Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 15
L/EKNABLAÐIÐ 1991; 77: 257-9. 257 Arthur Löve NÝ HERPESVEIRA: HERPES 6 INNGANGUR Arið 1986 uppgötvaðist af tilviljun ný herpes- veira í mönnum. Frumuskemmdir, þ.e. risafrumumyndanir sáust í eitilfrumuræktunum (lymphocytum) frá sjúklingum með ýmis eitlaæxli og einnig eyðni (1,2). í rafeindasmásjá sáust eindir, sem líktust mjög herpesveirum, en mótefni gegn öðrum þekktum herpesveirum hvörfuðust ekki við þessa nýju veiru. Kjamsýrurannsóknir leiddu ekki heldur í ljós þekkta herpesveiru. Var því talið að um nýja herpesveiru væri að ræða. Var nýja veiran fyrst einangruð frá B-eitilfrumum og því fyrst nefnd »human B cell lymphotropic virus« (HBLV), en síðar kom í ljós, að veiran vex í ýmsum frumum, ekki síst í T-eitilfrumum, blóðflögumæðrum (megacaryocytum), taugatróðfrumumæðrum (glioblastomafrumum) og líklega bandvefsfrumum (3). Var nafninu þá breytt í herpesveira 6 (»human herpes virus 6«) (HHV-6) (4). Sameiginleg einkenni herpesveira eru: líkt útlit í rafeindasmásjá, svipuð sameindalíffræðileg margföldunaraðferð og sá eiginleiki þeirra að valda leyndum (latent) sýkingum (5), en sá þáttur skiptir mestu máli í sjúkdómsmyndun þeirra. Er þá veirukjamsýran alltaf til staðar í líkamanum eftir sýkingu, en framleiðsla á veirum er aðeins öðru hverju í tímabilum endurvakningar. Bestu dæmi um þetta eru herpes áblástursveira á vör (herpes simplex) og hlaupabóla með ristil sem endurvakningarástand. Þær niðurstöður að hægt sé að koma HHV-6 vexti af stað úr eðlilegum B-eitilfrumum og að veirukjamsýrurnar séu til staðar í illkynja Frá rannsóknastofu Fláskólans í veirufræöi, Ármúla 1a, Reykjavík. frumum af B-eitilfrumustofni þykja benda til þess að veiran geti verið í leyndu ástandi í þessum frumum (5). Þegar ný veira uppgötvast vaknar alltaf sú spuming, hvort og hvaða sjúkdómi hún valdi. Ymsar tilgátur hafa komið fram um HHV- 6 og eru sumar sennilegar og aðrar ekki. Utbrotasjúkdómar í bömum eru nokkrir og tveir voru löngum af óþekktum orsökum, þ.e. faraldsroði (erythema infectiosum, íifth disease) sem í ljós hefur komið að dvergveira (parvovirus B19) veldur (6) og roseola infantum (exanthem subitum, sixth disease), sem nú er talið að HHV-6 valdi. Einnig er líklegt að HHV-6 geti valdið einkimingasóttarlíki (mononucleosis-like syndrome) og lifrarbólgu. 1. Roseola infantum: Roseola infantum er ekki alvarlegur sjúkdómur, en hiti getur verið allhár (39-41 °C). Oft er bólga í koki og stækkaðir eitlar aftan til á hálsi. Hitinn stendur venjulega í þrjá til fimm daga og eru hitakrampar allalgengir. Þegar hiti lækkar byrja útbrotin, sem standa í einn til tvo daga. Þau byrja fyrst á hálsi og bol, en geta dreifst um allan líkamann. Sýnt hefur verið fram á sértækt IgM svar og hækkandi IgG mótefni gegn HHV-6 í sjúklingum með roseola infantum (7,8). Einnig eru ræktanir á HHV-6 úr blóðfrumum sjúklinga með roseola infantum auðveldar, en eru að jafnaði erfiðar, ef um gamla sýkingu er að ræða. Hins vegar hefur skilyrðum Kochs ekki verið fullnægt hvað varðar orsakasamhengi HHV- 6 og roseola infantum, þar sem tilraunir á mönnum (eða dýrum) hafa ekki verið gerðar. Þær hafa hins vegar verið gerðar í sambandi við faraldsroða, þar sem fólk var sýkt í tilraunaskyni og fékk einkennandi sjúkdóm (9).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.