Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1994, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.01.1994, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 29-31 29 Þorvaldur Ingvarsson, Brynjólfur Mogensen BEINBROT OG LIÐHLAUP EFTIR KRAMPAKÖST ÁGRIP Greint er frá sex sjúklingum, sem hlutu 12 beinbrot og/eða brotaliðhlaup eftir krampaköst og komu til meðferðar á Borgarspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landakotsspítala á árunum 1987-1991. Sum þessara brota eru mjög sjaldgæf. Töf varð á greiningu þriggja sjúklinganna. Þrír sjúklinganna höfðu beingisnun en enginn, að talið er, beinmeyrnun (osteomalacia). Flogaveikum, þó sérstaklega þeim sem taka krampahemjandi lyf að staðaldri, er allt að sex sinnum hættara við beinbrotum en fólki almennt (1,2). Við drögum þá ályktun að krampaköst geti valdið mjög fjölbreyttum beinbrotum og brotaliðhlaupum. Læknar er taka á móti sjúklingum eftir krampaköst ættu að hafa í huga að þessum sjúklingum er hættara við beinbrotum en öðrum og skyldu taka stoðkerfiskvartanir þeirra alvarlega. INNGANGUR Broti og brotaliðhlaupi við krampaköst var fyrst lýst 1907 af Lhendorf (3). Algengasta staðsetning brota eftir krampaköst er samfallsbrot í hrygg, brot í efri hluta upphandleggs og í mjöðni en nær allri staðsetningu hefur verið lýst (1-4). Beinbrot við rafstuðsmeðferð geðlækna voru algeng fyrir tilkomu vöðvaslakandi lyfja (1). Fólk getur hlotið beinbrot á ólíklegustu stöðum við krampaköst (1,2,4) og hlotið mörg beinbrot í sama kastinu (1-4). Tíðni samfallsbrota í hrygg hefur verið lýst hjá allt að 16% sjúklinga eftir krampaköst (6). Tilgangurinn með skrifum þessum er að vekja athygli á því, að sjúklingar sem hafa fengið flog geta hlotið beinbrot og liðhlaup við krampana. EFNIVIÐUR Skoðaðar voru sjúkraskýrslur sex sjúklinga Frá slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspitalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Porvaldur Ingvarsson, slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans, 108 Reykjavík. sem hlutu beinbrot og/eða brotaliðhlaup eftir krampaköst og komu til meðferðar á Borgarspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landakotsspítala á árunum 1987- 1991. 1. Þrjátíu og sjö ára flogaveik kona sem hafði tekið krampahemjandi lyf árum saman, fékk krampakast við akstur bifreiðar. Hún fann fyrirvara kastsins og náði að leggja bifreiðinni áður en krampakastið reið yfir. Hún var spennt í bílbelti. Við komu á sjúkrahús kvartaði hún um verk í baki. Röntgenmynd af lendhrygg var tekin daginn eftir krampakastið og leiddi í ljós innkýlt brot á öðrum lendhryggjarbol (mynd 1). Sjúklingurinn var tekinn til aðgerðar, brotið rétt og fest með Harringtonstögum með góðum árangri. Stögin voru fjarlægð eftir 13 mánuði. Tveimur árum seinna fékk sjúklingur aftur krampakast og hlaut samfallsbrot í neðri hluta brjósthryggjar. Brotið var meðhöndlað með bakbelti og sjúkraþjálfun. 2. Sjötíu og níu ára gamall maður, sem hafði tekið steralyf vegna astma í mörg ár, fékk krampakast er hann var að horfa á sjónvarp. Hann sat í stól og féll ekki í gólfið. Við Mynd I. Tölvusneiðmynd af lendliryggjarbol er sýnir brot er gengur inn í mœnugöngin.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.