Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1994, Side 25

Læknablaðið - 15.01.1994, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 15 hluta holæðar (vena cava), í nýrnabláæð eða greinum hennar. Dreifing meinvarpa til líffæra var athuguð og hversu oft væri um að ræða stakt meinvarp (solitary metastasis). Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, hóp A og hóp B, eftir því hvernig þeir greindust. í hópi A voru sjúklingar sem greindust með einkenni sem rekja mátti til nýrnafrumukrabbameinsins. I hópi B voru sjúklingar sem greindust fyrir tilviljun, oftast í kjölfar myndrannsókna (nýrnamynd, ómun, tölvusneiðmynd) eða aðgerða á kviðarholi. Hjá sjúklingum með einkenni (hópur A) var skráð tímalengd frá því fyrstu einkenni gerðu fyrst vart við sig uns greining var gerð. Ekki reyndist unnt að meta sjúklingatöf (patient’s delay) og læknatöf (doctor’s delay) enda um afturskyggna rannsókn að ræða. Við tölfræðilega útreikninga var beitt kí- kvaðrötum og t-prófi. Breytingar á nýgengi voru reiknaðar með svokölluðu »time-trend« prófi (6). Tölfræðilegt marktækni miðast við p-gildi <0,05. Gefin eru upp meðaltöl og staðalfrávik. NIÐURSTÖÐUR Aldursstaðlað nýgengi nýrnafrumukrabba- rneins á Islandi á rannsóknartímabilinu var 10,5/100.000 karlar og 6,8/100.000 konur á ári. Þar eru auk þeirra sem greindust á lífi (n=408, þar af fimm bleikfrumuæxli) tekin með æxli sem greindust við krufningar (n=69). Mynd 2 sýnir aldursstaðlað nýgengi á rannsóknartímabilinu. Fjölgun verður á heildarfjölda krabbameina (með auknum mannfjölda) en ekki varð marktæk breyting á aldursstöðluðu nýgengi á Tafla I. Einkenni sjúklinga með nýmafrumukrabbamein á íslandi 1971-1990. (n=334)*). n (n/334) Verkur í síöu/kviöi .................. 186 56% Fyrirferð í kviöi...................... 27 8% Blóð í þvagi (macroscop/sM) .......... 150 45% Verkur, fyrirferð, blóðmiga (triad) .... 4 1,2% Þyngdartap ............................. 94 28% Blóðskortseinkenni...................... 82 25% Hiti.................................... 38 11% Einkenni beinmeinvarpa................. 27 8% Einkenni lungnameinvarpa........... 13 4% Einkenni eitilmeinvarpa............ 5 2% Hækkaður blóðþrýstingur............ 2 0,6% Rauðkornafjölgun (Erythrocytosis) .. 1 0,3% Tlmabil Mynd 3. Timalengd frá fyrstu einkennum þar til greining er gerð hjá sjúklingum sem greindust með nýrnafrumukrabbamein á Islandi 1971-1990. (n=312, 74 sjúklingar greindir fyrir tilviljun eru ekki hafðir með.) rannsóknartímabilinu. Hlutfall karla og kvenna hélst svipað á tímabilinu. Hópur A taldi 334 sjúklinga (82%). Algengustu einkenni eru sýnd í töflu I. Alls höfðu 56 sjúklingar einkenni meinvarpa. Hópur B taldi 74 sjúklinga (18%) sem allir voru greindir fyrir tilviljun. Algengasta orsök tilviljanagreiningar var nýrnamynd (49%) sem gerð var vegna uppvinnslu á sjúkdómum í neðri þvagvegum. Einnig greindust nokkur æxli í kjölfar uppvinnslu á smásærri blóðmigu (hjá sjúklinguni án einkenna nýrnafrumukrabbameins) (11%) og við aðgerðir á kviðarholi (9%). Mynd 3 sýnir tímalengd einkenna fyrir greiningu. Aðeins 17% sjúklinga (53/312) höfðu haft einkenni skemur en viku fyrir greiningu. Vöru það oftast sjúklingar með skyndilega blóðmigu eða bráða kviðverki. Flestir (152/312, (49%)) höfðu haft einkenni í meira en þrjá mánuði áður en þeir greindust. Meðalgildi blóðrauða við greiningu var 118,1 g/L (staðalfrávik 39,38 g/L, bil 60-205 g/L) og sökks 43,9 mm/klst (staðalfrávik 39,5 mm/klst., bil 1-168 mm/klst.). Um það bil 15% sjúklinga höfðu blóðrauða <100 g/L og 40% <120 g/L við greiningu. Meirihluti sjúklinga (59%) hafði sökk innan við 20 mm/klst. og heldur færri, eða rúmur helmingur sjúklinganna (52%), smásæja blóðmigu. í langflestum tilvikum (314/388) var æxlið greint með nýmamynd (81%), aðrar rannsóknir leiddu sjaldnar til greiningar *) Sjúklingur getur haft fleiri en eitt einkenni.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.