Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1994, Síða 15

Læknablaðið - 15.01.1994, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 5 Hlutfall lyfjanotenda (%) □ Konur □ Karlar Mynd 2. Avísun magasárslyfja eflir kyni og 10 ára aldursflokkum. um ávísanavenjur einstakra lækna enda taldi landlæknir slíkt brot á siðareglum lækna. Lyfjafræðingarnir voru beðnir að fylla út bakhlið spumingalistans í hvert sinn sem þeir afgreiddu lyfseðil með lyfi af ATC fiokki A02B (magasárslyO- Síðan var sjúklingurinn beðinn um að svara spurningunum á framhlið blaðsins og naut hann aðstoðar lyfjafræðings við það. Ef sjúklingur sótti lyfið ekki sjálfur eða vildi ekki svara spurningunum var merkt í viðeigandi reit á spurningalistanum og ekki spurt nánar. NIÐURSTÖÐUR Gögn bárust frá 41 apóteki alls staðar að af landinu. Eitt apótek hætti þátttöku eftir að rannsóknin hófst. Alls bárust upplýsingar um 2021 afgreiðslu lyfja af flokki A02B. Þar koin fram aldur og kyn sjúklings, sérgrein læknis, lyf og skammtastærð. í töflu I sést hve mörgum skilgreindum dagskömmtum (DDD) var ávísað fyrir hvert lyf. Miðað við fjölda dagskammta (DDD) var hlutdeild H,-blokka mest eða 87,3%, hlutdeild ómeprazóls var 11,0% og annarra lyfja 1,7%. Af 2021 afgreiðslu hafði 1131 (56%) sjúklingur sótt lyfið sjálfur og svarað spurningunum. Algengasta ástæða fyrir því að upplýsingar fengust ekki frá sjúklingum var að sjúklingurinn sótti lyfið ekki sjálfur. Aðeins örfáir neituðu að svara. Skipting á milli kynja var þannig, að 1062 konur fengu ávísað lyfjum og 959 karlar. Samkvæmt könnuninni nota 1,54% Islendinga magasárslyf að staðaldri (konur 52,5%, karlar 47,5%). Hámarksnotkun er í aldursflokknunt 70- 79 ára 2,91% (mynd 2). Lyfjaávísanir Tafla I. Fjöldi skilgreindra dagskammla ávísað í apríl 1991. Lyf Styrkur, mg DDD Ranitidín 150 61.076 Ranitidín 300 33.500 Címetidín 200, 400, 800 8.065 Famótidín 20, 40 520 Ómeprazól 20 12.996 Bismútsúbcítrat 120 850 Súkralafat 500, 1000 630 Mísóprostól 0,2 548 Samtals: 118.185 DDD = 15,4 DDD/1000 íbúa/dag. Tafla II. Skipting lyjjaávísana eftir lœknum. Ávísanir með svörum Allar ávísanir sjúklinga N (%) N (%) Heilsugæslulæknar .... 306 (64) 772 (68) Meltingarsérfræðingar.. 307 (15) 159 (14) Aðrir læknar 275 (14) 144 (13) Frá sjúkrahúsum 119 (6) 51 (5) Upplýsingar vantar 14 (1) 4 (0) Alls 2021 (100) 1131 (100) Tafla III. Astœða lyfjaávísunar. Ástæða Fjöldi Hlutfall (%) Magasár .... 193 17,1 Skeifugarnarsár .... 140 12,4 Magabólgur .... 239 21,1 Brjóstsviði .... 322 28,5 Meltingaróþægindi 104 9,2 Aukaverkanir lyfja 77 6,8 Aðrar ástæður 43 3,8 Sjúklingur veit ekki 13 1,1 Samtals 1131 100 skiptust þannig á milli lækna, að 1306 komu frá heilsugæslulæknum, 307 frá meltingarsérfræðingum, 119 voru merktar sjúkrahúsum og 275 voru frá öðrum læknum. Ef einungis er tekið tillit til þeirra lyfjaávísana, þar sem svör liggja fyrir frá sjúklingum, er skiptingin mjög svipuð (tafla II). Astceða ávísunar: Fyrsta spurning til sjúklinga var hvers vegna þeir hefðu fengið magasárslyfið (tafla III). Alls svöruðu 333 því til að þeir væru nteð sár í maga eða skeifugörn (58% í maga, 42% í skeifugörn). Hjá 239 var ástæðan magabólgur og 322

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.