Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1994, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.11.1994, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 445 bicans og iðrakeðjusýkla (enterococcus) skömmu fyrir greiningu. Umræða Með lækkandi tíðni gigtsóttar á Vesturlönd- um, minnkandi ungbarnadauða og auknurn lífslíkum barna með alvarlega hjartagalla hefur hjartaþelsbólga verið að breyta um mynd, þar sem aðaláhættuþáttur sjúkdómsins er hjarta- galli eða undanfarandi hjartaaðgerð. Þeir hjartagallar sem helst valda hjartaþelsbólgu eru gallar þar sem hratt blóðstreymi verður í gegnum hjartaloku, gat er á milli hjartahólfa eða æðar (2,8,9). Á síðustu árum hefur verið bent á að blóðsýking í tengslum við notkun bláæðaleggja sé að aukast sem orsök fyrir hjartaþelsbólgu, sérstaklega í nýburum (2,10- 12). Þetta virðist vera að gerast hér á landi þar sem þrír af átta sjúklingum eru með eðlilegt hjarta og miðlægan bláæðalegg. Tveir þeirra voru fyrirburar á vökudeild. Með auknum lífs- líkum mikið veikra nýbura, meðal annars vegna aukinnar þekkingar og tækni í nýbura- lækningum á Islandi sem og annars staðar, eykst fjöldi barna með miðlægan bláæðalegg sem þurfa langtímavistun á vökudeild. Því má gera ráð fyrir að hjartaþelsbólga af völdum miðlægs bláæðaleggs í nýburum sé vaxandi vandamál hér á landi. Á yfirstandandi ári (1994) hefur þegar bæst við eitt tilfelli, sjúk- lingur sem þurfti langtímanæringu í gegnum miðlægan bláæðalegg. I nýlegri stærri rannsókn á hjartaþelsbólgu í bandarískum börnum var hlutfall barna undir tveggja ára aldri um 10% (4) en í rannsókninni sem hér er greint frá eru sex börn af átta tveggja ára eða yngri. Þetta sýnir að hjartaþels- bólga í íslenskum börnum er fyrst og fremst sjúkdómur yngri barna. Athyglisvert er hve hlutfallslega fá (50%) dæmigerð tilfelli af hjartaþelsbólgu greinast meðal barna sem eru með hjartasjúkdóm eða hafa farið í hjartaaðgerð, ef til dæmis er miðað við erlenda afturvirka rannsókn á hjartaþels- bólgu frá árunum 1970-1979 þar sem 23 (88,5%) af 26 sjúklingum voru með þekktan hjartasjúkdóm og einungis þrír höfðu bláæða- legg sem áhættuþátt (13). Á Landspítalanum eru gefnar út leiðbeiningar um fyrirbyggjandi meðferð við hjartaþelsbólgu og eru þær afhent- ar einstaklingum í áhættuhópi. íslenskir tann- læknar virðast vera meðvitaðir um sjúkdóminn og flestir foreldrar taka þessar leiðbeiningar alvarlega. Þetta á eflaust sinn þátt í því að dæmigerð tilfelli hjartaþelsbólgu í íslenskum börnum eru tiltölulega fá. American Heart As- sociation gefur reglulega út leiðbeiningar um fyrirbyggjandi meðferð gegn hjartaþelsbólgu (14). Einn sjúklingur var ekki með neinn þekktan áhættuþátt fyrir hjarta- eða æðaþelsbólgu og er okkur ekki kunnugt um að slíku tilfelli hafi áður verið lýst (sjúklingur nr. 5). Ekki er þó alveg hægt að útiloka að um einhvers konar líffærafræðilegan galla hafi verið að ræða á sýk- ingarstað. Sá sjúklingur var upphaflega lagður inn vegna langvarandi slappleika, heltis í hægri fæti og verkja í hægri lærlegg og upphandlegg. Við hjartaómun sást dröngull í ósæð á milli stofnæðar, arms og höfuðs og vinstri hálsslag- æðar. Þetta dæmi undirstrikar mikilvægi hjartaómunar við greiningu hjartaþelsbólgu/ æðaþelsbólgu en hjartaómun ásamt blóðrækt- un eru tveir mikilvægustu þættir í greiningu hjartaþelsbólgu (15) sem oft gefur óljós ein- kenni, ekki síst hjá þeim börnum sent ekki hafa hjartasjúkdóm (5). Þeir sýklar sem oftast valda hjartaþelsbólgu eru a - blóðleysandi (hemolytic) keðjukokkar og klasakokkar (4,6) og er þessi dreifing í sam- ræmi við okkar niðurstöður. í stærri erlendri rannsókn á hjartaþelsbólgu í nýburum með miðlægan bláæðalegg voru storkuhvata (coagulase) neikvæðir klasakokkar algengasti sýkingarvaldurinn (12). Mjög erfitt er að reikna út raunverulegt ný- gengi sjaldgæfs sjúkdóms eins og hjartaþels- bólgu í börnum. Þar sem fimm tilfellanna greindust á stuttum tíma og líkist þannig nán- ast faraldri gæti verið villandi að reikna al- gengitölur og er því af þeim sökum sleppt í þessari rannsókn. Þessi fimm tilfelli virðast vera ótengd hvert öðru. Við ályktum að orsakir hjartaþelsbólgu í börnum á Islandi á síðustu 10 árum séu í sam- ræmi við þær breytingar sem eru að gerast erlendis. Hluti sjúklinganna er með eðlilegt hjarta og bláæðalegg sem vekur upp spurning- ar um þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við uppsetningu og umgengni um þá hér á landi og annars staðar. Öfugt við erlendar rannsóknir virðist hjartaþelsbólga fyrst og fremst vera ungbarnavandamál hér á landi. Dæmigerð til- felli hjartaþelsbólgu í börnum eru fá og má leiða að því rök að hluta af skýringunni sé að finna í góðu eftirliti og fyrirbyggjandi meðferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.