Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1994, Page 7

Læknablaðið - 15.02.1994, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 51 fjölbreytugreiningu Cox (multivariate analysis) (22), það er athugað var hvort tilteknar breytur hefðu sjálfstæð, marktæk áhrif á lífshorfur. Má þar nefna kyn, aldur við greiningu, stigun og greiningarár. Við aðra tölfræðilega útreikninga var beitt kí-kvaðrötum og t-prófi. Tölfæðilegt marktæki miðast við p-gildi <0,05. Gefin eru upp meðaltöl og staðalfrávik. NIÐURSTÖÐUR Hópur A taldi 334 sjúklinga (82%). Algengustu einkenni voru verkur í síðu/kviði (56%), blóð í þvagi (45%), þyngdartap (28%) og einkenni blóðskorts (25%). Alls höfðu 56 sjúklingar einkenni vegna meinvarpa. Önnur einkenni voru fátíðari (sjá nánar í heimild 19). Hópur B taldi 74 sjúklinga (18%) sem allir voru greindir fyrir tilviljun (tafla I). Tuttugu og fimm af 166 sjúklingum (15%) greindust fyrir tilviljun 1971-1980 en 49 af 242 sjúklingum (20%) árin 1981-1990. Hlutfallslegur munur er 5% milli þessara tímabila og er ekki marktækur (p>0,l). Frá 1984-1990 greindust fjórir sjúklingar fyrir tilviljun við tölvusneiðmyndatöku og fimm sjúklingar hafa greinst við ómun frá 1986 til 1990. Ekki var marktækur munur á aldri í hópi A (65,5 ár) og hópi B (65,8 ár) (p>0,l). Meinvörp fundust hjá 170 sjúklingum (42%) við eða rétt eftir greiningu (innan við fjórar vikur). Algengust voru meinvörpin í lungum, beinum og lifur (sjá nánar í heimild 19). Af 64 sjúklingum með meinvörp í eitlum voru 15 sjúklingar án meinvarpa annars staðar (á stigi III). Flestir (n=53) sjúklinganna höfðu fjölmeinvörp, en hjá 23 fundust ineinvörp í einu líffæri auk eitla. Mynd 1 og tafla II sýna stigun. Rúmur helmingur (230/406) sjúklinganna (57%) hafði útbreiddan sjúkdóm (stig III+IV) við greiningu. I hópi B var 61 af 74 sjúklingum (82%) á stigi I og II en 115 af 332 (35%) þeirra sem greindust með sjúkdómseinkenni og er munurinn marktækur (p<0,001). Sama er uppi á teningnum ef aðeins er litið á tímabilið 1981-1990 (88% á móti 33%, p<0,001) (tafla III). Hins vegar voru fjórir sjúklingar af 49 (8%) í hópi B á stigi IV 1981-1990, en einn af 25 sjúklingum (4%) 1971-1980. Þessi munur er ekki marktækur (p>0,l). í hópi A var hlutfall sjúklinga á stigi IV sama á fyrri og síðari áratugi Tafla I. Orsök greiningar hjá sjúklingum sem greindust Jyrir tilviljun með nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-1990. (n = 46 karlar og 28 konur). 1971 -1990 1971 -1980 1981-1990 n (' n (%) n (%) Nýrnamynd 36 (49) 15 (60) 21 (43) Smásæ blóðmiga .... 8 (11) 3 (12) 5 (10) Við aðgerð á kviðarholi 7 0) 1 (4) 6 (12) Ómun 5 (7) 0 (0) 5 (10) Þreifing á kvið 5 (7) 2 (8) 3 (6) Tölvusneiðmyndir af kvið 4 (5) 0 (0) 4 (8) Polycytemia 3 (4) 1 (4) 2 (4) Hækkað sökk 3 (4) 2 (8) 1 (2) Lungnamynd 2 (3) 1 (4) 1 (2) Slagæðamyndataka .. 1 (1) 0 (0) 1 (2) 74(100) 25(100) 49(100) Tafia II. Stigun (Robson) sjúklinga með nýmafrumukrabbamein á Islandi 1971-1990 eftir því hvort greindir fyrir tilviljun eða með einkenni. (n = 406). Einkenni Tilviijun Samtals n <%) n <%) n (%)" Stig I .................. 76 (23) 55 (74) 131 (32) Stig II.................. 39 (12) 6 (8) 45 (11) Stig III ................ 67 (20) 8 (11) 75 (19) Stig IV................. 150 (45) 5 (7) 155 (38) 332 (100) 74(100) 406 (100) Fjöldi □ HópurA □ Hópur B Mynd 1. Stigun sjúklinga (Robson) með nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-1990 í hópum A (sjúkiingar með einkenni) og B (tilviljanagreindir). rannsóknartímabilsins eða 45%. Af sjúklingum með bleikfrumuæxli voru fjórir á stigi I (allir í hópi B) en einn var á stigi II ( í hópi A).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.