Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 22
64 LÆKNABLAÐIÐ Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni voru: 1) Engin sýklalyfjanotkun í að minnsta kosti eina viku fyrir innlögn, 2) pokaþvag var tekið af öllum börnunum samkvæmt stöðluðum aðferðum af hjúkrunarfólki deildarinnar (sjá síðar), 3) ef einhverjar bakteríur ræktuðust úr pokaþvagi var tekið ástungu- eða þvagleggsþvag til ræktunar innan sólarhrings, til frekari staðfestirigar, 4) engir gallar voru þekktir á þvagfærum. Sýnataka: Pokaþvag var fengið eftir að þvagrásarop og aðliggjandi húð höfðu verið hreinsuð með sápu (ACO Mild Tvaal sápa) samkvæmt leiðbeiningum sýkingavarnarnefndar Landspítalans (18). Pokinn var settur yfir þvagrásarop og fjarlægður innan 60 mínútna. Þvagið var sent samstundis á rannsóknastofu Landspítalans í smásjárskoðun, eggjahvítumælingu og bakteríuræktun. Astungu- og þvagleggsþvag var tekið samkvæmt hefðbundnum aðferðum. Astunguþvag var fengið með mjórri nál sem stungið var inn í þvagblöðru ofan við lífbein eftir að húð hafði verið sótthreinsuð með joðspritti. Um einn ml þvags var sendur í bakteríuræktun. Þvagleggsþvag var tekið með sótthreinsaðri, mjórri slöngu eftir að þvagrásarop hafði verið hreinsað vel með sótthreinsuðu saltvatni. Slangan var fjarlægð strax og þvag hafði fengist. Engin sýklalyf voru gefin í tengslum við sýnatökuna. Rannsóknaraðferðir á þvagi: Þvag var rannsakað á hefðbundinn hátt en sérstaklega var skráður fjöldi hvítra blóðfrumna og baktería við smásjárskoðun (stækkun 400 sinnum) svo og magn eggjahvítu með strimli (Labstix® Bayer Diagnostics). Hvít blóðkorn í sviði voru talin en fjöldi baktería í sviði var skráður frá 0 og upp í +++. Magn eggjahvítu var skráð frá 0 og upp í +++. Rœktun þvags ásamt bakteríutalningu var framkvæmd á hefðbundinn hátt á rannsóknastofu Háskólans í sýklafræði. Fjöldi bakteríutegunda var skráður sérstaklega. Þvagfærasýking var greind þegar >103 bakteríur ræktuðust úr einum ml ástunguþvags en >104 bakteríur úr ml þvagleggsþvags. Tölfrœði: Við samanburð á meðalaldri stúlkna og drengja var notað t-próf (Student t-test). Kí-kvaðrat próf (chi square) var notað til að meta tengsl kynferðis við þvagfærasýkingu. Aðhvarfsgreining (multiple regression analysis) var notuð til að meta fylgni hinna ýmsu rannsóknarniðurstaðna við þvagfærasýkingu; r2 er fylgistuðull einstakra rannsókna við þvagfærasýkingu, en r2A er breyting á fylgistuðli þegar kannað er gildi þess að nota fleiri en eina aðferð saman til að spá fyrir um þvagfærasýkingu. Við útreikninga var notað SPSS/PC V3,0 tölvuforrit. Marktæk frávik voru miðuð við p<0,05. Jákvætt og neikvætt forspárgildi, næmi og sértæki einstakra rannsóknaraðferða á pokaþvagi voru reiknuð samkvæmt hefðbundnum aðferðum (19) og skilgreind á eftirfarandi hátt: Jákvœtt forspárgildi: Líkur (%) á þvagfærasýkingu ef rannsóknarniðurstaða er jákvæð. Neikvœtt forspárgildi: Líkur (%) á að þvagfærasýking sé ekki til staðar ef rannsóknarniðurstaða er neikvæð. Næmi: Líkur (%) á jákvæðri rannsóknamiðurstöðu hjá þeim sem em með þvagfærasýkingu. Sértœki: Líkur (%) á neikvæðri rannsóknarniðurstöðu hjá þeim sem ekki eru með þvagfærasýkingu. NIÐURSTÖÐUR A sjö mánaða tímabili (mars til nóvember 1991) voru 335 sjúklingar lagðir inn á ungbarnadeild Barnaspítala Hringsins (13E). Þar af uppfylltu 100 sjúklingar (62 drengir og 38 stúlkur) skilyrði fyrir þátttöku í rannsókn þessari. Meðalaldur sjúklinganna var um fimm mánuðir (frá einnar viku til 24 mánaða). Enginn munur var á meðalaldri stúlkna og drengja (p=0,2). Engir alvarlegir fylgikvillar (blæðing eða sýking) hlutust af þvagsýnatöku barnanna.hvorki með ástungu né af völdum þvagleggs. Rœktanir: Frá 37 sjúklingum ræktuðust >103 bakteríur úr einum ml pokaþvags og þar af var þvagfærasýking staðfest hjá sjö sjúklingum með ástungu eða þvagleggsþvagi. Allir nema einn voru með einkenni um þvagfærasýkingu (sjúklingur nr. 7). Nánari lýsingu á þessum sjúklingum er að finna í töflu I.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.