Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1994, Side 28

Læknablaðið - 15.11.1994, Side 28
464 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Samþykkt Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómaiækna „Futulur í Félagi íslenskra fœðinga- og kven- sjúkdómalcekna mótmælir þeirri tilraun til rit- skoðunar af hálfu ritstjórnar Læknablaðsins, sem fram kemur í höfnun greinar Jóns Hilmars Alfreðssonar, um þátt fœðinga í meðfœddri heilasköddun. I greininni eru kynntný viðhorf sem víðast hafa verið rœdd og er það miöur ef Lbl. nýtist ekki lœknum og jafnvel heilum sér- greinum til að koma á framfœri sjónarmiðum, sem þeir telja mikilvæg. “ Ályktun þessi var samþykkt einróma á fundi í félaginu þann 8. október 1994. Athugasemd ritstjórnar Grein sú, sem vísað er til í meðfylgjandi samþykkt Félags íslenskra fæðinga- og kven- sjúkdómalækna, barst Læknablaðinu á útmán- uðum 1994. Greinin var send til ritrýnis utan ritstjórnar, svo sem gert er við allar greinar er berast Læknablaðinu. Sé þess nokkur kostur leitar ritstjórn til rit- rýnis sem hefur góða yfirsýn yfir viðkomandi efni, var ekki brugðið út af þeim vana varðandi tilvísaða grein. í þessu tilviki dæmdi ritrýnir reyndar allnokkru harkalegar en ritstjórn gat fellt sig við og var heldur dregið úr athuga- semdum áður en þær voru sendar höfundi. Að loknum endurbótum kom greinin aftur fyrir ritstjórn og þótti henni höfundur ekki hafa farið eftir umbeðnum óskum um breyting- ar, var höfundur beðinn að bæta úr því. Þessi viðbrögð ritstjórnar túlkaði höfundur sem end- anlega höfnun þótt ekki hafi verið um slíkt að ræða.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.