Læknablaðið - 15.05.1994, Page 26
190
LÆKNABLAÐIÐ
8-MOP gefið í töfluformi en 5-MOP er gefið
útvortis.
Hér verður lýst tveimur sjúkratilfellum með
Ijósertiexem af völdum sellerís (Apium
Graveolens), en báðir sjúklingarnir veiktust
í desember 1993. Þessu til staðfestingar
framkallaði annar höfunda (S.D.) Ijósertiexem
af völdum sellerísafa á sjálfum sér.
Sjúklingar veittu heimild til myndbirtingar.
SJÚKRATILFELLI
1. Sjúklingur er á sextugsaldri og vinnur í
grænmetisdeild stórmarkaðar. Daginn áður
en húðbreytingarnar komu fram var hann
að pakka selleríi. Voru selleríplönturnar
óvenju stórar og safamiklar og höfðu
komið til landsins tveimur til þremur vikum
áður. Sjúklingur skar stilki af og snyrti til
plönturnar áður en þær voru settar í plast.
Seinna um daginn fór hann á sólbaðstofu og
sólaði sig þar í 20 mínútur án þess að fara í
bað áður. Fram að þessu hafði viðkomandi
þolað sólbaðstofuljós vel. Daginn eftir kom
fram roði á framhandleggjum og höndum.
Þriðja daginn komu vökvafylltar blöðrur
með sviða og verkjum. Finnn dögum eftir
sólbaðstofuheimsóknina höfðu blöðrurnar
rofnað og nokkur roði var í kring. Væg eymsli
voru í hægri handarkrika en ekki sogæðabólga
á handlegg. A sjötta degi var útlitið eins og
sést á mynd 1.
Sjúklingur var meðhöndlaður með
Hydrocolloid-umbúðum (Granuflex) og gefið
Díclóxacfllín-hylki vegna gruns um byrjandi
sýkingu. Húðbreytingar greru hægt. Um
þremur vikum eftir brunann var húðin enn
ljósrauð og viðkvæm.
2. Sjúklingur um tvítugt sem vann í sömu
grænmetisdeild fór að taka eftir rauðum
flekkjum á höndum og úlnliðum daginn eftir
að hann fór á sólbaðstofu. Hann sólaði sig í
18 mínútur. Sjúklingur hafði engin einkenni
frá húðbreytingunum. Við nánari athugun
kom í ljós að hann hafði raðað selleríi í
grænmetisborð fyrr um daginn, áður en hann
fór í ljósin. Þar eð afklipptir stilkar sellerísins
voru ekki huldir plasti, strukust þeir við
hendur og úlnliði sjúklings þegar plönturnar
voru settar í grænmetisborðið. Við skoðun
fimm dögum síðar voru komnar vökvafylltar
blöðrur með roða í kring. Sáust sumstaðar
greinilegar strimillaga húðbreytingar (mynd
Mynd 1. Sjúkratilfelli nr.l sex dögum eftir UVA-ljós og
snertingu við sellerí.
Mynd 2. Sjúkratilfelli nr.2 finun dögwn eftir UVA-ljós og
snertingu við sellerí.
2). Sjúklingur var meðhöndlaður með sterku
sterakremi tvisvar á dag. Útbrotin greru
hægt og hlutust veruleg óþægindi af þegar
blöðrurnar brustu.
3. Vitað er um þriðja starfsmanninn sem fékk
sams konar breytingar á hendur eftir að hafa
handleikið sellen' og farið síðan á sólbaðstofu.
Þetta gerðist á svipuðum tfma og hjá hinum
starfsmönnunum tveimur.
Til staðfestingar því að um ljósertiexem
af völdum sellerís væri að ræða strauk
annar höfunda (S.D.) safa úr sellerístilki
á framhandlegg sinn og var svæðið lýst
með UVA-ljósi í 10 mínútur tveimur
klukkustundum síðar. Daginn eftir myndaðist
roði og þroti í húð. Tveimur dögum síðar
mynduðust stórar blöðrur (mynd 3). Viku sfðar
leit handleggurinn út eins og mynd 4 sýnir.
Sellerí þetta var keypt í sama stórmarkaði
nokkrum dögum eftir að sjúklingarnir leituðu
læknis. Að sögn þeirra var um sams konar
sellerí að ræða og þeir höfðu unnið við
dagana sem útbrotin komu.