Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 185-188
185
Jakob Kristinsson1*, Þorkell Jóhannesson11, Ólafur Bjarnason2)
ÞÁTTUR KOLOXÍÐEITRANA OG ÖLVUNAR í
DAUÐSFÖLLUM AF VÖLDUM ELDSVOÐA
ÁGRIP
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þátt
koloxíðeitrana og ölvunar í dauðsföllum
af völduin eldsvoða hér á landi. Einnig var
gerð tilraun til þess að meta livort aðrar
eitraðar lofttegundir, sem myndast ásamt
koloxíði við bruna, kynnu að hafa átt hlut
að máli. Rannsóknin er afturskyggn og nær
til 36 dauðsfalla af völdum eldsvoða, sem
rannsökuð voru í rannsóknastofum í lyfjafræði
og réttarlæknisfræði við Háskóla íslands á
tímabilinu 1971-1990. í hópnum voru 28
karlar og átta konur á aldrinum þriggja til 74
ára.
Koloxíðmettun blóðrauða í hinum látnu
var á bilinu 0-84%, meðalgildi 53,5%.
Tuttugu og fjórir einstaklingar (tveir þriðju
hlutar hópsins) voru nteð koloxíðinettun
blóðrauða yfir banvænum mörkum (>50%).
Fjórtán þeirra voru með litla eða enga
áverka af völdum bruna. Var talið að þeir
hefðu látist úr koloxíð- eða reykeitrun
eingöngu. Koloxíðmettun blóðrauða í þessum
einstaklingum (49-84%, meðalgildi 65,5%)
var talsvert minni en fundist hefur hér á landi
við koloxíðeitranir af útblásturslofti bifreiða
(47-87%, meðalgildi 73%). Var mismunurinn
marktækur (t-próf, P<0,01).
Etanól var í blóði 24 einstaklinga. Var þéttni
þess á bilinu 0,47-4,37%c (meðalgildi 2,34%c).
Þéttni etanóls í blóði og tíðni ölvunar var
borin saman við öll önnur banaslys sem komu
til rannsóknar á tímabilinu. 1 Ijós kom að
ölvun var hér bæði meiri og algengari en
í samanburðarhópnum (t-próf, P<0,01; kí-
kvaðrat, P<0,001, df=l).
Enda þótt koloxíðeitranir hafi verið þungar á
metunum í efniviði okkar voru vísbendingar
Frá nRarmsóknastofu í lyfjafræöi, Háskóla íslands,
2>Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Jakob Kristinsson, Rannsóknastofu í lyfjafræði,
pósthólf 8216, 128 Reykjavík.
í þá átt að aðrar eitraðar lofttegundir kynnu
að hafa átt hlut að máli. Ölvun vó einnig
þungt og verður ekki frarn hjá því horft, að
hún kunni oft að skipta jafn miklu máli og
koloxíðeitranir í dauðsföllum af þessu tagi.
INNGANGUR
Mönnum hefur lengi verið Ijóst, að koloxíð
myndast í ntiklu magni við eldsvoða og eru
þeir sem farast í eldi, oftast með banvæna
koloxíðeitrun. Kom þetta glöggt fram í ritgerð
um rannsóknir á koloxíðeitrunum, sem birtist
í Læknablaðinu 1971, en þar var gerð grein
fyrir 11 dauðsföllum af völdum eldsvoða sem
urðu hér á landi á árunum 1966-1970 (1). Þar
kom einnig frant að fiestir hinna látnu höfðu
verið mjög ölvaðir. Svipað hefur komið fram
í erlendum rannsóknum (2-4) og gæti það
bent til þess, að dauðsföll sem þessi kunni
að tengjast mikilli áfengisneyslu. Þetta virðist
þó ekki hafa verið rannsakað sérstaklega.
Tilgangur rannsóknar þeirrar sem hér er
sagt frá, var að kanna þátt koloxíðeitrana og
ölvunar í dauðsföllum af völdum eldsvoða
hér á landi. Við mat á koloxíðeitrunum
voru dauðsföll af völdum koloxíðeitrana af
útblásturslofti bifreiða höfð til hliðsjónar.
Gerð var tilraun til þess að meta hvort aðrar
eitraðar loftegundir, sent myndast geta við
bruna, kynnu að hafa átt hlut að máli. Ölvun
var metin með samanburði við ölvunarástand
og tíðni ölvunar við banaslys af öðru tagi,
sem rannsökuð voru á tímabilinu. Rannsóknin
er afturskyggn og nær yfir tímabilið 1971-
1990.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Efniviðurinn var dauðsföll af völdum eldsvoða
í húsum eða skipum, sem komu til rannsóknar
í rannsóknastofum í réttarlæknisfræði og í
lyfjafræði^ við Háskóla íslands á fyrrgreindu
tímabili. I öllum tilvikum var talið að um slys
hafi verið að ræða. Voru þetta öll banaslys
af völdunt elds, sem komu til rannsóknar og