Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 10
54 LÆKNABLAÐIÐ hverjir hafa gagn af aðgerð þarf framsýna samanburðarrannsókn. Fimmti hver sjúklingur greindist fyrir tilviljun á síðari helmingi rannsóknartímabilsins. Þetta er mun lægra hlutfall en í sambærilegum erlendum rannsóknum (tafla V). Auk þess verður að taka tillit til þess að í okkar rannsókn eru sjúklingar sem greinast fyrir tilviljun í aðgerð eða við uppvinnslu á smásærri blóðmigu og/eða háu sökki (án einkenna) taldir með í hópi B. I rannsóknunum, sem vísað er til í töflu V, er tilviljanagreining yfirleitt bundin við þá sem greinast með myndrannsóknum og stundum aðgerð. Ef sú skilgreining er höfð til hliðsjónar er hlutfall tilviljanagreindra nýmafrumukrabbameina enn lægra hér á landi (um 13%). Erlendis er aukning tilviljanagreindra nýrnaæxla rakin til aukinnar notkunar tölvusneiðmynda og ómunar við rannsóknir á kviðarholi (12). I okkar rannsókn greindust aðeins fimm sjúklingar fyrir tilviljun við ómskoðun frá 1986-1990 og fjórir greindust með tölvusneiðmynd frá 1984-1990. Langflest tilviljanagreind æxli fundust við nýrnamynd bæði á fyrri og síðari hluta rannsóknartímabilsins, oftast í tengslum við rannsókn sjúkdóma í neðri þvagfærum. Tilkoma tölvusneiðmynda upp úr 1981 og ómunar þremur árum síðar (1984) virðist ekki hafa breytt miklu þar um. Eflaust er fleiri en ein skýring á þessu. A Islandi hefur minna verið gert af ómskoðunum og tölvusneiðmyndum við rannsóknir á sjúklingum með kviðverki en víða erlendis, ekki síst Bandaríkjunum (39). Samt sem áður verður að telja að fimm æxli greind við ómun á sex ára tímabili sé lágt hlutfall þegar tekið er mið af fjölda ómskoðana á þessu tímabili. Til samanburðar sýnir japönsk rannsókn að þar greindust 68% af tilviljanagreindum æxlum með ómun 1980- 1988 (40). Einnig er hugsanlegt að erlendis hafi hlutfall tilviljangreindra æxla verið ofmetið. Þær erlendu rannsóknir sem var vitnað í ná til afmarkaðri hóps en okkar rannsókn. Efniviðurinn er að einhverju leyti valinn enda oftast um að ræða rannsóknir frá stórum sjúkrahúsum sem fá sjúklinga senda víða að. Við rannsökuðum öll greind nýrnakrabbamein á löngu tímabili í stóru, vel skilgreindu þýði (frá 1955 hafa öll greind krabbamein á íslandi verið skráð í Tafla V. Hlutfall sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein sem greindir eru fyrir tilviljun. - Samanburður rannsókna. Rannsókn Tímabil Fjöldi sjúklinga Greindir fyrir tilviljun <%) ■ Riches og fél. (15) 1935-1950 63/1746 (4) Skinner og fél. (2) 1935-1965 22/309 (7) Thompson og fél. (1) 1956-1965 2/18 (11) 1966-1975 18/64 (28) 1976-1985 17/68 (25) Konnak og fél. (9) 1961-1973 7/56 (13) 1980-1984 22/46 (48) Golimbu og fél. (6) 1970-1982 56/326 (17) Honkala og fél. (14) 1974-1979 16/52 (31) 1980-1985 50/112 (45) Ueda og fél. (10) 1976-1980 2/16 (13) 1981-1985 13/37 (35) Nakano og fél. (13) 1980-1989 44/144 (31) Guðbjartsson og fél. 1971-1980 25/166 (15) 1981-1990 49/242 (20) Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands). Við teljum því hugsanlegt að okkar rannsókn gefi raunhæfari hugmynd urn það hversu margir greinist í raun fyrir tilviljun þegar litið er á alla sjúklinga sem greinast með nýrnafru mukrabbamein. Enginn vafi leikur á því að tilviljanagreindu æxlin eru á lægri stigum við greiningu. Þegar tekið hefur verið tillit til stigunar hefur það hins vegar ekki forspárgildi fyrir lífshorfur hvort sjúklingur greinist fyrir tilviljun eða ekki. Betri horfur tilviljanagreindra sjúklinga skýrast því fyrst og fremst af lægri stigun. Greiningarár hafðl ekki forspárgildi fyrir lífshorfur. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir sjúklingar sem greindust upp úr 1970 höfðu svipaðar lífshorfur og hinir sem greindust tveimur áratugum síðar. Meðferð hefur lítið breyst á þessu tímabili. Þetta á sérstaklega við um sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm þar sem brottnám á nýra hefur verið eina meðferðin. Þrátt fyrir fullkomnari tækjabúnað hefur aðgerðin í sjálfu sér lítið breyst. Áður kom fram að óverulegar breytingar urðu á skurðdauða á rannsóknartímabilinu. Einhverjar breytingar hafa hins vegar orðið á lyfjameðferð sjúklinga með meinvörp en engar stórvægilegar. Interferóni hefur verið beitt í vaxandi mæli

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.