Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 48
88 LÆKNABLAÐIÐ Tafla III. Arfgengar heilablœcHngar vegna cyslatín C mýlildis (amyloid). Árangur rannsókna 1982-1991*). Ár Niðurstöður 1983 Mýlildið sem sest í æðavegginn er cystatín C (y-trace) prótín sem umbreytist í torleysanlegt efni og veldur æðameininu. 1984 Cystatín C mælist óeðlilega lágt í mænuvökva sjúklings. 1985 Cystatín er mikilvægt latefni eða andmeltiefni (inhibitor). 1987 Cystatín C mýlildi raðgreint að fullu. Ein amínósýra í prótíninu er breytt. Táknraðir (mRNA) cystatín C gens einangraðar og eðlilegt cystatín C framleitt með erfðatækni. Cystatín C mýlildisútfellingar kortlagðar í miðtaugakerfi og fleiri líffærakerfum. 1988 Stökkbreytingin í geni cystatíns C greind. 1989 Erfðatæknileg greining er nú möguleg á öllu æviskeiðinu frá því að fóstur er 9-10 vikna. Fósturgreining hefur verið gerð. 1990 Gen cystatín C er raðgreint að fullu. Gen cystatín C er á litningi 20. 1991 Keðjufjölföldun (PCR) fyrir fljótlegri greiningu. 1992 Blóðátufrumur sýna tregðu á útskilnaði cystatíni C í sjúklingum. *) Á síðasta áratugi hafa verið gerðar ítarlegar rannsóknir á meingerð þessarar heilablæðingar, sem hefur ríkjandi erfðahátt og valdið hefur dauða margra ættmenna á besta aldri, oft milli tvítugs og þrítugs. Samvinna um rannsóknir á arfgengri hryggrauf (spina bifida) hófst 1991 við erfðafræðideild háskólans í Nijmegen og hafa þegar náðst verklok í rannsóknaráfanga sem birtist í fagriti á þessu ári. Rannsóknin var áður unnin í samvinnu við rannsóknarstofur í London, frá 1987-1991. Bretland: Mikil samvinna hefur verið við lífefnafræðideild og erfðafræðideild Háskólans í Oxford. Samvinna tókst 1982-1985 við prófessor John H. Edwards og prófessor Rodney Porter nóbelsverðlaunahafa um rannsóknir, sem tengdust doktorsverkefni Ástríðar Pálsdóttur Ph.D., sem kom til starfa á erfðafræðideild haustið 1985. Þessi samvinna var afdrifarík fyrir meiriháttar breytingar á starfsemi erfðafræðideildar og markaði upphaf að sameindaerfðafræðirannsóknum í Blóðbankanum. Árið 1985 kom prófessor Robert Williamson til Islands. Hann hélt meðal annars erindi um sameindaerfðafræði í Blóðbankanum. Stofnað var til samvinnu milli deildar hans á St. Mary’s Hospital í London og erfðafræðideildar Blóðbankans um rannsóknir á arfgengum klofnum gómi og tunguhafti í samvinnu við lýtalækningadeild og ári seinna einnig um rannsóknir á fjölskyldu með arfgenga hryggrauf. Þessi samvinna um arfgenga miðlínugalla stóð frá 1985-1990. Árið 1991 var samið um framhald rannsókna erfðafræðideildar á arfgengri hryggrauf við erfðafræðideild háskólans í Nijmegen í Hollandi og á Guðmundur Bjarnason yfirlæknir á barnadeild Landspítalans aðild að þeirri rannsókn. Meiriháttar rannsókn á arfgengri beinbrotasýki (osteogenesis imperfecta) var unnin í samvinnu við dr. Bryan Sykes og samstarfsmenn við Nuffield stofnunina í Oxfordháskóla 1986-1989. Þessi vinna var hluti af fjölþjóðlegri rannsókn á þessum arfgenga bandvefssjúkdómi og voru niðurstöður birtar í fagriti 1990. Bandaríkin: Rannsóknir á arfgengri dreyrasýki A (hemophilia A) hafa staðið um langt árabil við erfðafræðideild Blóðbankans í samvinnu við erlenda og innlenda rannsóknarhópa. Mest áhersla hefur verið lögð á að rannsaka vægt form dreyrasýki, sem á áttunda áratugnum var talin vera von Willebrandsjúkdómur. Dreyrasýkin reyndist hinsvegar vera afbrigðilegt form af vægri dreyrasýki A, þegar hægt var að styðjast við nýjar aðferðir og betri tækni við þessar rannsóknir upp úr 1980. Erfðaefnisrannsóknir á níunda áratugnum hafa líka skipað dreyrasýki A ofarlega á verkefnalista, sérstaklega eftir að gen storkuþáttar VIII var einangrað og raðgreint 1984. Stökkbreytingar í faktor VIII geninu skipta nú orðið tugum og liggja þær til grundvallar mörgum afbrigðum af dreyrasýki A. I ágúst 1990 var komið á samvinnu milli erfðafræðideildar og dr. Jane Gitschier við Howard Hughes Medical Institute í Kaliforníuháskóla í San Fransisco. Dr. Gitschier er heimskunn fyrir rannsóknir á faktor VIII geninu, sem hún stóð framarlega í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.