Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 255-6. 255 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknaíclag íslands og 1 æknaíclag Rcykjavikur 77. ARG. - SEPTEMBER 1991 Ðrjósklos? Bakverkur er algengur kvilli, einn sá algengasti sem kemur til kasta bæklunarlækna. Stundum fylgir honum verkur í ganglim, einatt kallaður þjótaugarverkur og ekki alltaf með réttu. Ræður þá af líkum, að margt hefir verið reynt til þess að ráða bót á verkjunum. Þá er fyrst að finna orsökina. Sjúkdómsgreiningin skiptir öllu máli eins og endranær. í grein í Læknablaðinu 1951 um mjóbaksverki er greint frá helstu orsökum þeirra og eru þær væntanlega enn líkar og þá var og meðferðarmöguleikar hafa ekki breyst mikið síðan. Þegar Mixter og Barr fundu fyrir hálfum sjötta tug ára, að þjótaugarverkur gat komið af því, að trefjabaugur (annulus fibrosus) brast, þófakjami (nucleus pulposus) pressaðist inn í mænugöng og þrýsti á taugarót, þá fannst mönnum, að nú væri vandinn leystur, nú væri hægt að gera mjóbaksverk útlægan með einfaldri aðgerð. Það reyndist tálvon. Fór nú svo að fjöldi fólks kom frá öðrum læknum til bæklunarlækna og taugaskurðlækna og sagðist eiga að fá aðgerð vegna brjóskloss í baki. Flestum var vísað frá en þó vom fleiri skomir en ástæða var til. Eftir því sem röntgentækni batnaði var oftar hægt að sjá útbungun á trefjabaug, oft litla, henni kennt um verkinn, farið inn í mænugöng og þófakjaminn tekinn. Ef nú ekki lagaðist verkurinn - sem oft var - var reynt aftur og kannski enn og versnaði einatt ástandið því fleiri sem aðgerðimar urðu. Hryggþófahlaup er ekki sjaldgæft, en það er ekki algengt að það gefi einkenni, sem lagfæra má með skurðaðgerð; þá og því aðeins er það unnt, að þófakjaminn þrýsti á taugarót. Er misjafnt hve mikið af kjama þarf að þrýstast inn í mænugöng til þess að taugarót komist í klemmu og fer eftir því hvar bresturinn í annulus er; sé hann í miðju hafa rætumar töluvert svigrúm til þess að víkja sér undan og þarf stóran prolaps til þess að meiða taug. Til hliðar - úti við milliliðagatið (foramen intervertebrale) - á taugin engan kost að forða sér og þar getur arða á stærð við títuprjónshaus orsakað óþolandi verk. Það er þá ekki brjósklosið sem þarf að skera, heldur þarf að létta þrýstingi af tauginni og er hann raunar oftast af þófahlaupi þó fleira geti komið til. Þegar nú þrýstingur er á rót er sjúkdómsmyndin skýr: Verkur í ganglim, dofi, kraftminnkun (paresis), minnkuð sinaviðbrögð, Laseque’s próf jákvætt. Verkurinn er ætíð greinilegur, oft mjög sár; hin einkennin geta verið dauf og fundist aðeins við nákvæma skoðun. Snertiskyn þarf að prófa á segmentum samsvarandi á báðum ganglimum í einu. Ef skynið er aðeins daufara öðmmegin, er það nóg. Kraftminnkun, oftast á réttivöðvum á fæti, getur verið svo lítil, að hún finnist ekki í upphafi en við endurtekin próf á báðum fótum í einu, þreytist annar fyrr. Eins er um sinaviðbrögð - oftast á hásin - við ítrekaðan áslátt á báðar hásinar minnkar viðbragðið fyrr á annarri. Laseque’s próf er oftast jákvætt og ef það er á hinni hliðinni - verkur kemur í hægri fót þegar þeim vinstri er lyft - er varla vafi. Sé rót í klemmu finnst það við klíníska skoðun, finnist þess engin merki er þýðingarlaust að taka þófakjama úr þeim manni. Ég vissi um menn í fremstu röð bæklunarlækna, sem aldrei lögðu til atlögu við hryggþófahlaup nema að minnsta kosti tvö af þeim einkennum, sem fyrr voru talin, væru til staðar. Þeir vom vandvirkir í skoðun sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.