Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 36
78 LÆKNABLAÐIÐ helmingur fluttra voru karlar á aldrinum 20-40 ára. Hátt hlutfall útlendinga vekur athygli. Skráning á ástandi sjúklings um borð í þyrlunni var í mörgum tilvikum ekki fyrir hendi. Oft voru veikindi eða áverkar minniháttar og ekki talin þörf á nákvæmu eftirliti, skráningu verður engu að síður að teljast ábótavant en unnið er að úrbótum þar á. Erfitt er að draga ályktun um breytingar á ástandi sjúklings við flugið vegna þess að nægilegar upplýsingar liggja ekki fyrir. Astand sjúklings virðist þó ekki fara versnandi því við komu á sjúkrahús eru fieiri sjúklingar með meðvitund og færri sjúklingar með lágan blóðþrýsting en voru um borð. I nokkrum tilvikum var erfitt að átta sig á hvort þyrlulæknir gaf þá meðferð sem skráð var eða hvort sjúklingur hafði þegar fengið hana frá lækni sem fyrir var á staðnum. Einnig er í nokkrum tilvikum óljóst hvort meðferð var veitt eða hvort skráning hafi fallið niður. Þess ber að geta að erfitt er að framkvæma vandasamar læknisaðgerðir um borð í TF-SIF. Auk hávaða og titrings koma til léleg lýsing og þrengsli. Til dæmis er erfitt að komast að höfðalagi sjúklings og er barkaþræðing því vandasöm. Ekki er auðvelt að koma við betri lýsingu í farþegarými vegna smæðar þyrlunnar því slrkt getur verið truflandi fyrir flugmenn. Því væri betra að hafa stærri þyrlu þar sem hægt væri að koma skilrúmi milli farþegarýmis og flugstjómarklefa, rými væri við höfðalag sjúklings og búnaður til lækninga væri innbyggður, en allur búnaður er laus um borð í TF-SIF. Mat á sjúklingum í flokka eftir líkamlegu ástandi var vandasamt og mörk milli flokka oft óljós. Samkvæmt flokkuninni töldust 61% sjúklinga vera alvarlega veikir eða slasaðir. Kemur það heim og saman við það sem erlendar kannanir sýna; að þyrluflutningar eru mest notaðir fyrir alvarlega veika eða slasaða sjúklinga (12). Um 25% sjúklinganna flokkuðust í flokk II og ástand þeirra því ekki talið alvarlegt. Er það nokkuð hátt hlutfall en sem fyrr segir koma hér inn í erfiðar aðstæður á vettvangi. Oft er erfitt að meta í fyrstu hve brýn þörf er á aðstoð. Þetta á sérstaklega við þar sem um er að ræða skammvinnt meðvitundarleysi eftir höfuðáverka (9,15). Mikill meirihluti fluttra þurfti á sjúkrahúsdvöl að halda. Af innlögðum þurftu 54% gjörgæslumeðferð og 46% innlagðra gengust undir skurðaðgerð. Þessar tölur staðfesta að ástand sjúklinga sem fluttir voru með þyrlunni var alvarlegt. Sjúklingar reyndust hafa margvíslega sjúkdóma og áverka. Því er mikilvægt að búnaður þyrluvaktar lækna sé fjölþættur og reynsla lækna víðtæk. Ekki hafa komið upp tilvik þar sem tilfinnanlega hefur skort á lyf eða tækjabúnað en nú er svo komið að endumýjunar á ýmsum tækjabúnaði er þörf. Af þeim búnaði sem margar sveitir erlendis hafa yfir að ráða, en ekki er til staðar hér og til bóta væri að fá, má nefna ytri gangráð, mæli fyrir koltvísýring í útöndunarlofti, vökvadælu, rakatæki fyrir öndunarvél og svokallaðar MAST-buxur (16-18). Æskilegt væri að kanna betur í framtíðinni flutninga og fyrstu meðferð mikið veikra og slasaðra sjúklinga. Til þess þyrfti vandaða og ítarlega skráningu svo hægt væri að beita hlutlægara mati en hér var unnt. Sú rannsókn gæti orðið leiðbeinandi um hvenær rétt sé að flytja sjúkling með þyrlu. LOKAORÐ í þessari grein hefur verið bent á mikilvægi þess að hafa þyrlu til björgunar og sjúkraflutninga á Islandi. Staðhættir hér eru með sérstökum hætti, stór hluti landsins er óbyggður, samgöngur erfiðar, verðurfar óstöðugt og kalt auk þess sem fiskveiðiflotinn er stór og efnahagslögsagan sömuleiðis. Þátttaka lækna í þeirri starfsemi gerir hana ömggari og markvissari. Þessi þjónusta virðist ekki misnotuð ef tekið er tillit til hversu alvarlega veikir og slasaðir sjúklingamir voru og við hvaða aðstæður slys eða veikindi bar að. ÞAKKIR Sérstakar þakkir til starfsmanna Flugdeildar og Stjómstöðvar Landhelgisgæslunnar fyrir flugferðir, aðstoð og upplýsingar. Einnig til Sigurðar Guðmundssonar læknis fyrir yfirlestur og ábendingar. SUMMARY The use of a helicopter for emergency services in Iceland in 1991: The study objective was to review the utilization of the Icelandic Coast Guard Helicopter Emergency Services and to evaluate the condition and

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.