Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 81-90
81
Ólafur Jensson
1953-1993: BLÓÐBANKINN 40 ÁRA
ABO- BLÓÐFLOKKAKERFIÐ
Tuttugasta öldin hefur verið kölluð ýmsum
nöfnum eins og atómöld, geimferðaöld og öld
erfðafræðinnar vegna mikilla viðburða í þeirri
grein á seinustu árum.
Erfðafræðin hefur veitt mikilvæga leiðsögn
í læknisfræðinni frá síðustu aldamótum.
Austumski læknirinn Karl Landsteiner
gerði grein fyrir ABO blóðflokkakerfinu
um aldamótin 1900 og áratugi síðar, árið
1910, var sýnt fram á að þetta blóðflokkakerfi
hagaði sér samkvæmt erfðalögmáli Mendels.
Þessi þekking gerði sig gildandi með tvennum
hætti í fyrra heimsstríði. I fyrsta lagi var hægt
að bjarga mannslífum með blóðgjöf, sem var
valin samkvæmt réttum ABO blóðflokki.
I öðru lagi var greindur mismunur í
blóðflokkatíðni eftir þjóðerni. Stofnerfðafræðin
varð til, þegar Lúðvík og Hanka, kona hans,
Hirschfeld greindu mismunandi tíðni ABO
blóðflokka hjá hermönnum af ólíku þjóðemi
á Makedóníuvígstöðvunum 1917 og birtu
sígilda grein um niðurstöðurnar í Lancet 1919.
Frá þessum tíma hafa blóðflokkarnir skipað
tignarsess í mannerfðafræði og læknisfræði.
Fyrsti íslenski læknirinn sem greindi
blóðflokka hérlendis var Stefán Jónsson
meinafræðingur. Hann rannsakaði um
800 íslendinga árið 1921 og komst að
þeirri niðurstöðu að O blóðflokkurinn
væri tiltölulega algengur hjá Islendingum í
samanburði við það sem fannst hjá Dönum.
Prófessor Níels Dungal hafði alla tíð mikinn
áhuga á blóðflokkafræðum og skrifaði
hann grein um þau þegar 1928 og notaði
blóðflokkun við lausn mála í réttarlæknisfræði.
Árið 1935 hófu Roverskátar hérlendis
skipulagt blóðgjafastarf undir leiðsögn
Guðmundar Thoroddsen prófessors á
handlækningadeild Landspítalans. Þeir sóttu
Frá Blóðbankanum, v/Barónsstíg, 101 Reykjavík.
fyrirmynd að stofnun blóðgjafasveitar til
danskra skáta sem höfðu verið brautryðjendur
á þessu sviði í Danmörku.
Blóðgjafasveit skáta var öðrum fyrirmynd þar
til Blóðbankinn var stofnaður og reyndar lengi
eftir það.
STOFNUN BLÓÐBANKANS
Stofnað var til blóðbankastarfsemi á
Landspítalanum í sérstakri byggingu
í nóvember 1953. Skurðlækningar
og stoðgreinar þeirra svæfingar og
blóðbankastarfsemi höfðu þróast ört á
árum seinni heimsstyrjaldar. Þekkingin um
blóðflokka manna efldist mjög og margskonar
tækni var þróuð til að gera vinnslu blóðhluta
og blóðvatnsþátta mögulega og handhæga
við lækningar. Meðal þýðingarmestu
framfara voru plastpokar sem umbúðir til
varðveislu blóðs. Þeir voru fyrst búnir til í
Bandaríkjunum um 1950 og farið að nota í
stórum stíl á sjöunda áratugnum. Á Islandi
leystu slíkir plastpokar glerflöskur af hólmi
1968.
Megin viðfangsefni blóðbankastarfseminnar
er að fullnægja þörfum sjúkrahúsanna fyrir
blóð og blóðhluta. Nútíma skurðlækningar
eru óframkvæmanlegar nema þær eigi að
bakhjarli blóðbankaþjónustu til að bæta
sjúklingi upp hættulegan blóðmissi, sem
hann kann að verða fyrir við skurðaðgerðina.
Skýrust dæmi um þetta eru meiriháttar
skurðaðgerðir, eins og til dæmis við
nútíma hjartaskurðlækningar. Þær hófust á
Landspítalanum 1986 og á árinu 1993 höfðu
verið framkvæmdar yfir 1000 slíkar aðgerðir.
Þessi starfsemi hefur gert auknar kröfur til
blóðgjafanna og blóðbankastarfseminnar.
Vel hefur gengið að fullnægja þörfinni
fyrir blóð vegna þessara lækninga og það
er auðvitað fyrst og fremst blóðgjöfunum
að þakka. Samvinna við hjartaskurðlækna
og svæfingar- og gjörgæslulækna hefur