Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1994, Page 55

Læknablaðið - 15.01.1994, Page 55
MJÖG VIRKT BÓLGUEYÐANDILYF (NSAID)... Diclofenac er þrautreynt og viöurkennt NSAI lyf meö mjög góöa bólgueyöandi og verkjastillandi eiginleika. u Diclofenac Na 50 mg Misoprosto! Æm 0.2 mg F\ ÆmMSBM Mi: ...MEÐ ROKRETTA VORN FYRIR MAGASLÍMHIMNUNA. Misoprostol er efnafræðilega stööug prostaglandín E^-afleiöa, sem verndar gegn magasárum af völdum NSAI lyfja án þess aö draga úr bólgueyöandi eiginleikum þeirra.3'6 Meö þvi aö tengja saman diclofenac og misoprostol í Arthrotec® er nú hægt aö meðhöndla sjúklinga sem ekki var hægt aö gefa nægilega skammta af NSAI lyfjum til að ná verkjastillandi áhrifum þeirra vegna hættu á magasári.36 • Fyrir sjúklinga bætir þessi samsetning til muna alla lyfjameðferð. • Fyrir lækna eykst svigrúmið verulega til aö auka skammtastærðir og veita fleiri sjúklingum meðferð sem þurfa á NSAI lyfjameðferð aö halda. SEARLE UMBOÐ: LYFh.f. Garðaflöt 16-18 Garðabæ Arthrotec® Searle, 910006 TÖFLUR; M 01 A B 55 R E Hvertafla inniheldur: Misoprostolum INN 0,2 mg. Innri kjarni töflunnar inniheldur: Diclofenacum INN, natriumsalt, 50 mg. Eiginleikar: Lyfiö er blanda af díklófenaki og misóprostóli. Kjarni hverrar töflu inniheldur díklófenak og er sýruhúðaður, en þar fyrir utan erhjúpurmeömísóprostóli.semlosnarúrtöflunniímaganum.Díklófenak minnkar myndun prostaglandína í líkamanum og hefur verkjastillandi og bólgueyðandi verkun. Mísóprostól er afbrigði af prostaglandíni E,, sem veldur minnkaðri sýrumyndun í maga, aukinni slímmyndun í maga og skeifugörn og aukinni myndun bíkarbónats í skeifugörn. Á þennan hátt vinna áhrif mísóprostóls gegn ertandi áhrifum bólgueyðandi gigtarlyfja á slímhúð í maga og skeifugörn. Ábendingar: Gigtsjúkdómar, þar með taldir iktsýki (arthritis rheumatoides), hryggikt (spondylitis ankylopoetica), slitgigt og vöðvagigt, þegar aukin hætta erfyrir hendi ásárum eða bólgu í maga og skeifugörn af völdum bólgueyðandi gigtarlyfja. Frábendingar: Blæðandi sár í maga eða skeifugörn. Ofnæmi fyrir bólgueyðandí gigtarlyfjum eða prostaglandínafbrigðum. Lyfið má ekki gefa sjúklingum, sem fá astma, nefrennsli eða ofsakláða af acetýlsalicýlsýru eða öðrum skyldum lyfjum. Skorpulifur. Alvarleg hjartabilun eða nýrnabilum. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkun lyfsins er magaverkir (um 20%) og næst algengasta er niðurgangur. Þessi óþægindi eru oftast væg og ganga fljótt yfir. Algengar (>1%): Magaverkir, niðurgangur, ógleði, vindgangur, magabólga, hægðatregða, nábítur, uppköst. Höfuðverkur, svimi. Útbrot. Einkenni sem líkjast inflúenzu. Sjaldgæfar: Þreyta, sótthiti, almenn vanlíðan, hitakóf, stirðleiki, syfja, svefnleysi, lystarleysi, aukin matarlyst, svitnun. Blóðflögufækkun. Verkir fyrirbrjósti, háþrýstingur. Breytt húðskyn, mígreni, þunglyndi, minnkað bragðskyn. Bólgur eða sár í vélinda, maga eða skeifugörn. Kláði, útbrot. Trufluð lifrarstarfsemi. Vöðvaverkir, sinadráttur. Aukin þvagmyndun. Blæðingar eða útferð frá fæðingarvegi. Sjóntruflanir, augnverkir. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Fækkun hvitra blóðkorna. Húðroði. Kvíði, erfiðleikar við einbeitingu. Tungubólga, blóðug uppköst, hiksti. Bjúgur í húð. Lifrarskemmdir. Aukin öndun, aukin munnvatnsmyndun. Sykur i þvagi. Verkir eða suð í eyrum. Milliverkanir: Díklófenak keppirvið acetýlsalicýlsýru um próteinbindingu og ætti ekki að nota lyfin saman. Lyfið virðist hvorki hafa áhrif á lyfjahvörf segavarnarlyfja né lyfja viö sykursýki, en rétt er aö sýna aögát ef slík lyf og díklófenak eru gefin saman. Stórir skammtar sýrubindandi lyfja minnka aðgengi misóprostóls. Blóðþéttni litíums og digoxins hækkaref díklófenakergefiðsamtímis.Díklófenakminnkarútskilnaðmetótrexats og getur þaö valdið alvarlegum eiturverkunum. Ef díklófenak og cíklóspórín eru gefin saman er aukin hætta á nýrnaskemmdum og háþrýstingi. Varúö: Varúðar skal gæta hjá sjúklingum með sár í maga eða skeifugörn, colitis ulcerosa, Crohns sjúkdóm, truflaða blóðmyndun, blæðingartilhneigingu eða hjartabilun. Enn fremur skal gæta varúðar við gjöf lyfsins, ef sjúklingar eru með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi (t.d. aldraðir), taka segavarnalyf, þvagræsilyf eða lyf við sykursýki. Við langtímameðferð þarf að fylgjast með lifrarstarfsemi og blóðhag. Athugið: Lyfið getur dregið úr athygli og viðbragðsflýti hjá sumum sjúklingum og þarf að gæta að þessu við stjórnun ökutækja eöa annarra véla. Meöganga og brjóstagjöf: Lyfið getur haft ýmis skaðleg áhrif á fóstur og leg og á ekki að nota það á meðgöngutíma. Díklófenak skilst út i brjóstamjólk, en skaðleg áhrif á barnið eru ólíkleg. Ekki er vitað hvort mísóprostól skilst út i brjóstamjólk. Konur með börn á brjósti eiga því ekki að nota lyfið. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammtur er ein tafla 2-3 sinnum á dag. Töflurnar á að gleypa heilar, með mat. Við langtímameðferö er mikilvægt að nota lægsta skammt, sem gefur fullnægjandi verkun. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar: 20 stk. (þynnupakkað); 100 stk. (pynnupakkað). /. Toddctal: Dniss. 19/iK; 35:244-285. 2. Skoutakis etal: Drug Inlellig Clin Pharm. 1988; 22:850-85'). X Roth et al: Arch IntcrnMcd 1989;149:775-779. 4. de Mclo Gomcs JA: Scand .1 Rhcumulol. 1992: suppl 96:23-31. 5.Woods etal: Arthritis Rhcum. 1992:35 (suppi 9i: (in press). ó.Verdickt et al: Scand J Rheumatol. 1992; 21:85-91.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.