Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 28
70 LÆKNABLAÐIÐ úr 97% niður í 86%. Þetta þola heilbrigðir einstaklingar, en sjúkir og slasaðir síður, og þurfa því súrefnisgjöf. Mikilvægt er að halda súrefnismettun yfir eða við 90% í sjúkraflugi. Notkun súrefnismettunarmælis getur hjálpað mjög við að fylgjast með súrefni í blóði og hjálpað við mat á súrefnisþörf r innöndunarlofti (1,4). Hröðun: Hvort sem sjúklingur er fíuttur í þyrlu, flugvél eða með sjúkrabíl verka á hann hröðunarkraftar, mismiklir eftir flutningsmáta. Þeir verka eftir þremur ásum; lárétt (höfuð- tær), þversum (hlið til hliðar) og lóðrétt (bringa-bak) (1,7,8). í flugvél gætir láréttu áhrifanna mest og eru þau sterkust við flugtak og lendingu. 1 sjúkrabílum eru sömu kraftar mest áberandi. Þyrla hefur sig til flugs og lendir lóðrétt þannig að lárétt hröðun og hraðaminnkun er ekki eins mikil, en nokkurs konar blöndun á kröftunum myndast, þeir eru sterkari en einsleitari og því verður flutningurinn ”mýkri”. Skyndilegar breytingar eru meiri og ófyrirséðari í bíl en í þyrlu. Því er betra að flytja sjúklinga sem þola lítið hnjask í þyrlu (6,8). Hröðun getur valdið tilfærslu á blóði í líkamanum og því haft áhrif á blóðþrýsting. Þessa gætir mest við snarpar breytingar. Þetta skiptir máli hjá sjúklingum með óstöðuga blóðrás og einnig hjá þeinr sem hafa hækkaðan þrýsting innan höfuðkúpu (3,4,7). Mikilvægt er að læknir láti flugmann vita af slíku en hann getur þá hugsanlega hagað flugi með tilliti til þess. Hávaði, titringur og hitastig: Hávaði um borð í þyrlum og litlum flugvélum er töluverður. í þyrlum er hann talinn vera á bilinu 85-95 dB, þar eru heyrnarhlífar því nauðsynlegar, bæði fyrir áhöfn og sjúklinga. í litlum flugvélum getur hávaðinn farið upp undir 90 dB í flugtaki (9-11). Hávaði um borð veldur því að erfitt er að fylgjast með ýmsum teiknum hjá sjúklingum þar á meðal hjarta- og lungnahljóðum því notkun hlustpípu er ekki möguleg. Nauðsynlegt er því að fylgjast vel með sjúklingum og hafa góða vaktara, og eru sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir, hjartalínurit og súrefnismettunarmælir nauðsynlegir. Tjáskipti við sjúkling um borð geta verið erfið (4,9,12,13). Titringur á sér stað í öllu flugi, en er mismikill eftir tegundum loftfara. Áhrif á mannslíkamann eru mest við lága tíðni (1- 50 Hz) og geta valdið margvrslegum áhrifum á sjúklinga og þá sem eru óvanir að fljúga. Helstu einkenni eru þreyta, höfuðverkur, einbeitingarörðugleikar, skyntruflanir og ógleði, auk þess sem efnaskipti aukast og súrefnisþörf vex. Titringur getur og gert lækni erfitt að annast sjúkling til dæmis getur verið erfitt að finna púls. Okyrrð í lofti getur einnig valdið erfiðleikum, því er mikilvægt að vanda undirbúning fyrir flug og festa allan búnað vel. Þetta á bæði við um sjúkrabörur og það sem tengt er við sjúklinginn, til dæmis æðaleggi (4,7). Mikilvægt er að hitastig sé þægilegt því auk þeirra venjulegu áhrifa, sem verða á lrkamann af völdum hitabreytinga, verkar samspil hita og titrings á sérstakan hátt. Við hita á sér stað útvíkkun æða og svitamyndun eykst til að kæla líkamann. Við kulda og í titringi dragast æðar saman og svitaframleiðsla minnkar. Þegar saman fer mikill hiti og titringur geta áhrif titringsins, það er æðasamdrátturinn. verið yfirgnæfandi og stjórnun líkamans til kælinga skerðist (14). Hafa verður í huga að auk þess að hafa áhrif á sjúklinginn getur hávaði og titringur haft áhrif á áhöfnina. Súrefnisskortur getur gert vart við sig og valdið svima, syfju, skertri dómgreind og starfsgetu (15). Onnur atriði: Höfuðáverkum fylgja oft ógleði og uppköst og eru sjúklingar þá næmari fyrir flugveiki. Þessir sjúklingar hafa oft lækkaðan krampaþröskuld og geta umhverfisáhrif í flugi, til dæmis birta, komið af stað krömpum. Súrefnisskortur lækkar einnig krampaþröskuld (1). Sjúklingar með hækkaðan þrýsting innan höfðukúpu, senr fluttir eru í flugvél, ættu að snúa þvert í vélinni ef mögulegt er til að hindra það að þrýstingurinn aukist við tilfærslu blóðs í líkamanum (1,4,6). Skútaop geta lokast vegna áverka eða bjúgs, þannig að loft inni í þeim getur þanist út og dregist saman eftir breytingum á loftþrýstingi, og getur það valdið sársauka og jafnvel súrefnisþurrð í vefjum. Blóðnasir geta verið fylgikvilli loftþrýstingsbreytinga í flugi (1,6). Til bóta er að setja tappa í eyru meðvitundarlausra sjúklinga til að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.