Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1994, Page 44

Læknablaðið - 15.01.1994, Page 44
34 LÆKNABLAÐIÐ efa lagasetningin frá 1973 um byggingu 80 heilsugæslustöðva um land allt og nánari ákvæði um starfsemi heilsugæslunnar. Þessar stöðvar voru samanlagt jafnmargir fermetrar og Borgarspítalinn og munaði um rninna í heilsugæslunni. Aðdragandinn að þessum lögum var nokkuð langur og þar ber helst að minnast nefndarstarfa Læknisþjónustunefndar Reykjavíkur, en þessi nefnd var sett á laggirnar af borgarstjóm Reykjavíkur árið 1963. Hugmyndir nefndarmanna og annarra starfshópa gerjuðust í nokkur ár og árið 1968 skilaði nefndin skýrslu sinni sem nefndist Læknisþjónusta utan sjúkrahúsa (2). Nokkru áður (1966) höfðu læknar á Húsavík stofnað læknamiðstöð, sem byggði á sömu hugmyndum og síðar varð fyrirmynd heilsugæslustöðva. Læknisþjónustunefndin komst að þeirri niðurstöðu að heimilislækningar væru besta fyrirkomulagið til þess að sinna sjúklingum utan sjúkrahúsa, en gera þyrfti veigamiklar breytingar á fyrirkomulaginu sem þá ríkti. Tillögur nefndarinnar voru síðan settar fram í 24 liðum. Nú 25 árum síðar má vel sjá, hvað þessir brautryðjendur voru geysilega víðsýnir og glöggir á nýjungar á þeim tíma. Segja má að allt heimilislæknakerfið byggi enn þann dag í dag á þessum hugmyndum, aðeins hefur þurft að breyta fáeinum atriðum og enn er miðað við að hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum sem þar var minnst á en hafa ekki verið teknar í gagnið enn þá. Að vísu er það kaldhæðni örlaganna að Reykjavíkurborg skyldi verða síðust til þess að taka upp þessar byltingarkenndu nýjungar, sem hún átti þó frumkvæðið að. STARFSAÐSTAÐA OG VINNULAG Númerakerfið í heimilislækningum stóð í fyrstu með blóma, en hafði hnignað veruleg upp úr 1970. Það var síðan endanlega lagt niður í maí 1984. Ný og betri starfsaðstaða hefur gjörbylt öllum vinnubrögðum heimilislækna. Tekin hefur verið upp teymisvinna í stað einyrkjabúskapar og aðstaða skapast til að sinna verkefnum svo sem slysaþjónustu, kvensjúkdómum, mæðra- og ungbarnavernd ásamt annarri heilsuvernd. Þó finnst mörgum það ganga allt of treglega að koma þessum nýjungum í vinnubrögðum heimilislækna í framkvæmd. Tölvuvæðing á heilsugæslustöðvum, sem hófst hér á landi með brautryðjendastarfi Guðmundar Sigurðssonar á Egilsstöðum (3) árið 1975, var algjör bylting á sínum tíma. Þróunin hefur verið mjög ör á þessu sviði og sífelldar nýjungar á ferðinni. Hér er bæði átt við öflugri tækjakost og betri forrit til þess að skrá samskipti sjúklinga. Rannsóknir í heimilislækningum byggja að miklu leyti á þeim tölvutæka gagnagrunni, sem safnað hefur verið á síðustu árum. Islenskir heimilislæknar voru með þeim fyrstu í heimi til að taka upp umfangsmikla skipulega og samhæfða tölvuskráningu á samskiptum heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga þeirra, en hafa nú helst úr lestinni á þessu sviði á síðustu árum. A þessu ári gerðu heilbrigðisyfirvöld samning við fyrirtækið Gagnalind h/f um að hanna algjörlega nýjan hugbúnað til notkunar í heilsugæslunni. Aætlað er að fyrsta útgáfa þessa forrits verði tilbúin til prófunar árið 1996. Um 95% breskra heimilislækna hafa tekið tölvur í notkun á vinnustöðum sínum, en nota þær mest við reikningshald og að sögn Dr. Pritchard verða þeir að bíða í nokkur ár enn eftir handhægum forritum til að geta unnið með þau á sama hátt og við gerum nú. Tölvunotkun meðal danskra heimilislækna hefur aukist úr 0 í 25% á síðustu 10 árum. Þá verður það að teljast til tíðinda að Skaraborgarlén í Svíþjóð, með um 260.000 íbúa, hefur ákveðið að taka upp íslenska forritið MEDICUS á heilsugæslustöðvum. sínum. Víða erlendis hefur tölvutæknin verið tekin í notkun varðandi grunn-, endur- og viðhaldsmenntun, en nú er hægt að hafa heilu kennslubækurnar og tímaritin á geisladiskum. Eg tel að þróunin á þessari nýjung eigi eftir að verða örari í nánustu framtíð og bæta viðhaldsmenntun og auðvelda læknum að greina sjúkdóma. Dr. Pritchard, sem var einn af heiðursgestum og fyrirlesurum afmælishátíðar LÍ, heldur því fram að mestu nýjungar í heimilislækningum sé að finna hér á landi. Hann á þar við að vel hafi gengið að taka upp eða þróa ýmsa þætti heimilislækninga sem aðrar þjóðir hafa

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.