Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 63-68 63 Þórólfur Guðnason, Ólöf Jónsdóttir, Margrét Hreinsdóttir ÞVAGFÆRASÝKINGAR HJÁ BÖRNUM - GILDI POKAÞVAGS ÁGRIP Þvagfærasýkingar hjá ungum börnum eru algengar. Omeðhöndlaðar þvagfærasýkingar geta leitt til varanlegra nýrnaskemmda og annarra alvarlegra sjúkdóma síðar á ævinni. Þar sem erfitt er að fá þvagsýni hjá ungum bömum, eru oft notaðir pokar til þvagsöfnunar hér á landi hjá yngstu börnunum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna gildi pokaþvags til greiningar þvagfærasýkinga hjá bömum. Á sjö mánaða tímabili voru þvagsýni frá 100 börnum yngri en tveggja ára rannsökuð á framvirkan hátt á Bamaspítala Hringsins án tillits til innlagnarástæðu eða sjúkdómsgreiningar. Þvagfærasýking var staðfest hjá sjö bömum en hjá 30 börnum var pokaþvagið inengað af utanaðkomandi bakteríum. Bestu rannsóknaraðferðir á pokaþvagi til að spá fyrir um sýkingu voru talning baktería og hvítra blóðkorna í smásjá (r2: 0,42 og r^A: 0,15, p<0,05) en ræktun bætti mjög litlu þar við (r^A: 0,03, p<0,05). Ef miðað var við fjölda baktería > 100.000 í ml pokaþvags, var jákvætt forspárgildi ræktunar einungis 46% en neikvætt forspárgildi 99%. Alyktun: Pokaþvag hefur lítið gildi til greiningar þvagfærasýkinga hjá ungum börnum. Til að staðfesta þvagfærasýkingu hjá ungum börnum er nauðsynlegt að rækta ástungu- eða þvagleggsþvag. Hins vegar útilokar neikvæð ræktun pokaþvags nánast þvagfærasýkingu. INNGANGUR Tíðni þvagfærasýkinga hjá bömum á Islandi er ekki þekkt. Erlendar rannsóknir hafa Frá Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Þórólfur Guðnason, barnalæknir, Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, 101 Fteykjavík. sýnt, að allt að 3% stúlkna og 1% drengja fá eina eða fleiri þvagfærasýkingar á fyrstu 11 ámm ævinnar (1). Hins vegar má búast við að tíðnin sé eitthvað hærri, þar sem þvagfærasýkingar hjá börnum eru oft einkennalausar og greinast því ekki (2-6). Þvagfærasýkingar em algengastar hjá yngstu börnunum en verða fátíðari fram að unglingsárum en þá eykst tíðnin á ný (1,3,5- 8). Ómeðhöndlaðar þvagfærasýkingar geta leitt til varanlegra nýrnaskemmda, nýrnabilunar og/eða háþrýstings síðar á ævinni (2,9-11). Einkum virðist ungum bömum vera hætt við að fá nýrnaskemmdir (7,12,13) enda er allt að helmingur þeirra með ýmsa meðfædda galla á þvagfærunum sem auka verulega líkur á nýmaskemmdum (3,14,15). Greining þvagfærasýkinga byggir á niðurstöðu þvagræktunar. Oft er erfitt að fá þvagsýni til rannsóknar hjá ungum börnum og em því oft notaðir til sýnatöku hjá þessum aldurshópi (< tveggja ára) sérhannaðir, sótthreinsaðir pokar sem festir eru yfir þvagrásarop barnanna. Þrátt fyrir að reynslan hafi sýnt, að varhugavert sé að treysta jákvæðri ræktun pokaþvags vegna mengunar utanaðkomandi sýkla, eru slíkir pokar mikið notaðir hér á landi. Hins vegar ber rannsóknum ekki saman hversu mikil hættan á mengun er (16,17). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna gildi pokaþvags til greiningar þvagfærasýkinga hjá ungum íslenskum börnum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Öll börn sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í þessari rannsókn voru rannsökuð á framvirkan hátt á ungbamadeild (13E) Bamaspítala Hringsins, Landspítalanum. Þau voru öll rannsökuð án tillits til innlagnarástæðu eða sjúkdómsgreiningar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.