Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 11

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 447 Lifrarbólguveiru C sýkingar á íslandi Greining og útbreiðsla Arthur Löve, Barbara Stanzeit Löve A, Stanzeit B Hepatitis C virus infcctions in Iceiand. Idcntification and transinission Læknablaðið 1994; 80: 447-51 Durning the three year period of October 1990 to October 1993, 124 individuals were identified with antibodies against the hepatitis C virus at the De- partment of Medical Virology, University of Ice- land. The large majority of these were intravenous drug users but also some had become infected by receiving infected blood or blood products. A hepa- titis C antibody prevalence study on 1537 randomly picked serum samples demonstrated the prevalence of 0.20%. This prevalence is lower than in most other countries. Ágrip Síðastliðin þrjú ár hafa 124 einstaklingar greinst með merki sýkingar af völdum lifrar- bólguveiru C á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði. Langflestir þeirra eru fíkniefna- neytendur sem nota sameiginlegar sprautur (76 einstaklingar), en allnokkrir (25 einstak- lingar) hafa sýkst við blóð- eða blóðhlutagjöf. Nær allir þeir sýktu hafa þekkta smitleið eða tilheyra áhættuhópi urn smit. Faraldsfræðileg könnun á algengi sýkinga af völdum lifrar- bólguveiru C meðal Islendinga leiddi í ljós að meðal 1537 sýna sem rannsökuð voru reyndust aðeins þrír eða 0,20% bera merki um sýkingu. Er þetta lægra en víðast hvar í nágrannalönd- unum. Inngangur Lifrarbólguveira C er nýskilgreind veira af Flaviviridae ættbálki (1,2). Veldur hún lifrar- bólgu og er nú talin orsakavaldur flestra lifrar- bólgutilfella sem einkum komu í kjölfar blóð- eða blóðhlutagjafa og ekki voru af völdum Frá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræöi. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Arthur Löve, Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði, Ármúla 1a, pósthólf 8733,128 Reykjavík. þekktra lifrarbólguveira svo sem A eða B (3-5). Ekki hefur enn tekist að rækta lifrarbólgu- veiru C en með því að beita erfðatækniaðferð- um á kjarnsýrur hennar, unnum úr sermi sýktra apa, hafa rannsóknir á veirunni tekið stórstígum framförum (2,6,7). Með erfðatækni var í fyrstu ein eggjahvítusameind veirunnar, nefnd C100-3, framleidd í svo miklu magni að hægt var að þróa aðferðir til mótefnamælinga (8). Voru þessar aðferðir nefndar „fyrstu kyn- slóðar'* aðferðir, en eftir að fleiri veirusam- eindir komu til sögunnar voru aðferðirnar end- urbættar og nefndar „annarrar kynslóðar" og eru þær notaðar nú. Faraldsfræðilegar athug- anir á útbreiðslu og smitleiðum lifrarbólgu- veiru C hafa leitt í ljós að tíðni mótefna er í flestum löndum á bilinu 0,1-1,0% (9-13). Al- geng smitleið er með blóði eða blóðhlutum og ekki síst meðal sprautufíkla sem nota sameig- inlegar nálar (14,15). Náttúruleg smitleið er óskilgreind enn, en líklegt hefur verið talið að náin snerting, þar á meðal kynmök komi þar við sögu, en rannsóknir hafa þó ekki rennt styrkum stoðum undir þá tilgátu (16-20). Einn- ig hefur verið greint frá sýkingu frá móður til barns þótt þetta sé ekki talin algeng smitleið (21,22). Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna útbreiðslu sýkinga vegna lifrar- bólguveiru C á Islandi bæði í úrtakshópum og nieðal sprautufíkla og hins vegar að lýsa grein- ingu veirusýkingarinnar frá því að greining var tekin upp síðla árs 1990. Efniviður og aðferðir Til mótefnamælinga gegn lifrarbólguveiru C voru notuð efni og aðferðir (kit) fengin frá Ortho. Byggist aðferðin fyrst og fremst á EL- ISA tækni (enzyme linked immunosorbent as- say) en staðfestingarpróf eru nefnd RIBA (recombinant immunoblot assay) (23). Niður- stöður voru metnar samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.