Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 67 Esterasa próf er á hinn bóginn næmt á tilvist hvítra blóðkorna í þvaginu og hefur því lítið gildi umfram smásjárskoðun (21). Rannsóknir sem kannað hafa gildi smásjárskoðunar þvags hjá börnum (21,22,24) sýna mun betra næmi talningar baktería og hvítra blóðkorna (59-99% og 56-84%) en lélegra sértæki (71-89%) heldur en fram kom í okkar rannsókn. Jákvætt forspárgildi var hins vegar mun betra í okkar rannsókn, en neikvætt forspárgildi aftur á móti nokkuð svipað. Astæður fyrir þessum mun eru ekki ljósar en allar eru þessar rannsóknir mismunandi upp byggðar og aldursdreifing og fjöldi barnanna mismunandi. Engin rannsóknanna kannaði hins vegar gildi smásjárskoðunar á pokaþvagi borið saman við ástungu- eða þvagleggsþvag eins og gert er í okkar rannsókn og kann það einnig að hafa valdið ólíkri niðurstöðu. Rannsóknir á mengun pokaþvags hafa sýnt mismunandi niðurstöður, allt frá lágri og upp í háa tíðni mengunar (17,25,27). Mengun virðist aðallega stafa af bakteríum sem eru undir forhúð drengja og í leggöngum stúlkna. I okkar rannsókn, þar sem þvagpoki var settur á bamið samkvæmt stöðluðum aðferðum og undir ströngu eftirliti, var tíðni mengunar hjá óvöldum börnum mjög há eða 30%. Enginn munur var á drengjum og stúlkum. Ef einungis hefðu verið valin böm með einkenni um þvagfærasýkingu má hins vegar búast við, að mengunin hefði orðið eitthvað minni. Einkenni þvagfærasýkinga hjá litlum börnum eru oft mjög ósérhæf og þarf því oft að útiloka þvagfærasýkingu þegar börnin hafa torráðin einkenni. Þegar pokaþvag er fengið með óstöðluðum aðferðum, til dæmis þegar foreldrar sjá sjálfir um þvagtökuna, má búast við hærri tíðni mengunar. Til að minnka líkur á mengun er rétt að hafa eftirfarandi í huga: 1) Þvo þvagfæri bamsins vel með mildri sápu og skola vel með vatni (jafnvel skola undir forhúð (27)), 2) hafa þvagpokann ekki lengur á húð barnsins en hálfa til eina klukkustund og 3) geyma þvag í kæli í sótthreinsuðu íláti ef það kemst ekki strax á rannsóknarstofu til ræktunar. Jafnvel þó farið sé eftir þessum fyrirmælum eru um 30% líkur á því að þvagið mengist. Þótt >100.000 bakteríur ræktist úr einum ml pokaþvags, er í flestum tilfellum nauðsynlegt að staðfesta niðurstöðuna með ræktun þvagleggs- eða ástunguþvags. Helstu áhættur við ástungu á þvagblöðru eru blæðing (hematuria) og sýking í kviðarholi (25). Þvagleggur getur hins vegar borið bakteríur upp í þvagblöðru og þannig valdið þvagfærasýkingu ef fyllsta hreinlætis er ekki gætt (14). Ofangreindir fylgikvillar eru hins vegar mjög sjaldgæfir ef vel er að sýnatökunni staðið og vandað til verksins. Ekki er talin ástæða til sýklalyfjagjafar í tengslum við ofangreindar sýnatökur. Marktækur fjöldi baktería í þvagi hefur löngum verið miðaður við ræktun >100.000 baktería úr einum ml þvags. Hins vegar hafa margar rannsóknir sýnt að fjöldi baktería þarf ekki að vera svo mikill hjá bömum með þvagfærasýkingu (2,11,14,15). Okkar rannsókn styður einnig þessa niðurstöðu. I rannsókninni, er hér er greint frá, kemur á óvart að hjá tæpum helmingi barna með staðfesta þvagfærasýkingu ræktuðust fleiri en ein tegund baktena samtímis. Talið hefur verið, að raunveruleg þvagfærasýking sé yfirleitt af völdum einnar bakteríutegundar. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, að fleiri en ein baktería geta ræktast samtímis við fyrstu þvagfærasýkingu (24). Ómeðhöndlaðar þvagfærasýkingar, einkum hjá ungum börnum, geta leitt til varanlegra nýmaskemmda, nýmabilunar og/eða háþrýstings síðar á ævinni (2,7,9-13). Þessir síðkomnu fylgikvillar virðast einkum hrjá þau böm sem einnig era með meðfædda galla á þvagfærum en allt að helmingur barna með þvagfærasýkingu er með slíka galla (3,14,15). Því er mjög áríðandi, að þvagfæri barna með raunverulega þvagfærasýkingu séu rannsökuð og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir fylgikvilla. Að flestra mati ber að rannsaka þvagfæri allra drengja með þvagfærasýkingu (blöðrubólgu og/eða nýmasýkingu), allra stúlkna með nýrnasýkingu og stúlkna yngri en fjögurra til fimm ára með blöðrubólgu (14,21). A árinu 1991 voru þvagfæri 23 barna rannsökuð á Barnaspítala Hringsins vegna meintra þvagfærasýkinga sem greindar vom með pokaþvagi (óbirtar niðurstöður höfunda). Samkvæmt okkar rannsókn má ætla, að að minnsta kosti helmingur þessara barna hafi ekki verið með raunverulega þvagfærasýkingu og mörg þeirra hafi því verið rannsökuð að nauðsynjalausu. Þvagfærarannsóknir eru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.