Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 279 sjálfnæmisblóðflögufæð og BVK er talið, að Fab hluti mótefnis bindist eðlilegum eða kínín-umbreyttum mótefnisvökum á blóðfiögum og Fc viðtæki á einkjama gleypnifrumum, aðallega í milta og lifur, fjarlægi blóðflögurnar með fylgjandi blóðflögufæð og blæðingahættu (60). Margar rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að IgG- mótefni einangruð úr sermi sjúklinga með BVH (4,18,49,50, 54-56), en sjaldnar IgM (19), valda samloðun eðlilegra blóðfiaga í tilraunaglösum sé heparín fyrir hendi. Mótefnin virðast ýmist verka sem veikir eða sterkir fiöguhvatar því grjónalosun og samloðun verður ýmist eftir TxA2-háðum eða TxA2-óháðum leiðum (4,47,61). Sumir höfundar telja, að mótefni bundin heparíni (ónæmisflækjur) valdi samloðun blóðflaga í nægum mæli til að stífla æðar og fækka blóðflögum samtímis (4,5,49,51). Því til stuðnings eru rannsóknir á semii BVH sjúklinga þar sem C-14 serótónín mælingum var beitt til að sýna fram á, að flögugrjónalosun varð eingöngu við lyfjafræðilegan blóðstyrk heparíns en ekki við hærri styrk (antigen excess) (5,49,50). Losun varð einnig því aðeins að Fc hluti mótefnis tengdist blóðflögum, því einættuð (monoclonal) mótefni gegn Fc viðtækjum á blóðflögum komu í veg fyrir losun serótóníns (49). Bendir hvort tveggja eindregið til ónæmisflækju svörunar, sem er mjög háð hlutfalli styrks mótefnis og mótefnisvaka, en ónæmisflækjur bindast frumum með tengingu Fc hluta mótefnis við sérhæfð viðtæki á frumuhimnum (59). Sömu niðurstöður hafa fengist á óháðri rannsóknastofu með svipuðum aðferðum (51) og niðurstöður frá þeirri rannsóknastofu benda til óvenju mikillar þéttni Fc viðtækja á flöguhimnum sjúklinga með BVH (62). Fyrri rannsóknir höfðu áður sýnt, að heparín háða mótefnið virkjar klassíska komplement-kerfið, sem er dæmigert fyrir ónæmisflækjusvörun (4,54,57,59). Þótt samloðun af völdum ónæmisflækja kunni að skýra blóðflögufæð á sannfærandi hátt, er þó óvíst að segamyndun í stærri æðum við BVH skýrist á sama hátt, enda eru engin önnur dæmi slíks. Til dæmis veldur segamyndandi blóðflögufæð (TTP), sem er sjaldgæft dæmi um hömlulausa viðloðun (agglutination, adhesion) blóðflaga, eingöngu lokunum smáæða og eru einkenni ólík (63). Ein rannsókn bendir til þess, að við BVH bindist mótefnin heparíni (eða heparan súlfati) á æðaþelsfrumum og valdi skemmd á frumumunum og losun vefjaþáttar (tissue factor). Vefjaþáttur valdi virkjun sjöunda storkuþáttar á yfirborði æðaþelsins, og þar af leiðandi segamyndun (57). Reyndar er hugsanlegt, að báðar ofangreindar hugmyndir um meingerð séu samræmanlegar á eftirfarandi hátt: I fyrsta lagi er vitað að heparín binst frumuhimnum á bæði blóðflögunt og æðaþelsfrumum (10,56). í öðru lagi er það vel þekkt að heparínháð mótefni valda grjónalosun og samloðun (4,49,51,54,56,64) að því er virðist með tengingu við Fc viðtæki (49,51). I þriðja lagi geta ónæmisflækjur valdið framleiðslu vefjaþáttar í ræktuðum æðaþelsfruntum (57,65). Er því hugsanlegt, að Fab hluti mótefnis bindist heparíni á blóðflögum og æðaþelsfrumum, og Fc hluti mótefnisins tengist síðan frumuhimnunni með víðtækum afleiðingum (10,49,57). Með öðruin orðum verði segamyndunin óháð blóðflögufæðinni. en einnig af völdum mótefnis gegn heparíni. GREINING Greining BVH er untfram allt klínísk og byggir á sögu, líkantsskoðun og vandlegri athugun á lyfjablöðum. Sérstaklega þarf að kanna hvort æðaleggir innihaldi heparín þar sem vel þekkt er, að lágmarksskammtar heparíns geta valdið sjúkdómnum (35-37). I mismunagreiningu verður að hafa í huga blóðsýkingar (sepsis), útbreidda segamyndun (DIC) og önnur lyf (8,10). Blóðflögutalningu skal gera reglulega meðan sjúklingar eru á heparíni og skilyrðislaust ef sjúklingur á heparíni fær merki um nýja segamyndun eða drep (7,9,10). Mælingar á blóðflögubundnum mótefnum hjálpa ekki vegna ósérhæfis, þótt þau séu hækkuð í flestum sjúklingum (10). Mælanleg hé'parínháð samloðun og/eða grjónalosun eðlilegra blóðflaga í senni sjúklinga styður greininguna, en greiningin skyldi þó ekki útilokuð á grundvelli neikvæðs samloðunarprófs vegna ýmissa takmarkana rannsóknarinnar (9,18,49,50,52,53,55,66). MEÐFERÐ Margvíslegri meðferð hefur verið lýst á BVH í birtum sjúkratilfellum með gömlum og nýjum lyfjum, en engar framskyggnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.