Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 53 Tafla III. Stigun (Robson) sjúklinga með nýmafrumukrabbamein á Islandi 1971-1990 á 10 ára tímabilum.*) (n = 406). 1971- 1980 1981- 1990 Hópur A Hópur B Hópur A Hópur B n (%> n <%) n (%> n (%) Stig 1 .. . 30 (21) 16 (64) 46 (24) 39 (80) Stig II .. 19 (14) 2 (8) 20 (11) 4 (8) Stig III . . 28 (20) 6 (24) 39 (20) 2 (4) Stig IV . 63 (45) 1 (4) 87 (45) 4 (8) 140 (100) 25 (100) 192 (100) 49 (100) *) í hópi A eru sjúklingar með einkenni en í hópi B eru sjukiingar greindir fyrir tilviljun. Tafia IV. Þœttir sem hafa forspárgildi fyrir lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein á Islandi 1971- 1990 (Cox multivariate analysis). Forspárþættir p-gildi Hækkandi aldur......................... < 0,001 Stigun ................................ < 0,001 Einkenni lungnameinvarpa .................. 0,016 Einkenni beinmeinvarpa .................... 0,006 Lágur blóðrauði ........................... 0,004 Hátt sökk ................................. 0,004 alltaf fjarlægðir við aðgerð. Eitlataka er ekki talin auka áhættu og tekist hefur að sýna fram á bættar lífshorfur hjá sjúklingum með eitlameinvörp á byrjunarstigi séu þau fjarlægð (7,26). Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á bættar lífshorfur (27). Ef stefna á að bættri stigun er sennilega rétt að fjarlægja eitla við aðgerð. Ovíst er á hinn bóginn hvort það eykur lífshorfur sjúklinga með eitlameinvörp á byrjunarstigi. Lífshorfur sjúklinga (42% fimm ára lífshorfur) og skurðdauði (2,6%) eru síst lakari en í nágrannalöndum (2,3,7,8,28). Þar eru lífshorfur eftir brottnámsaðgerð á nýra 60- 80% fyrir stig I, 50-80% fyrir stig II (2,3,7,8) og skurðdauði innan við 5% (2,3,5). Nýlegar rannsóknir hafa sýnt lægri skurðdauða, eða í kringum 2% (29). Engu að síður verður að telja tölur yfir skurðdauða hér á landi vel viðunandi, ekki síst þegar haft er í huga að um 20 ára tímabil er að ræða. Enda þótt margir sjúklingar hafi haft meinvörp við greiningu (38%) lifðu 11% þeirra í fimm ár frá greiningu. I tveimur rannsóknum voru fimm ára lífshorfur sjúklinga með meinvörp 0% og 9% (2,30). Þannig virðast horfur sjúklinga með meinvörp vera síst lakari hér á landi þótt hlutfallslega fleiri greinist með meinvörp. Hafa verður í huga að þessar erlendu rannsóknir ná lengra aftur í tímann en okkar rannsókn og hér er því ekki um að ræða samanburð á alveg sömu tímabilum. Athyglivert er að hluti sjúklinga á stigi IV lifir í fimm ár frá greiningu, sem bendir til þess að hegðun hluta æxlanna sé tiltölulega góðkynja. Mismunur á lífshorfum sjúklinga með meinvörp sést einnig glöggt eftir því hvaða meðferð þeir hlutu. Fimm ára lífshorfur þeirra eftir brottnámsaðgerð á nýra voru 19% (n=73) en voru ella 4% (n=82), enda þótt aðgerð hafi ekki verið gerð með lækningu í huga (p<0,01). Vegna hugsanlegrar villu í vali sjúklinga í hvom hóp er þó varasamt að draga miklar ályktanir af þessum mun. Þeir sem fóru í aðgerð voru til dæmis marktækt yngri og hafa því haft betri horfur eftir sem áður. Sennilega hefur almennt ástand þeirra einnig verið betra þótt ekki sé hægt að sýna fram á það í rannsókn okkar. Erlendis hafa sumir komist að svipaðri niðurstöðu (31). Flestir eru þeirrar skoðunar að brottnámsaðgerð á nýra skuli gera á stigum I-III í lækningaskyni og í líknandi tilgangi á stigi IV. Umdeilt er hvort gera eigi aðgerð hjá þorra sjúklinga á stigi IV (23,24,31-34). Sú staðreynd að meinvöip geta horfið eftir brottnám nýra er ekki talin réttlæta aðgerð enda er það mjög sjaldgæft (<1% tilfella) (33). Til dæmis gerðist það fyrir víst hjá einungis einum sjúklingi í þessari rannsókn. I nýlegri japanskri rannsókn var reynt að finna þá sjúklinga á stigi IV sem hefðu gagn af aðgerð. Niðurstaðan var sú að yfirleitt væri ekki ástæða til skurðaðgerðar og þá aðeins ef almennt ástand sjúklings væri gott og sjúkdómurinn ekki mjög útbreiddur (fá meinvörp) (35). Bent hefur verið á að brottnám nýra leiði til betri svörunar ónæmisörvandi lyfja (immunotherapy) (36). Einnig hefur verið sýnt fram á betri lífshorfur hjá sjúklingum með meinvörp í beinum (34) eða stök meinvörp í lunga (31,37). í þessu sambandi eru bundnar vonir við DNA- flæðimælingar (cytometry) á æxlunum. Hægt er að finna þau æxli sem vaxa hægar (diploid DNA) og gefa því betri lífshorfur (38), en ávinningur af skurðaðgerð gæti verið aukinn í slíkum tilvikum. Því má segja að margt bendi til þess að brottnámsaðgerð á nýra sé skynsamleg hjá ákveðnum hópi sjúklinga með meinvörp. Til þess að fá úr því skorið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.