn var saminn með það fyrir
augum, að auðvelt væri að svara, og var því
valið það form að kross í rúðu fyrir framan
spurningu nægði sem svar. Ekki var talið
mögulegt að hafa fleiri spumingar en sem
kæmust fyrir á A4 blaði með tilliti til þess
tíma, sem það tæki að lesa spumingamar og
svara þeim. Eftir að sjúklingur er skráður hjá