Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 18
60
LÆKNABLAÐIÐ
Engin marktæk breyting hafði orðið á þessum
breytum við lok meðferðar. Hins vegar jókst
meðalgildi glúkósa úr 5,1 ± 1,3 mmól/L í 5,8
± 1,9 mmól/L (p<0,01), kreatínin úr 99,0 ±
25,6 mmól/L í 107,7 ± 26,5 mmól/L
(p< 0,05) og þvagsýru úr 0,35 ± 0,06
mmól/L í 0,40 ± 0,08 mmól/L (p<0,01).
Einn hafði hækkaða glúkósu í upphafi
meðferðar, 10,5 mmól/L, en 13,6 við lok
meðferðar og tveir höfðu aukið kreatínin
145 og 187 mmól/L. en 108 og 191 í lokin.
í meðferðarlotum 1, 2, og 3 urðu engar
marktækar breytingar á kalíumi og kreatínini.
Engin kalíumgildi mældust lægri en 3,3
mmól/L og aðeins átta mælingar voru á bilinu
3,3 - 3,4 mmól/L.
UMRÆÐA
Rannsókn þessi sýnir að skammta-
/verkunarkúrfa E og H er næstum flöt við
hærri skammta en 10 + 12,5 mg á dag, að
minnsta kosti ef blóðþrýstingur er mældur
í liggjandi stöðu. Blóðþrýstingur lækkaði
nokkuð mældur í standandi stöðu við stærri
skammta E og H. Það var hins vegar aðeins
við meðferð 4 sem viðbótarþrýstingsfallið nam
meira en 5 mm Hg, en við þá skammtastærð
jukust hjáverkanir. Við stærstu skammtana
jókst mismunur slagþrýstings liggjandi og
standandi úr 2 mm Hg við meðferð 1 í 8 mm
Hg og er óvíst hvort slíkt þrýstingsfall telst
æskilegt.
Tíðni ”verulegra hjáverkana” reyndist
langmest við meðferð 4. Allar eru þær þekktir
fylgikvillar háþrýstingsmeðferðar almennt,
svo sem svimi og þreyta, og tíasíðmeðferðar
sérstaklega, svo sem verkur í liðum vegna
aukinnar þvagsýru í sermi og sinadráttur, sem
oft er tengdur truflun á elektrólýtum. Þrátt
fyrir aukningu hjáverkana með hækkandi
skömmtum reyndist hún ekki marktæk vegna
mikillar dreifingar og yfirleitt fárra hjáverkana.
Marktæk aukning varð á þvagsýru, kreatínini
og glúkósu í sermi í rannsókninni og er þar
um að ræða þekktar verkanir tíasíða, þó er
talið að AUB-lyf dragi úr þvagsýruhækkun
af völdum tíasíða (4). Engar marktækar
breytingar urðu á meðalkalíumi í sermi
þótt sveiflur yrðu á gildum hjá einstaka
þátttakenda. Aðeins einn þátttakandi kvartaði
um hósta sem er þekkt hjáverkun AUB-lyfja.
Ekki er vitað um aðrar rannsóknir sem
hafa beinst að því að finna heppilegustu
samsetningu E og H, þótt lyfin séu mikið
notuð saman gegn háþrýstingi. Sassano og
félagar (3) sýndu fram á að ekkert væri unnið
við að auka skammta E upp fyrir 20 mg á dag
og mun áhrifaríkari kostur að gefa H með E.
I rannsókn Jones og félaga (5) kom einnig
fram að unnt er að komast af með minni E
skammta ef H er gefið með. Svipað kom fram
í kanadískri rannsókn (6). Þó er E eitt sér
lfklega öllu virkara en atenólól (7) sem oft
hentar vel við háþrýstingi og er mikið beitt
meðal annars hérlendis. Dahlöf og félagar
(8) sýndu fram á að 12,5 mg skammtur af H
dygði jafn vel og 25 mg til að magna verkun
E í háþrýstingi, en þeir prófuðu hins vegar
ekki mismunandi E skammta. Þetta samrýmist
þeirri stefnu síðustu ára að reyna að komast
af með litla tíasíðskammta. Þó eru ekki allar
rannsóknir samhljóða um að ekkert sé unnið
við að gefa H í stórum skömmtum (9). Vera
má að samsetning E og H geri verkunarkúrfur
beggja lyfjanna flatari.
Tíðni hjáverkana af E+H var svipuð og áður
hefur verið lýst (10). Sama er að segja um
mælibreytur í sermi.
E dregur úr aukningu glúkósa og þvagsýru
og lækkun kalíumgilda af vöidum tíasíða
(11). Aukning á kólesteróli í sermi sem oft
fylgir tíasíðgjöf kom heldur ekki fram. Gjöf
AUB-lyfja tefur framgang nýrnaskemmda
hjá sykursjúkum með háþrýsting (12). Loks
eru AUB-lyf meðal hinna áhrifaríkustu til að
draga úr slegilsþykknun í háþrýstingi (13)
og notkun E dregur úr dánartíðni af völdum
hjartabilunar (14).
í stuttu máli virðist lítið gagn í því að auka
skammta E og H í vægum eða meðalsvæsnum
háþrýstingi umfram 10 rng + 12,5 mg á dag.
Náist ekki viðunandi árangur með þessum
skömmtum er reynandi að bæta við þriðja
lyfi eða skipta urn lyf. Þessi niðurstaða
styrkist enn frekar vegna vaxandi hjáverkana
(og kostnaðar) við gjöf stærri skammta.
Ahugavert væri að rannsaka verkun enn minni
H skammta, til dæmis 6,25 mg á dag.
ÞAKKIR
Höfundar vilja þakka Guðbjörgu Eddu
Eggertsdóttur fyrir veitta aðstoð, dr. Stefáni
Jökli Sveinssyni fyrir vinnuframlag hans við
úrvinnslu gagna og Elísabetu Snorradóttur
fyrir ritarastörf.