Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 21

Læknablaðið - 15.11.1994, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 457 FACscan flæðigreini (Becton-Dickinson) og í Svíþjóð með Leitz MPV flæðigreini (Leitz, Welzlar, FRG). Mæling var framkvæmd á um það bil 20.000 frumukjörnum í hverju sýni. I rannsókninni var niðurstöðum úr DNA mæling- um skipt í tvo áhættuhópa, einstofna æxli sem eru tvílitna (diploid) og fjölstofna æxli sem eru mislitna (aneuploid). S-fasinn var reiknaður samkvæmt aðferð Stáls og félaga (12) í þeim sýnum sem mæld voru í Svíþjóð en í RFIT hug- búnaðarforriti Becton Dickinson ef sýnin voru mæld á íslandi. í þessari rannsókn var æxlunum skipt í tvo áhættuhópa eftir gildi S-fasans (<3 á móti >3). Bólgufrumur, bandvefsfrumur og aðrar eðli- legar frumur voru notaðar sem tvílitna viðmið- un (10). Tvílitna mynstur var skilgreint sem einn GJG^ toppur á DNA línuriti (histogram) og mislitna mynstur ef að minnsta kosti einn annar G(/G, toppur með tilheyrandi G2/M toppi er til staðar. Æxli var talið mislitna af fjórlitna (tetraploid) gerð ef meira en 20% frumna voru í G2/M toppi, eða meira en 15% frumna í G2/M toppi ef sá toppur hafði skýran eigin G,/M topp. I fjórum tilfellum var ekki hægt að lesa úr niðurstöðum flæðimælingar og til viðbótar var ekki hægt að reikna S-fasann í sjö tilfellum. Tölfrœði: Lífshorfur sjúklinga með skjald- kirtilskrabbamein voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier (13). Niðurstöðurnar sýna lífs- horfur þegar búið að leiðrétta með tilliti til þeirra sem dóu vegna annarra sjúkdóma en skjald- kirtilskrabbameina. Fjölbreytugreining Cox (14) var notuð við einþátta og fjölþátta mat á gildi einstakra þátta við mat á horfum sjúklinganna. Marktækni miðast við p-gildi <0,05. Niðurstöður Frá 1955 til 1990 greindust 494 sjúklingar með skjaldkirtilskrabbamein á íslandi. Tafla I sýnir sjúklingahópinn og skiptingu hans eftir kyni, aldri, stigun (útbreiðsla frumæxlis, eitla- nteinvörp og fjarmeinvörp), vefjagerð, auk niðurstaðna úr flæðigreiningu. I töflunni sést hversu mikil áhrif aldur við greiningu hefur á horfur en tæpur þriðjungur sjúklinganna greindist undir 45 ára aldri og aðeins einn þess- ara sjúklinga hefur látist af völdum skjaldkirt- ilskrabbameins. Einnig kemur þar fram að enginn sjúklingur með villivaxtarkrabbamein hefur læknast og af þeim sem eru með æxlis- vöxt út fyrir skjaldkirtil við greiningu (T4) hef- ur meira en helmingur látist vegna skjaldkirt- ilskrabbameins. Niðurstöður úr DNA mælingum fengust hjá 424 sjúklingum og niðurstöður úr S-fasa mæl- ingum hjá 417 sjúklingum. Af 424 æxlum voru 70 mislitna (17%) og af 417 S-fasa mælingum höfðu 180 (43%) S-fasa hærri eða jafnt og 3,0%. I einþátta greiningu hafa bæði DNA innihald og S-fasi marktæk áhrif á lífshorfur. Við skoðun á niðurstöðum flæðigreiningar á DNA innihaldi og S-fasa mælingum með hlið- sjón af vefjagerð æxlanna kom í ljós að aðeins 9,7% af totukrabbameinum voru mislitna og 24,3% af skjaldbúskrabbameinum. Villivaxt- arkrabbamein hafa hæst hlutfall af mislitna æxlum eða 78,6%. Myndir 1 og 2 sýna nýgengi og dánartíðni á athugunartímabilinu skipt niður í sjö fimm ára tímabil (síðasta tímabilið sex ár). Nýgengi hjá Rates/100.000 Years Fig. 1. Thyroid cancer in Iceland 1955 to 1990. Females, incidence and mortality rates. Rates/100.000 Years Fig. 2. Thyroid cancer in Iceland 1955 to 1990. Males, inci- dence and mortality rates.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.