Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1993, Síða 37

Læknablaðið - 15.09.1993, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 287-92 287 Emil L. SigurðssonL3), Bjarni Jónasson23) KÖNNUN Á VAKTLÆKNISÞJÓNUSTU í HAFNARFIRÐI, GARÐABÆ OG BESSASTAÐAHREPPI ÁGRIP Athugun sú sem hér um ræðir er framvirk könnun á umfangi og innihaldi vaktlæknisþjónustunnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Á rannsóknarsvæðinu búa rúmlega 23.000 manns og þar eru starfræktar tvær heilsugæslustöðvar, Heilsugæslustöðin Sólvangi í Hafnarfirði og Heilsugæslan í Garðabæ. Vaktlæknisþjónustan er rekin frá klukkan Í7.00 til 8.00 á virkum dögum og um helgar allan sólarhringinn. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hverjir nýta sér þessa þjónustu, um hvaða sjúkdómsflokka er þar að ræða og jafnframt hvaða úrlausnir eru veittar. Ennfremur að kanna hvenær sólarhringsins sjúklingar leita til vaktarinnar og hvar þeir eru búsettir. Á rannsóknartímanum var 627 sinnum haft samband við vaktlæknana. Um 40% af samskiptunum voru vitjanir, viðtöl á stofu voru 22% og símtöl sem ekki leiddu til vitjana 36%. Hafnfirðingar notuðu þjónustuna hlutfallslega meira en íbúar Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Stærsti sjúklingahópurinn voru böm fjögurra ára og yngri eða um 40%. Bráðir sjúkdómar, sýkingar í öndunarfærum, háls-, nef- og eyrnasjúkdómar ásamt slysum og stoðkerfissjúkdómum reyndust algengustu sjúkdómaflokkarnir. Tæplega annar hver sjúklingur fékk úrlausn sem að hluta til fólst í ávísun á lyf. Um 5% úrlausnanna vom tilvísanir á sjúkrahús. Rúmlega helmingur allra úrlausna vom almennar ráðleggingar. INNGANGUR Einn af hornsteinum heimilislæknisfræðinnar er að sjá til þess að sjúklingar geti fengið læknishjálp allan sólarhringinn. Slíka þjónustu Frá ')Heilsugæslustööinni Sólvangi, Hafnarfirði, 2)Heilsugæslunni í Garðabæ, 3)heimilislæknisfræði Háskóla íslands. Fyrirspumir, bréfaskipti: Emil L. Sigurðsson, Fredriksbergsvágen 32B, 541 62 Skövde, Svíþjóð. hafa læknar sjálfsagt boðið upp á frá því menn fóm að stunda lækningar. Umgjörð, aðgengi og form slíkrar þjónustu er að sjálfsögðu mjög breytilegt. Lítið hefur verið ritað um starfsemi vaktlækna í þéttbýli og hér á landi hefur henni ekki verið lýst sérstaklega áður. í eftirfarandi ritsmíð verður gerð grein fyrir framvirkri faraldsfræðilegri rannsókn á umfangi og innihaldi vaktlæknisþjónustunnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi (HGB), sem er sameiginlegt vaktsvæði. Rannsóknartímabilið var nóvembermánuður 1990. Markmið rannsóknarinnar voru eftirfarandi: 1. Að kanna fjölda samskipta við vaktlækna. 2. Að kanna fjölda mismunandi samskiptaforma, það er símtala, viðtala á stofu og vitjana. 3. Að kanna hvenær sólarhringsins vaktþjónustan er mest notuð. 4. Að kanna aldursdreifingu og kynskiptingu þess hóps sem þjónustuna notar. 5. Að kanna sjúkdómsmynstur, það er fjölda mismunandi sjúkdómsgreininga eða um hvaða heilsuvanda annan sé að ræða. 6. Að kanna hvaða úrlausnir fólk fær. 7. Að kanna hvort aðsóknin í þjónustuna er mismunandi eftir búsetu innan vaktsvæðisins. 8. Að kanna af hvaða tilefni sjúklingar leita til vaktlæknisþjónustunnar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Um langt árabil hefur verið rekin sameiginleg vaktlæknisþjónusta fyrir íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Á þessu svæði eru starfandi tvær heilsugæslustöðvar, önnur á Sólvangi í Hafnarfirði og hin í Garðabæ. Vaktin hefst á virkum dögum klukkan 17.00 og henni lýkur klukkan 8.00 næsta morgun. Um helgar stendur læknirinn 24 klukkustunda vakt frá klukkan 8.00 til

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.