Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 38

Læknablaðið - 15.05.1994, Síða 38
202 LÆKNABLAÐIÐ unglingum. Gerðist það um líkt leyti víða um lönd. í New York var stofnaður The Hospital for Ruptured and Crippled 1863, og 1866 var stofnað The New York Orthopedic Dispensary. í Danmörku var Samfundet og Hjemmet for Vanföre stofnað 1872 og Eugeniahemmet í Stokkhólmi 1882. í fyrstu var aðeins um að ræða æfingameðferð og umbúðir. Ef svo bar við að gerð var skurðaðgerð á sjúklingi var leitað til kírúrga með það. Undir aldamótin og upp úr því fara læknar þessara stofnana sjálfir að gera aðgerðir þegar þurfa þótti og fór það hraðvaxandi eftir því sem leið á öldina. Kom brátt að því að þeir skildu sig frá öðrum kírúrgum og stofnuðu eigin félög. Die Deutsche Gesellschaft fúr Orthopadische Chirurgie var stofnað 1901. The British Orthopaedic Association 1918, og í september 1919 er Nordisk Ortopædisk Forening stofnað í Gautaborg. I október 1929 er svo stofnað Société Internationale de Chirurgie Orthopedique. Fyrsti formaður þess félagsskapar var Sir Robert Jones, en varaformenn Gocht í Berlín og Vittorio Putti í Bologna. Árið 1913 hafði orþópedíu vaxið svo fiskur um hrygg að settur var kennarastóll í þeim fræðum í Stokkhólmi, sá fyrsti á Norðurlöndum, og settist Patrick Haglund fyrstur manna á hann. Rísa nú upp orþópedaspítalar víðs vegar um Vesturlönd, og hefir þróunin orðið sú, að orþópedían er farin að skiptast í undirgreinar. Gangur þessara mála var svipaður á Islandi og annars staðar, nema allt var seinna á ferð hér sakir fátæktar og fámennis. Hefði og illa notast af sérfræðingum vegna strjálbýlis og erfiðra samgangna enda ekki nema einn læknir sem stundaði sérfræðistörf fyrir aldamót. Björn Olafsson varð kandídat 1888 og lagði stund á augnlækningar eftir nám í Kaupmannahöfn. Hann var héraðslæknir framan af en augnlæknir í Reykjavík frá 1. janúar 1894 og fékk til þess styrk úr landssjóði. Hann varð skammlífur, dó 1909. Olafur Gunnarsson. I febrúar 1912 lauk bróðursonur hans, Ólafur Gunnarsson (23.9.1885 - 15.1.1927), prófi úr læknadeild Háskóla Islands. Að loknu prófi sigldi hann til Hafnar eins og venja var. Hann var kandídat á Friðriksbergsspítala í tvo mánuði og á fæðingardeild og röntgendeild Ríkisspítalans í átta inánuði, jafnframt aðstoðarlæknir við Samfundet og Hjemmet for Vanföre í 12 mánuði. Ekki hefir það verið fullt starf, því hann var samtímis á tveimur spítölum öðrum, samtals í 10 mánuði. Þar hefir hann kynnst verklagi sem sniðið var að orþópedíu og hugsunarhætti sem því fylgir. Hann settist að í Reykjavík í október 1913 og starfaði þar þangað til í september 1915 að hann gerðist héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði og sat á Hvammstanga. Þar fékk hann því til leiðar komið að héraðsbúar reistu læknisbústað og sjúkraskýli. Ólafi entist ekki heilsa og fór hann utan 1923 til þess að leita sér lækninga, en kom heim jafnnær. Ekki er þess getið hver sjúkdómurinn var, en af síðari gögnum má ætla að það hafi verið magasár. Héraðslæknar þurftu að vera harðduglegir ferðamenn likt og landpóstar og hvorki gátu þeir valið sér veður né færð. Er hætt við að mörgum hafi orðið erfið ferðalög ofurefli er þeir voru af léttasta skeiði. Þegar Ólafur hafði ekki lengur heilsu til þess að sinna héraðslæknisstörfum hvarf hann aftur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.