Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1994, Page 26

Læknablaðið - 15.01.1994, Page 26
16 LÆKNABLAÐIÐ (tafla II). Aðrar rannsóknir af nýrum sjást í töflu III. Tafla IV sýnir helstu myndrannsóknir sem gerðar voru í leit að meinvörpum. Æxlin voru á bilinu 0,5 til 30 sm í mesta þvermál, meðaltal 6,6 sm (staðalfrávík 4,5 sm). Ekki var marktækur munur á stærð fyrri og síðari helmingi rannsóknartímabilsins (P>0,1). Æxlin í hópi B voru á hinn bóginn marktækt minni (5,1 sm í mesta þvermál) en æxlin í hópi A (6,9 sm) (p<0,01). Oftast voru nýrnaæxlin stærri hjá sjúklingum með meinvörp en í tveimur tilvikum fundust meinvörp hjá sjúklingum með æxli minni en 1,5 sm í mesta þvermál (10 og 15 mm). Æxlisdröngull út í stóra grein nýmabláæðar Tafla II. Fyrsta myndrannsókn af þvagvegum hjá sjúklingum með nýmafrumukrabbamein á lslandi 1971- 1990. (n= 388) n %(n/388) Nýrnamynd....................... 314 81 Ómun............................. 55 14 Yfirlitsmynd af kviöi............. 8 2 Tölvusneiðmynd af kviði........... 7 2 s Annað............................. 4 <1 Tafla III. Algengustu rannsóknir af þvagvegum hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein á Islandi 1971- 1990. (n=402). n % (n/402) Nýrnamynd........................ 359 89 Slagæðamynd...................... 249 62 Ómun............................. 158 39 Tölvusneiðmyndir.................. 62 15 Bakrennslisnýrnamynd.............. 26 6 Yfirlitsmynd af kviði............. 15 4 Holæðamynd........................ 20 5 Nýrnaskann........................ 13 3 Ómun af holæð ..................... 2 0,5 Blöðruspeglun..................... 60 15 Tafla IV. Algengustu rannsóknir t leit að meinvörpum hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein á Islandi 1971- 1990. Ekki % með meinvörp Meinvörp meinvörp Lungnamynd 315 73 19 Ómun af lifur 81 9 10 Tölvusneiðmyndir af lifur. 27 4 13 Lifrarskann 99 18 15 Beinaskann 149 27 15 eða neðri holæð fannst hjá 81 sjúklingi (20%) en enginn teygði sig alla leið upp í hægri hjartahelming. Meinvörp fundust hjá 170 sjúklingum (42%) við eða rétt eftir (<4 vikur) greiningu (tafla V). Af 64 sjúklingum með meinvörp í eitlum voru 15 sjúklingar sem reyndust ekki hafa meinvörp annars staðar. Flestir (n=53) sjúklinganna höfðu fjölmeinvörp, en hjá 23 fundust meinvörp í einu líffæri auk eitla. Stök meinvörp höfðu 74 sjúklingar (tafla VI). UMRÆÐA Nýmafrumukrabbamein virðist hegða sér svipað hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Á það við um sjúkdómseinkenni, aldur við greiningu, og vefjafræði æxlanna (7-10). Nokkrir þættir virðast þó skera sig úr hér á landi samkvæmt rannsókn okkar. Til að mynda greinast hlutfallslega fleiri konur hérlendis en annars staðar. Erlendis greinast helmingi fleiri karlar en konur með sjúkdóminn (9,11-13). Nýgengi nýrnafrumukrabbameins er sennilega hvergi hærra í heiminum en hér á landi (2). Á mynd 4 sést nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Norðurlöndum árin 1981-1985 (14). Fyrir önnur lönd er erfitt að fá áreiðanlegar tölur yfir nýgengi Tafla V. Meinvörp hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein á Islandi 1971-1990. (n= 170)*). n % (n/408) Lungu 80 20 Bein 48 12 Lifur 40 10 Heili 12 3 Húð 6 1 Eitlar 64 16 Hitt nýrað 14 3 Fleiðruhol 5 1 ') Sjúklingar geta haft meinvörp í fleiru en einu líffæri. Onnur meinvörp greindust sjaldnar, til dæmis í görnum/netju (6 sjúkl.). miðmæti (3), skjaldkirtli (1), brisi (1), hjarta (1), vöðvum (1). og leggöngum (1). Tafla VI. Stök meinvörp Itjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein á Islandi 1971-1990. (tt=74 sjúklingar). n % (n/74) Lungu 26 35 Bein 20 27 Lifur 12 16 Heili 5 7 Önnur líffæri 11 15

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.