Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 17

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 453 Inngangur Illynja æxli í skjaldkirtli eru hlutfallslega al- geng á íslandi og eru þau tvisvar til þrisvar sinnum algengari hér en á hinum Norðurlönd- unum (1). Ástæðurnar eru ekki þekktar. Vitað er að mikil hækkun varð á nýgengi skjaldkirt- ilskrabbameins hér á landi upp úr 1965 og sömuleiðis lækkun kringum 1980 (2). Þrátt fyrir þessa lækkun á nýgengi er tíðnin enn há á íslandi. Skjaldkirtilskrabbamein er sjúkdómur með mjög mismunandi líffræðilega hegðun. Vefja- fræðileg flokkun skjaldkirtilskrabbameins í fjórar megingerðir sýnir það að hluta en þar er totukrabbamein (papillary) annars vegar með tiltölulega góðkynja sjúkdómsmynd og hins vegar villivaxtarkrabbamein (anaplastic) sem er með illkynjaðasta krabbameini sem þekkist. Þótt dánartíðni sjúklinga með totukrabba- mein og skjaldbúskrabbamein (follicular) sé lág þá hafa lífshorfur sumra sjúklinga með þessi krabbamein verið slæmar. Það er því mikilvægt að finna þá sjúklinga sem hafa illvíg æxli og veita þeim viðeigandi meðferð. Einnig þarf að forðast að veita sjúklingum sem hafa góðkynjaðri sjúkdóma ónauðsynlega nreðferð. Ýmsir þættir eru þekktir, sem hafa áhrif á horf- ur þessara sjúklinga, meðal annars hvort sjúk- dómurinn er bundinn við skjaldkirtilinn eða vaxinn út fyrir hann og hvort um eitla- eða fjarmeinvörp er að ræða. Einnig er vitað að aldur skiptir verulegu máli. Þannig eru horfur eldri sjúklinga verri en þeirra yngri. Þrátt fyrir þessa vitneskju tekst ekki að aðgreina þá ein- staklinga með totu- og skjaldbúskrabbamein, sem hafa slæmar lífshorfur. Sýnt hefur verið fram á að DNA innihald æxlisfrumna og hlutfall þeirra í framleiðslufasa eða S-fasa geti aukið nákvæmni við mat á horf- um sjúklinga með ýmis krabbamein, meðal annars brjóstakrabbamein (3) og krabbamein í eggjastokkum (4). Rannsóknir á DNA inni- haldi æxlisfrumna í skjaldkirtilskrabbameini hafa sýnt breytilegar niðurstöður. Sumar rann- sóknir sýna að DNA innihald æxlisfrumna gefi upplýsingar um horfur (5) en aðrar rannsóknir styðja það ekki (6). Tilgangur þessarar rannsóknar var að at- huga hvort DNA innihald og S-fasa hlutfall æxlisfrumna auki nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með skjaldkirtilskrabbamein. Einnig var skoðuð faraldsfræði skjaldkirtilskrabba- meins á íslandi á 36 ára tímabili. Efniviður og aðferðir Fengin var skrá hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands yfir alla sjúklinga sem greindust á íslandi með illkynja æxli í skjaldkirtli á tímabilinu 1955-1990. Rannsókn- in takmarkaðist við þá sjúklinga sem greindust á lífi með æxli í skjaldkirtli og þar sem endur- skoðun á vefjasýnum sýndi illkynja sjúkdóm. Heildarfjöldi sjúklinga var 496 á þessu tímabili. Hjá Krabbameinsskránni fengust upplýsingar um aldur við greiningu, kyn og greiningarár. Sjúkraskrár og læknabréf voru skoðuð til að fá klínískar upplýsingar um útbreiðslu, meðferð, endurkomu æxlis og hvort sjúklingar hefðu dá- ið vegna skjaldkirtilskrabbameins eða annars óskylds sjúkdóms. Dánarorsök var fundin með því að fara yfir dánarvottorð og krufningar- skýrslur. Öllum sjúklingum var fylgt eftir til dánardags eða 1. janúar 1992. Nýgengi og dánartíðni voru reiknuð á venju- legan hátt. Notuð var aldursstöðlun með „World standard population" (7). Farið var yfir vefjasýni allra sjúklinganna og voru krabbameinin flokkuð í fjóra aðalvefja- flokka samkvæmt flokkun Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (8). Tvö eitilfrumuæxli í skjald- kirtli greindust á tímabilinu en þau voru ekki tekin með í rannsókninni og var því heildar- fjöldi sjúklinga 494. Stærð æxla og útbreiðsla var metin út frá klínísku og vefjafræðilegu mati. Farið var eftir TNM flokkun Internation- al Union Against Cancer á illkynja æxlum (9). Flœðigreining: DNA innihald og S-fasa æxl- isfrumna er unnt að ákvarða með flæðigrein- ingu (flow cytometry). Sýni frá um það bil helmingi sjúklinganna voru mæld í Svíþjóð. Það var gert áður en hægt var að beita þessari rannsóknaraðferð hér á landi. Frá 1990 eftir að rannsóknastofa Háskólans í meinafræði og krabbameinslækningadeild Landspítalans fengu flæðigreiningartæki, hafa mælingar verið gerðar hér. Tuttugu tilfelli voru mæld á báðum stöðum og fengust sambærilegar niðurstöður þannig að ekki þótti ástæða til að endurtaka allar mælingarnar frá Svíþjóð. í 66 tilfellum af 494 var ekki gerð flæðigrein- ing. í 33 af þeim tilfellum var æxlið of lítið (minna en 0,5 cm í þvermál). í 11 tilfellum voru einungis til afkalkaðir vefjabitar og í 15 tilfell- um var einungis um að ræða vefjasýni úr krufn- ingu en slíkan vef er ekki hægt að nota til flæðigreiningar. í fjórum tilfellum fundust ekki vefjakubbar og í þremur tilfellum var greining
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.